RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Fréttir (148)
23.03.07   19341 
30.01.07   19924 
11.01.07   11298 
10.01.07   11138 
09.10.06   10959 
07.06.06   11555 
11.01.06   10316 
14.12.05 *  11659 
14.12.05   15243 
20.07.05   17687 
 13 af 15   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfaFormáli ársskýrslu 2002 og 2003 frá formanni RNS
 

Ingi TryggvasonÍ upphafi árs 2002 hafði rannsóknarnefnd sjóslysa (RNS) komið sér fyrir á nýrri starfsstöð í flugstöðinni í Stykkishólmi.  Þá bættist einnig við nýr starfsmaður hjá nefndinni Guðmundur Lárusson fulltrúi.  Er það í fyrsta skipti sem nefndin hefur tvo fasta starfsmenn í fullu starfi.  En það var ljóst þegar lögin um rannsóknir sjóslysa tóku gildi 1. september 2000 að ekki yrði hjá því komist að bæta við starfsmanni.  Eftir að lögin tóku gildi annast RNS sjálf sínar rannsóknir en frumrannsóknir mála fara oft fram í samvinnu við lögreglu.  Þá leitar nefndin stundum til sérfræðiaðila við rannsóknir mála.

 

Ég hef oft sagt og segi enn að eitt slys til sjós sé einu slysi of mikið.  Enginn aðili sem kemur að sjósókn má hafa þá skoðun að slys sé fylgifiskur sjósóknar.  Nefndarmenn og starfsmenn RNS vilja hafa sem minnst að gera við að rannsaka slys og hvetja alla sem að málum koma til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir sjóslys.  Hins vegar höfðu nefndarmenn og starfsmenn RNS ærinn starfa árin 2002 og 2003 við að vinna upp málahala, sem m.a. hafði komið til vegna tafa á reglulegri starfsemi nefndarinnar við flutning á starfsstöð hennar í Stykkishólm.

 

RNS og starfsmenn hennar geta haft nægan starfa þó ekki komi til slys og má þar t.d. nefna rannsóknir á ,,nærri því slysum”.  En það er mjög mikilvægt að sjómenn og aðrir sem verða vitni að ,,nærri því slysum” tilkynni það til RNS og þeirra aðila sem eiga að sjá um að öryggismál séu í lagi um borð í skipum.  Því rannsóknir hafa leitt í ljós að eftir ákveðinn fjölda ,,nærri því slysa” verður slys.  Ef menn grípa í taumana þegar ,,nærri því slys” verður má örugglega koma í veg fyrir töluverðan fjölda slysa.

 

Það eru fyrst og fremst sjómenn sjálfir sem verða að vera vakandi fyrir þeim hættum sem á vegi þeirra verða við hin mikilvægu störf til sjós.  Sjómenn eiga að gera þá skilyrðislausu kröfu til útgerðarmanna og annarra sem hlut eiga að máli að sífellt sé unnið að því að tryggja öryggi þeirra eins og best má verða á hverjum tíma.  Öryggismál eiga ávallt að vera í fyrirrúmi og enginn má láta mikilvægi þeirra framhjá sér fara. 

 

Ef menn ætla að koma í veg fyrir slys skipta forvarnir og þar með nýliðafræðsla miklu máli.  En það verða allt of mörg slys vegna þess að menn kunna einfaldlega ekki til verka.  Þar hefur þá skort á að nýjum mönnum og jafnvel vönum mönnum sem koma í nýtt vinnuumhverfi sé kennt til verka með öruggum hætti.  Það á enginn að hefja störf til sjós án þess að viðkomandi hafi hlotið fræðslu um vinnubrögð og annað sem máli kann að skipta við störf þeirra.  Það gengur jafnvel enginn til starfa á skrifstofu án þess að kunna til verka og hvers vegna á það þá að gerast til sjós þar sem hætturnar eru mun fleiri og alvarlegri. 

 

Hvernig væri nú að allir sem koma að málum sjómanna og útgerðar settu sér það takmark að útrýma slysum til sjós.  Standa ekki allar líkur til þess að þá myndi sjóslysum fækka til muna.

 

Að lokum vil ég þakka nefndarmönnum og starfsmönnum RNS fyrir  ánægjulegt samstarf á árunum 2002 og 2003.  Sérstakar þakkir vil ég færa Emil Ragnarssyni, sem lét af nefndarmennsku á árinu 2003, fyrir hans störf í þágu sjóslysarannsókna á Íslandi.

 

Fyrir hönd RNS votta ég öllum sem um sárt eiga að binda eftir sjóslys á árunum 2002 og 2003 samúð nefndarinnar.

 

 

                                                          Ingi Tryggvason formaður RNS

 
 
 Heimsóknir: 11660 Uppfært: 14.12.05 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.238.107.166] þriðjudagur 24. nóvember 2020 07:55 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis