Skýrsla samgönguráðherra um störf rannsóknarnefndar sjóslysa fyrir árið 2002. (Lögð fyrir Alþingi á 128. löggjafarþingi 2002–2003.)
Samgönguráðherra skipar rannsóknarnefnd sjóslysa í samræmi við lög um rannsókn sjóslysa nr. 68/2000. Nefndina skipa nú: Ingi Tryggvason héraðsdómslögmaður, formaður nefndarinnar. Emil Ragnarsson skipaverkfræðingur. Hilmar Snorrason skipstjóri og skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna. Pétur Ágústsson skipstjóri. Pálmi K. Jónsson vélfræðingur. Starfsmenn eru Jón A. Ingólfsson sem er framkvæmdastjóri nefndarinnar og Guðmundur Lárusson sem er fulltrúi og var ráðinn frá áramótum 2002.
Rannsóknarnefnd sjóslysa starfar samkvæmt lögum nr. 68/2000 um rannsóknir sjóslysa og reglugerð nr. 131/2001 um sama efni. Í 3.ml. 1. gr. laganna segir að ”rannsóknir sjóslysa samkvæmt lögum þessum miða að því einu að koma í veg fyrir slys um borð í skipum og að öryggi til sjós megi aukast.”
Reglugerð þessi tekur til slysa og atvika á sjó, í reglugerð þessari nefnd sjóslys, köfunarslysa og slysa og annarra atvika á vötnum. Rannsóknarnefnd sjóslysa starfar sjálfstætt og óháð stjórnvöldum og öðrum rannsóknaraðilum, ákæruvaldi og dómstólum. Hún ákveður sjálf hvenær efni eru til rannsóknar slysa og annarra atvika skv. 1. mgr.
Lög þessi taka til slysa og atvika til sjós, í lögum þessum nefnd sjóslys, svo og til köfunarslysa, sbr. 7. gr. laga nr. 31/1996. Með sjóslysarannsóknum er átt við þá sérstöku málsmeðferð sem kveðið er á um í lögum þessum og alþjóðareglum sem Ísland hefur staðfest. Rannsóknir sjóslysa samkvæmt lögum þessum miða að því einu að koma í veg fyrir slys um borð í skipum og að öryggi til sjós megi aukast.
Upphaf rannsókna á sjóslysum má rekja til þess, að Alþingi samþykkti árið 1963 þingsályktunartillögu um að fela ríkisstjórninni að láta fara fram opinbera rannsókn á orsökum hinna fjölmörgu skipstapa, er orðið höfðu næstu 2-3 árin á undan. Samkvæmt tillögunni átti "að leggja fram tillögur að nýjum reglum um sjóhæfni íslenskra fiskiskipa, um breytingar á eldri skipum, staðsetningu veiðarfæra og hjálpartækja og búnað skips í sambandi við þau og annað það, er aukið getur öryggi sjófarenda frá því sem nú er."
Skýrsla rannsóknaraðila hjá Dóminíska lýðveldinu vegna brunans í flutningaskipinu Fernöndu (IMO 7806025) þann 30. október 2013 er lokið. Skýrsluna má sækja á PDF formi á ensku hér.
Strand Goðafoss í Noregi 2011
Skýrsla rannsóknaraðila í Noregi (AIBN) vegna strands Goðafoss við Kvernskær í Óslófirði þann 17. febrúar 2011 er lokið. Skýrsluna má sækja á PDF formi á ensku hér en einnig má finna hana á norsku á heimasíðu þeirra, www.aibn.no
Eldur í verksmiðjutogara
RNS hefur látið þýða á íslensku rannsóknarskýrslu sem Rannsóknarsvið sjóslysa í Danmörku gerði að beiðni Siglingamálastofnunar Færeyja vegna elds um borð í verksmiðjutogaranum HERCULES í Suður-Kyrrahafi í apríl 2007. Ellefu skipsmenn fórust í eldsvoðanum. Skýrsluna má sækja á PDF formi hér.
Köfun á Íslandi / Ritgerð
Þessi ritgerð var skrifuð til að skoða köfun á Íslandi og þá sérstaklega öryggi kafara og útgáfu köfunarskírteina. Margt við umsýslu og framkvæmd hins opinbera mætti vera betra en það er í dag þegar kemur að köfun. Í ritgerðini er farið í gegnum þau atriði sem kafarinn getur gert til að gera köfunina öruggari. Höfundur er Jónína Ólafsdóttir og hægt er að nálgast ritgerðina á PDF formi hér.
Upplýsingarit RNS
Hér er hægt að sækja upplýsingarit RNS á íslensku, ensku, pólsku og rússnesku á PDF formi með því að smella á viðeigandi mynd.