Upphaf rannsókna á sjóslysum má rekja til þess, að Alþingi samþykkti árið 1963 þingsályktunartillögu um að fela ríkisstjórninni að láta fara fram opinbera rannsókn á orsökum hinna fjölmörgu skipstapa, er orðið höfðu næstu 2-3 árin á undan. Samkvæmt tillögunni átti "að leggja fram tillögur að nýjum reglum um sjóhæfni íslenskra fiskiskipa, um breytingar á eldri skipum, staðsetningu veiðarfæra og hjálpartækja og búnað skips í sambandi við þau og annað það, er aukið getur öryggi sjófarenda frá því sem nú er."
Skýrsla rannsóknaraðila hjá Dóminíska lýðveldinu vegna brunans í flutningaskipinu Fernöndu (IMO 7806025) þann 30. október 2013 er lokið. Skýrsluna má sækja á PDF formi á ensku hér.
Strand Goðafoss í Noregi 2011
Skýrsla rannsóknaraðila í Noregi (AIBN) vegna strands Goðafoss við Kvernskær í Óslófirði þann 17. febrúar 2011 er lokið. Skýrsluna má sækja á PDF formi á ensku hér en einnig má finna hana á norsku á heimasíðu þeirra, www.aibn.no
Eldur í verksmiðjutogara
RNS hefur látið þýða á íslensku rannsóknarskýrslu sem Rannsóknarsvið sjóslysa í Danmörku gerði að beiðni Siglingamálastofnunar Færeyja vegna elds um borð í verksmiðjutogaranum HERCULES í Suður-Kyrrahafi í apríl 2007. Ellefu skipsmenn fórust í eldsvoðanum. Skýrsluna má sækja á PDF formi hér.
Köfun á Íslandi / Ritgerð
Þessi ritgerð var skrifuð til að skoða köfun á Íslandi og þá sérstaklega öryggi kafara og útgáfu köfunarskírteina. Margt við umsýslu og framkvæmd hins opinbera mætti vera betra en það er í dag þegar kemur að köfun. Í ritgerðini er farið í gegnum þau atriði sem kafarinn getur gert til að gera köfunina öruggari. Höfundur er Jónína Ólafsdóttir og hægt er að nálgast ritgerðina á PDF formi hér.
Upplýsingarit RNS
Hér er hægt að sækja upplýsingarit RNS á íslensku, ensku, pólsku og rússnesku á PDF formi með því að smella á viðeigandi mynd.