RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Fréttir (148)
23.03.07   19341 
30.01.07   19924 
11.01.07 *  11297 
10.01.07   11138 
09.10.06   10959 
07.06.06   11555 
11.01.06   10316 
14.12.05   11659 
14.12.05   15242 
20.07.05   17687 
 13 af 15   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfaÖryggisbúnaður virkar ekki í neyð
 

Öryggisbúnaður virkar ekki í neyð

 

Eins og áður hefur komið fram lét RNS framkvæma neðansjávarmyndatöku af flökum Gústa í Papey SF 188 og Hildar ÞH 38.  Niðurstaðan var sú að í báðum tilfellum virkaði mikilvægur öryggisbúnaður ekki í neyð.  Á fundum RNS 21. október og 11. desember 2006 var málið tekið fyrir og í ljósi alvarleika þess var ákveðið að vekja sérstaka athygli Siglingastofnunar Íslands á þessum atvikum.  RNS hefur því sent stofnuninni erindi þar sem nefndin telur eðlilegt hún hlutist til um þetta mál.

 

Samið var við Sævör ehf á Akureyri um þetta verkefni snemma á árinu 2005 en af ýmsum ytri ástæðum dróst þessi aðgerð og var neðansjávarmyndartakan gerð dagana 30/9–3/10 2006 með aðstoð varðskipsins Ægis.

 

Niðurstaða rannsóknar:

 

Gústi í Papey SF 188

Þann 4. júní 2004 sökk Gústi í Papey SF 188, skipaskr.nr. 0483, vegna óþekkts leka á um 162 m dýpi SA af Fontinum á Langnesi (mál nr. 07604 hjá RNS). 

 

Skipið var búið tveimur gúmmíbjörgunarbátum í gálgum með sjálfvirkum sleppibúnaði frá Olsen og Sigmund.  Á myndbandi sem tekið var af atburðinum þegar skipið sökk sést vel að aðeins annar þeirra virkaði sem skildi og sá bátur skilaði sér upp á yfirborðið.  Einnig má sjá að gúmmíbjörgunarbáturinn fór nánast upp á endann áður en fangalínan slitnaði.

 

Gúmmíbjörgunarbáturinn sem skilaði sér ekki var í gálga frá Sigmund og var staðsettur bakborðsmegin á brúarþaki.  Þessi gálgi var settur nýr á bátinn árið 2000 og við rannsókn málsins kom fram að þessi búnaður hafði verið skoðaður samkvæmt kröfum þar um. 

 

 

Neðansjávarmyndirnar (sjá mynd) sýndu vel að gúmmíbjörgunarbáturinn á Gústa í Papey SF situr enn í sleppibúnaði bakborðsmegin á þaki stýrishússins án nokkurrar fyrirstöðu.

 

 

Hildur ÞH 38

Þann 20. maí 2005 sökk Hildur ÞH 38, skipaskr.nr. 1311, vegna óþekkts leka á um 167 m dýpi á Þistilfirði (mál nr. 06905).

 

Tveir gúmmíbjörgunarbátar voru um borð.  Báðir bátarnir voru á stýrishúsþakinu og var rekkverkið opið þar sem þeir sátu.  Annar var 4 manna Víking bátur sem sat í stól bakborðsmegin og búinn sjóstýrðum losunarbúnaði af gerðinni Thanner.  Búnaðurinn virkaði og skaut bátnum upp eftir að skipið sökk.  Hinn var 6 manna DSB bátur og var hann í sæti stjórnborðsmegin með fjarstýringu úr stýrishúsi og sjóstýrðum losunarbúnaði af gerðinni Berwyn NK7 (ekki skotgálgi).  Þessi gúmmíbjörgunarbátur skilaði sér ekki upp þegar báturinn sökk.  Við rannsókn málsins kom fram að þessi búnaður hafði verið skoðaður samkvæmt kröfum þar um.

 

Við neðansjávarmyndatöku á flaki Hildar ÞH kom í ljós að gúmmíbjörgunarbáturinn var ekki í sæti sínu á stýrishúsþakinu (sjá mynd).   Rekakkeri hans var sjáanlegt við flakið og að fangalína hans lá frá festingum bátsins upp í mastur og síðan fram eftir flakinu.  Ekki sást í gúmmíbjörgunarbátinn á myndum enda vélinni ekki beint fram fyrir flakið. 

Talið er sennilegt að gúmmibjörgunarbáturinn, hafi losnað á einhverju stigi, sprengt af sér hylkið og ekki náð að losa sig frá flakinu.  Miðað við myndir má gera ráð fyrir að gúmmibjörgunarbáturinn liggi fyrir framan flak Hildar.  Eftir því sem nefndin kemst næst þá var ekki veikur hlekkur við fangalínu gúmmíbjörgunarbátsins. 

 
 
 Heimsóknir: 11298 Uppfært: 12.01.07 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.238.107.166] þriðjudagur 24. nóvember 2020 07:28 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis