RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Fréttir (155)
23.09.04   13361 
23.09.04   13969 
14.09.04   14489 
10.09.04   15839 
10.09.04   16261 
03.09.04   37760 
31.08.04   34159 
31.07.03   17732 
01.07.03   18606 
01.02.03   20153 
 15 af 16   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfaRNS - hlutverk, markmið og framtíðarsýn
 

Hlutverk og verkefni ( lög og reglugerð).

     Rannsóknarnefnd sjóslysa starfar samkvæmt lögum nr. 68/2000 um rannsóknir sjóslysa og reglugerð nr. 131/2001 um sama efni. Í 3.ml. 1. gr. laganna segir að ”rannsóknir sjóslysa samkvæmt lögum þessum miða að því einu að koma í veg fyrir slys um borð í skipum og að öryggi til sjós megi aukast.”

     Samkvæmt 4. gr. laganna skal nefndin starfa “sjálfstætt og óháð stjórnvöldum og öðrum rannsóknaraðilum, ákæruvaldi og dómstólum. Nefndin ákveður sjálf hvenær efni eru til rannsóknar sjóslyss umfram það sem henni er skylt samkvæmt lögum þessum.”

     Í 5. gr. er lögsaga nefndarinnar skilgreind. Hún tekur til allra íslenskra skipa, svo og allra erlendra skipa í siglingum til og frá landinu þegar sjóslys varðar íslenska hagsmuni. Þá segir:
“ Nefndin skal m.a. rannsaka:

  1. sjóslys þar sem skráð skip eiga hlut að máli og sem verða á íslensku yfirráðasvæði,
  2. sjóslys þar sem skip skráð á Íslandi á hlut að máli, hvar sem það er statt í heiminum,
  3. sjóslys og önnur atvik til sjós og á vötnum sem verða á óskráðum skipum, þ.m.t. skipum undir 6 metrum að lengd.”

Um skýrslu nefndarinnar og eftirfylgni eru ákvæði í 14. gr. laganna. Nefndin skal svo fljótt sem verða má, eftir að rannsókn er lokið, semja skýrslu um niðurstöðu hennar. Í skýrslunni skal “gerð grein fyrir orsök eða sennilegri orsök slyssins”, auk þess sem þar “skulu gerðar tillögur um varúðarráðstafanir sem gera má til að afstýra frekari slysum af sama eða líkum toga”. Nefndin skal senda samgönguráðherra, Siglingastofnun Íslands, siglingaráði og aðilum máls skýrsluna.

Nefndin skal gera tillögur um úrbætur í öryggismálum til sjós “eftir því sem rannsókn á orsökum sjóslysa gefur tilefni til.” Varðandi eftirfylgni segir m.a. að “Siglingastofnun Íslands ber (i) að sjá til þess að tillögur til úrbóta sem berast frá nefndinni séu teknar til formlegrar afgreiðslu hverju sinni.” Hún skal síðan senda nefndinni niðurstöður sínar.
Í lok hvers starfsárs skal nefndin semja yfirlit um hvernig tillögum hennar hefur verið framfylgt og senda samgönguráðherra. Nefndin skal gefa út heildarskýrslu um störf sín ár hvert og afhenda ráðherra.

Skipun nefndarinnar og starfsmenn.

Samkvæmt 3. gr. laganna skipar samgönguráðherra “fimm manna nefnd kunnáttumanna” til fjögurra ára í senn til að rannsaka sjóslys og skal einn þeirra vera formaður hennar. Um menntun nefndarmanna og starfsreynslu segir að þeir skulu hafa “menntun og starfsreynslu á þeim sviðum sem sérstaklega nýtast við sjóslysarannsóknir.”

Varðandi starfsmenn segir að “samgönguráðherra ræður, að fenginni umsögn nefndarinnar, framkvæmdastjóra sem ræður annað starfslið í samráði við nefndina.”

Nú sitja í nefndinni eftirtaldir sem aðalmenn:

   1. Ingi Tryggvason, héraðsdómslögmaður, formaður, Borgarnesi.
   2. Emil Ragnarsson, skipaverkfræðingur, Reykjavík.
   3. Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, Reykjavík
   4. Pálmi Jónsson, vélfræðingur hjá Orkubúi Vestfjarða, Ísafirði.
   5. Pétur Ásgeirsson,skipstjóri, Stykkishólmi.

Varamenn eru:

  1. Lárentsínus Kristjánsson, héraðsdómslögmaður, varaformaður, Hafnarfirði.
  2. Halldór Almarsson, stýrimaður, Garðabæ.
  3. Rúnar Pétursson,vélstjóri, Akranesi.
  4. Sigurður Jónsson, skipaverkfræðingur, Ísafirði.

(Eftir er að skipa varamann í stað Hermanns Skúlasonar sem lést á síðasta ári.).
Samgönguráðherra hefur ráðið Jón Árilíus Ingólfsson, skipstjóra, í stöðu framkvæmdastjóra og tók hann til starfa 1. nóvember 2001. Um áramótin sl. hóf störf hjá nefndinni Guðmundur Lárusson, skipstjóri.


Starfsaðstaða ( húsnæði og tækjakostur).

Hinn 1. desember 2001 tók nefndin til starfa í nýju húsnæði, í húsi Flugmálastjórnar á Stykishólmsflugvelli. Húsnæðið er um 118 fermetrar. Nefndin er að koma sér fyrir í þessu húsnæði, vinna að því að koma sér upp nauðsynlegum tækjakosti, tölvubúnaði og fleira.

Markmið (með starfi nefndarinnar). ( RHJ)

Helstu markmið með starfi nefndarinnar er

  • að stuðla að bættu öryggi sjófarenda
  • að með rannsóknum að koma í veg fyrir slys um borð í skipum..
  • að hraða afgreiðslu mála sem berast og verða til umfjöllunar í nefndinni

 

Stefnumið ( horft til framtíðar). (IT og JÁI).

Helstu stefnumið nefndarinnar er:
að tileinka sér ný vinnubrögð í skráningu og verkferlum með nútíma tækni

  • að vinna að gæðakerfi fyrir rannsóknir ólíkra mála
  • að auðvelda aðgengi viðskiptavina að málefnum, vinnu og skýrslu nefndarinnar með vefrænum hætti
  • að auka eftirfylgni við tillögur í öryggisátt
  • að auka samvinnu við aðila víðsvegar um landið
  • að leita eftir athugasemdum og tillögum aðila í sjávarútvegi
  • að stofnuninn verði eftirsóttur aðili í þeim málum sem upp koma
  • að ná til allra óhappa á sjó eða vatni
  • að vinna að skráningu næstum því óhappa sem kunna að verða
  • að vinna jöfnum höndum tölulegar upplýsingar (statistik) og fylgjast þannig með fylgni milli einstakra málaflokka
  • að fylgjast með hvað er að gerast í þessum málaflokkum erlendis
  • að stuðla að breyttu hugarfari um hollustuhætti og öryggismál sjómanna


 

 
 
 Heimsóknir: 17735 Uppfært: 10.09.04 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.236.16.13] laugardagur 25. september 2021 21:31 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis