RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2756)
040/01  53803-23.09.04
010/04  61221-23.09.04
011/04  52267-23.09.04
012/04  49698-23.09.04
013/04  52226-23.09.04
014/04  45985-23.09.04
015/04  52176-23.09.04
016/04  46903-23.09.04
018/04  49394-23.09.04
020/04  49005-23.09.04
 272 af 276   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 056/04  - Frár VE 78
  Frár VE 78, strandar í Vestmannaeyjum   
 Heimsóknir: 93985 Uppfært: 23.09.04 

  Frár VE 78
Skipaskr.nr.: 1595
Smíðaður: Skotland 1977 stál
Stærð: 171,80 brl; 259,00 bt
Lengd: 25,99 m Breidd: 7,20 m Dýpt: 6,03 m
Vél: Stork Werkspoor 575,00 kW Árgerð: 1988
Annað: 
Fjöldi skipverja:  

Frár©Tryggvi Sigurðsson 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 7. apríl 2004 var Frár VE 78 á siglingu inn til hafnar í Vestmannaeyjum.  Veður: Hæg norðan átt, sjólaust og skyggni ágætt.

 

Skipið hafði verið á togveiðum í Grindarvíkurdýpi og stýrimaður tók við stjórn siglingar um kl. 00:30.  Hann var einn á stjórnpalli þegar skipið nálgaðist höfnina í Vestmannaeyjum.  Þegar komið var að Klettsnefinu tók hann sjálfstýringuna af og handstýrði á stefnuna norður fyrir innsiglingarbaujuna út af Klettsvíkinni.  Hann fór síðan í kallkerfið til að kalla á áhöfnina til að gera klárt fyrir komu til hafnar.  Til þess þurfti hann að fara aftast í brúnna sem var um 6-8 skref. 

 

Þegar stýrimaðurinn snéri sér að siglingunni aftur varð hann þess áskynja að skipið hafði beygt um 50° í bakborða og stefndi upp í Skannsfjöruna suður af Klettsnefinu.  Hann sló af og kúplaði frá en skipið strandaði í fjörunni um kl. 04:15 og fékk á sig um 15° bakborðshalla.

 

Skipstjórinn vaknaði við að skipið strandaði og fór strax upp í brú.  Þar var nokkuð fát á mönnum og einn skipverja taldi að gat hefði komið á skipið og það væri í hættu.  Skipstjórinn sagði áhöfninni að fara strax í flotbjörgunarbúninga auk þess sem björgunarbátur var settur út.  Hann kallaði í Vestmannaeyjaradíó og óskaði eftir aðstoð dráttarbáts.

 

Dráttarbáturinn Lóðsinn kom fljótlega á staðinn og dráttartaug var komið á milli skipanna og var hún fest við bakborðs togvírinn.  Eftir að Lóðsinn byrjaði að toga í Frá VE lagðist skipið um 24° yfir í stjórnborða auk þess sem togspilið gaf eftir vír.  Um 66 faðmar af vír drógust út af spilinu og var þá togið stöðvað og dráttartauginni komið fyrir stjórnborðsmegin inn í skutrennuna og þar í gegnum kluss og á polla.

 

Eftir að beðið hafði verið eftir að það félli betur að, náðist að draga Frá VE á flot kl. 05:45 og fór Lóðsinn með hann út fyrir Klettsnefið.  Lóðsinn tók síðan skipið á stjórnborðssíðuna og fór með það þannig inn til hafnar. 

 

Við nánari skoðun á skipinu kom í ljós að ekki hafði komið leki að því, en miklar skemmdir voru á slingurbretti stjórnborðsmegin og bolur talsvert dældaður. 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að stýrimaðurinn var mjög vanur skipinu og hafði verið á því í mörg ár;
  • að siglingahraði skipsins var um 8,5 hnútar þegar óhappið varð;
  • að stýrimaðurinn taldi sennilegast að hann hefði rekið sig í stýripinnan þegar hann fór í kallkerfið;
  • að ekki komu í ljós nein ummerki um bilun í stýrisbúnaði;
  • að eftir óhappið er skipstjóri alltaf við stjórnvölinn þegar komið er að eða farið frá höfnum.  Hann hefur bæði stýrimann og vélstjóra með sér við þær aðstæður.
 
 

 Nefndarálit
 

Orsök strandsins virðist vera að stýrið var sett óafvitandi í ranga stöðu og stjórnandi fór frá stjórn án þess að fullvissa sig um að allt væri í lagi.

 

Nefndin fagnar breyttu verklagi við töku hafna. 
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.95.139.100] laugardagur 18. janúar 2020 04:31 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis