RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Fréttir (148)
23.03.07   19341 
30.01.07   19924 
11.01.07   11298 
10.01.07   11138 
09.10.06   10959 
07.06.06   11555 
11.01.06 *  10316 
14.12.05   11660 
14.12.05   15243 
20.07.05   17687 
 13 af 15   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfaYfirlit ársins 2005
 

Á árinu 2005 voru haldnir sex fundir hjá RNS og 178 mál afgreidd.  Skýrslur sem hefur verið skilað með nefndaráliti voru 88 en ekki var ályktað í 89 málum.  Einu máli var vísað frá.  Skilað var til Siglingastofnunar Íslands 4 tillögum í öryggisátt og verður vikið nánar að því síðar. 

Tilkynnt og skráð mál hjá nefndinni hafa aldrei verið fleiri eða 168.  Af þessum málum var einungis eftir að afgreiða 27 um áramót.  Á töflunni má sjá grófa flokkun á eðli mála ársins 2005 í samanburði við síðastliðin tíu ár.

Eins og fram kemur í töflunni eru eðli mála nokkuð sambærileg á milli ára.  Mesta fjölgun mála er undir liðnum Slys á fólki en þar er að skila sér átak nefndarinnar í að ná til aðila og gott samstarf við lögregluyfirvöld.

 

Þrjú banaslys hafa orðið á árinu.  Skipverji lést er hann varð á milli toghlera og gálga á veiðum á Faxaflóa og tveir bátsverjar létust í slysi þegar skemmtibátur sigldi á sker innan hafnarsvæðis Faxaflóahafna.  Auk þessara banaslysa fórst annar erlendra skipverja um borð í bandarískri skútu á milli Íslands og Grænlands.

 

Eins og fram kemur í töflunni eru eðli mála eins og í meðalári nema að áberandi er að eldur um borð og ýmsir árekstrar virðast ætla að verða hástökkvarar ársins.  Undir liðnum Annað eru skráð þau mál sem ekki falla undir flokkun í þessari töflu og má þar nefna atvik þegar skip fengu í skrúfuna og voru dregin til hafnar, bilanir í búnaði, skemmdir vegna veðurs, farmskemmdir o.fl.

 

Eins og áður segir hefur nefndin gert fjórar tillögur í öryggisátt á árinu til Siglingastofnunar Íslands.  Þessar tillögur eru eftirfarandi ásamt málanúmerum:

 

Mál nr. 01205, Grímsnes GK 555, eldur í lúkar í höfn 

Nefndin telur ástæðu til vegna endurtekinna bruna út frá olíueldavélum að Siglingastofnun Íslands hlutist til um úttekt á uppsetningu og frágangi slíkra tækja um borð í skipum. 

 

Mál nr. 06505, Hrund BA 87, eldur um borð

Vegna tíðra bruna í smábátum leggur nefndin til að Siglingastofnun Íslands kanni möguleika á föstum slökkvibúnaði í vistarverum þeirra.

 

Mál nr.04304, Baldvin Þorsteinsson EA 10, fær í skrúfuna og strandar

Að Landhelgisgæsla Íslands fái til umráða sem fyrst dráttar- og björgunarskip að þeirri stærð sem getur dregið sem flest skip sem eru í siglingum við strendur landsins.

 

Mál nr. 08104, Kiran Pacific - erl. flutningaskip, strandar út af Straumsvík

1.      Að viðeigandi úttekt verði gerð á sjómerkingum fyrir þetta svæði.  Í þeirri vinnu leggur nefndin til að í sjókort verði settar merktar siglingaleiðir fyrir djúprist skip og sérstaklega verði athugaðir möguleikar á að sett verði bauja á grunnið vestur af Valhúsagrunni.

2.      Að strangt eftirlit verði með því að skipstjórnendur uppfylli ákvæði hafnarreglugerða um tilkynningaskyldu. 

3.      Að sérstök viðurlög verði tekin upp varðandi óeðlilegar tafir á tilkynningum um óhöpp skipa.

 

Hægt er að nálgast þessar skýrslur á vef RNS og tengjast þaðan inn á vefsvæði á vef Siglingastofnunar Íslands til að sjá afgreiðslu stofnunarinnar á þessum tillögum nefndarinnar.

 

Tilkynnt slys á sjómönnum til Tryggingastofnunar ríkisins (TR) á árinu 2005 voru 363 en voru 311 allt árið 2004.  Það ár var talsvert undir meðaltali áranna á undan sem var 397.  Eins og sjá má á samanburðartöflu á tilkynntum slysum á sjómönnum til TR er ljóst að stærstur hluti aðila er ekki að virða tilkynningarskyldu sína til RNS samkvæmt ákvæðum laga nr. 68/2000 um rannsóknir sjóslysa. 

 

 

Af 168 skráðum málum ársins hjá RNS voru 44 eða 26% tekin úr fjölmiðlum, 54 eða 32% komu frá lögregluembættum á landinu, 48 eða 28% komu frá útgerð og skipstjórum en þess ber að gæta að 31 af þeim málum komu frá tveimur útgerðum.  Landhelgisgæslan og Vakstöð siglinga voru saman með 9 eða 6%, aðrir voru með 13 eða 8%.

 

Til að reyna að hafa áhrif á þetta gaf RNS út upplýsingarit á árinu um starfsemi nefndarinnar, áherslur, meðferð mála og skyldur aðila.  Nefndin telur mjög mikilvægt að ná til allra atvika á sjó og vista þau í gagnagrunn RNS til notkunar á tölulegum upplýsingum í framtíðarvinnu við að auka öryggi til sjós.

 

Á árinu 2005 var gefin út prentuð skýrsla RNS fyrir árin 2002 og 2003.  Skýrslurnar eru gefnar út saman og í sama broti og skýrslurnar fyrir 2000 og 2001 sem kom út á síðasta ári.  Stefnt er að ljúka útgáfu skýrsla RNS með þessum hætti þar til komið verði að árlegri útgáfu.  Hægt er að nálgast útgefnar prentaðar skýrslur á PDF formi á öflugum vef RNS ásamt öllum lokaskýrslum og tilkynntra atvika til nefndarinnar.

 

RNS leggur mikla áherslu á að vinna mál hratt og að afgreiðsla einstakra mála taki að jafnaði ekki meira en þrjá mánuði.  Ljóst er að það er ekki raunhæft í öllum tilfellum en vel hefur tekist til við að ná fram þessu markmiði.  RNS er hins vegar ljóst að til þess að árangur verði af starfi hennar verða allir sem hlut eiga að máli að leggja þar sitt af mörkum og þá ekki síst sjómenn. 

 

Um rannsóknir sjóslysa er fjallað í lögum nr. 68/2000 með breytingum frá 2003 og í reglugerð um sama efni nr. 133/2001.  Rannsóknarnefnd sjóslysa er skipuð af samgönguráðherra til fjögurra ára í senn.  Fimm nefndarmenn eru skipaðir auk varamanna til loka ágúst 2008.  Tveir starfsmenn eru í fullu starfi hjá RNS.

 

 
 
 Heimsóknir: 10317 Uppfært: 12.01.06 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.238.107.166] þriðjudagur 24. nóvember 2020 08:10 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis