RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2874)
127/03  51441-23.09.04
129/03  52576-23.09.04
131/03  51960-23.09.04
135/03  51849-23.09.04
006/04  55399-23.09.04
007/04  54117-23.09.04
021/01  55874-23.09.04
037/01  70702-23.09.04
040/01  59660-23.09.04
010/04  69904-23.09.04
 283 af 288   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 014/04  - Sirrý ÍS 94
  Sirrý ÍS 94, eldur í vélarúmi   
 Heimsóknir: 51333 Uppfært: 23.09.04 

  Sirrý ÍS 94
Skipaskr.nr.: 2389
Smíðaður: Hafnarfirði 1999 plast
Stærð: 7,10 brl; 5,90 bt
Lengd: 9,45 m Breidd: 3,00 m Dýpt: 1,16 m
Vél: Yanmar 275,00 kW Árgerð: 1999
Annað: 
Fjöldi skipverja: 2 

Sirrý©Jón P Ásgeirsson 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 6. janúar 2004 var Sirrý ÍS 94 á leið til hafnar í Bolungarvík.  Veður:  Hægviðri.

 

Þegar komið var inn fyrir Ófæruna stöðvaðist aðalvélin skyndilega.  Við athugun kom í ljós að hráolíusía hafði dottið af vélinni og lá í kjalsoginu.  Hráolía hafði sprautast út og yfir vélina.  Skipstjórinn kallaði eftir aðstoð annars báts, Jón Emil ÍS 19, sem tók Sirrý ÍS í tog og dró hana inn til hafnar í Bolungarvík. 

 

Það kom í ljós að olían hafði farið um allt vélarhús og var það þrifið eins og hægt var.  Viðgerðarmaður skipti um olíusíu og síðan var aðalvélin gangsett.  Beðið var í 5-10 mín og allt virtist í lagi en viðgerðaraðili hafði á orði að hugsanlega hefði olía farið á rafalinn á vélinni.

 

Skipstjórinn hugðist bakka bátnum undir löndunarkrana en fann þá brunalykt koma frá vélarúminu.  Hann opnaði mannop afturá og sá eldbjarma og talsverðan reyk koma frá vélarúminu.  Hann fór fram í og stöðvaði vélina, tók duftslökkvitæki og tæmdi það niður yfir vélina en náði ekki að slökkva eldinn.  Hann lokaði þá öllum loftinntökum og hleypti kolsýru á vélarúmið.  Þessi aðgerð dugði til að slökkva eldinn. 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að það var aftari hráolíusían sem hafði hreinlega skrúfast af og fallið frá vélinni.  Ekkert óeðlilegt sást á skrúfuhúsi eða á skrúfgangi;
  • að ekki er ljóst hvenær sían hafði verið sett við vélina.  Báturinn hafði verið 14-15 mánuði í eigu núverandi eiganda og á þeim tíma hafði ekki verið átt við síuna.  Samkvæmt mati viðgerðaraðila hefur sían ekki verið vel sett við þegar hún var hreyfð síðast;
  • að við skoðun kom í ljós að rafallinn var orðinn bilaður.  Skemmdir voru á vafningum og einangrun var ónýt þannig að hann gat gefið frá sér neista.  Talið er tilviljun að þetta hafi komið fram á sama tíma;
  • að rafallinn var staðsettur aftast á aðalvélinni fyrir neðan olíusíuna sem hafði losnað;
  • að skipt var um báðar olíusíurnar í viðgerðinni og settur nýr rafall.
 
 

 Nefndarálit
  Orsök brunans var að brennsluolía komst inn í bilaðan rafalinn, sem neistaði og eldur náði að myndast þegar vélin var gangsett.   

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [100.24.122.117] þriðjudagur 13. apríl 2021 19:19 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis