Skýrsla
samgönguráðherra um störf rannsóknarnefndar sjóslysa fyrir árið 2002. (Lögð fyrir Alþingi á 128. löggjafarþingi 2002–2003.)
Samgönguráðherra skipar rannsóknarnefnd sjóslysa í samræmi við lög um rannsókn sjóslysa nr. 68/2000. Nefndina skipa nú:
-
Ingi Tryggvason héraðsdómslögmaður, formaður nefndarinnar.
-
Emil Ragnarsson skipaverkfræðingur.
-
Hilmar Snorrason skipstjóri og skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna.
-
Pétur Ágústsson skipstjóri.
-
Pálmi K. Jónsson vélfræðingur.
Starfsmenn eru Jón A. Ingólfsson sem er framkvæmdastjóri nefndarinnar og Guðmundur Lárusson sem er fulltrúi og var ráðinn frá áramótum 2002.
Fjárveiting til nefndarinnar á fjárlögum ársins 2002 var 23,8 m.kr. Við það framlag bættist síðan 8,4 m.kr. fjárheimild vegna flutnings verkefna út á land, en starfsemi nefndarinnar var flutt til Stykkishólms á árinu.
Kostnaður vegna starfsemi nefndarinnar var sem hér segir á árunum 1993 til 2002. Tölur eru á verðlagi hvers árs en sambærilegar þar eð á árinu 2002 hefur verið tekið tillit til óreglulegs 8,4 m.kr. kostnaðar vegna flutnings á starfsemi nefndarinnar út á land.
1993 |
6.621.823 kr. |
1994 |
7.705.328 kr. |
1995 |
8.707.209 kr. |
1996 |
8.756.513 kr. |
1997 |
11.555.170 kr. |
1998 |
16.204.272 kr. |
1999 |
14.914.467 kr. |
2000 |
17.659.880 kr. |
2001 |
20.664.366 kr. |
2002 |
24.791.935 kr. |
Á árinu 2002 voru gefnar út skýrslur nefndarinnar fyrir árin 1998 og 1999 í hefðbundnu formi. Þá var lokið við innsetningu skýrslu 1998 inn á nýtt vefsetur nefndarinnar (www.RNS.is) og einnig var skýrsla 1999 mestu komin þar inn í lok ársins. Stefnt er að því að lokaskýrslur nefndarinnar fyrir árin 2000 og 2001 verði aðgengilegar með vefrænum hætti á fyrri hluta ársins 2003 svo og þau mál sem þegar hafa verið afgreidd árið 2002. Þá er einnig stefnt að því að skýrsla fyrir árið 2000 í nýju prentuðu formi verði gefin út á árinu 2003.
Vinna við nýtt vefsetur nefndarinnar gekk hægar en upphaflega var ætlað vegna tækni legra örðugleika en í árslok var það nokkuð vel á veg komið og lofar góðu þegar yfir lýkur þ.e. fyrri hluta ársins 2003. Gert er ráð fyrir að vefsetrið verði öflugur þáttur í starfi nefndarinnar í framtíðinni þar sem t.d. lokaskýrslur koma til með að birtast jafnóðum og þær eru afgreiddar.
Árið 2002 komu 149 mál til nefndarinnar og voru það heldur fleiri mál en meðaltal undanfarinna tíu ára. Skýringin á því er sú viðleitni starfsmanna nefndarinnar að fá menn til að sinna tilkynningum um slys til nefndarinnar betur en áður. Til þessa má rekja a.m.k. 35 mál. Að því undanskildu má segja að um meðalár hafi verið að ræða.
Á árinu 2002 voru haldnir 9 fundir og í árslok var búið að afgreiða 61 mál frá því ári. Einnig var lokið við að afgreiða 19 mál ársins 2000 af 116 málum og 106 mál ársins 2001 af 121 máli. Samanlagt var því fjallað um og lokið við að afgreiða 186 mál á árinu. Um áramót voru 88 mál óafgreidd frá árinu 2002.
Eins og fram kemur í töflu I. fjölgar málum til nefndarinnar á milli áranna 2001 og 2002 úr 121 máli í 149 eða um 19%. En ef frá eru tekin 35 mál bættra tilkynninga um slys til nefndarinnar verður samanburðurinn hagstæður um sjö mál og heildarmálafjöldinn hefði því verið 114 mál fyrir árið 2002. Öll voru þessi 35 mál flokkuð sem slys á fólki. Þrátt fyrir það er aukning á slysum á fólki eða 68 tilfelli sem er það mesta frá árinu 1994. Þess má geta að þessi 35 mál koma öll frá vöruflutningageiranum, sem að ósk nefndarinnar hóf á árinu að senda nefndinni öll tilvik sem áður höfðu einungis verið tilkynnt til Tryggingastofnunar ríkisins.
Tafla I. Yfirlit um mál sem komið hafa til nefndarinnar sl. 10 ár.
Eðli mála |
1993 |
1994 |
1995 |
1996 |
1997 |
1998 |
1999 |
2000 |
2001 |
2002 |
Skip sekkur |
14 |
10 |
17 |
6 |
7 |
8 |
4 |
10 |
6 |
4 |
Skip strandar |
27 |
28 |
19 |
17 |
10 |
14 |
7 |
14 |
10 |
11 |
Árekstur |
7 |
5 |
7 |
11 |
4 |
2 |
8 |
6 |
11 |
7 |
Eldur um borð |
4 |
14 |
12 |
11 |
7 |
6 |
3 |
8 |
15 |
5 |
Leki að skipi |
3 |
3 |
1 |
1 |
1 |
0 |
0 |
3 |
1 |
5 |
Annað |
13 |
6 |
3 |
12 |
6 |
10 |
7 |
8 |
8 |
12 |
Slys á fólki |
41 |
69 |
56 |
65 |
55 |
63 |
56 |
64 |
63 |
103 |
Dauðaslys |
9 |
4 |
2 |
9 |
5 |
3 |
1 |
3 |
7 |
2 |
Samtals: |
118 |
139 |
117 |
132 |
95 |
106 |
86 |
116 |
121 |
149 |
Auk þess sem fram kemur í töflu I þá var eitt dauðaslys á erlendum sjómanni sem fór á milli skips og bryggju í íslenskri höfn.
Á árinu var einnig hafin rannsókn á björgunarferli sjóslyss sem varð í desember 2001 og er það fyrsta rannsókn nefndarinnar af því tagi. Þetta var gert samkvæmt sérstakri ósk frá samgönguráðuneytinu og var vinnu við það verkefni ekki lokið í árslok.
Tafla II sýnir fjölda bótaskyldra slysa samkvæmt tilkynningum til Tryggingastofnunar ríkisins. Eins og þar kemur fram varð fjölgun frá árinu á undan eða um 16%.
Tafla II. Tilkynningar um slys á sjómönnum 1993–2002 til Tryggingastofnunar ríkisins.
Ár |
1993 |
1994 |
1995 |
1996 |
1997 |
1998 |
1999 |
2000 |
2001 |
2002 |
Fjöldi |
505 |
473 |
417 |
436 |
388 |
378 |
381 |
361 |
348 |
413 |
|