Þann 28. janúar 2004 var Arnar HU 1 á togveiðum í Barentshafi. Veður: Gola, sléttur sjór, hiti um 0°, sjávarhiti 5,6°.
Verið var að taka trollið og um kl. 05:05 þegar hlerar komu í gálga kom í ljós að bremsur á stjórnborðs togvindu héldu ekki þunganum. Brugðið var á það ráð að láta spilið halda við á meðan verið var að lása dauðaleggnum úr og hífa í grandarana og við það léttist á hleranum.
Vaktformaður ákvað að hengja hlerann á pláss með keðju svo hægt væri að taka hífinguna af togvindunni á meðan trollið var afgreitt. Einn skipverja fór upp á lunninguna og studdi sig við hlerann til að koma keðjunni fyrir í honum og gálganum. Þegar hann ætlaði að smeygja keðjunni í hlerann féll hann niður og skipverjinn á eftir. Hlerinn stöðvaðist á miðri leið en skipverjinn féll í sjóinn.
Skipverjar kölluðu til mannsins og fengu svör um að hann væri ekki slasaður. Kastað var til hans bjarghring og fylgst með honum meðan léttbátur var sjósettur til björgunar. Um 8 til 9 mínútur tók að ná manninum úr sjónum. |