Þann 23. janúar 2004 var Venus HF 519 að togveiðum í Barentshafi . Veður:SV 15 m/sek
Skipverjar voru að störfum á trollþilfari og voru að draga efri grandara út af tromlu á grandaraspili stjórnborðsmeginn.Bugt myndaðist á vírnum og slóst í andlit eins skipverjans með þeim afleiðingum að tönn brotnaði í efrigóm.
Skipverjinn leitaði læknis þegar komið var til lands nokkrum dögum seinna.
Við rannsókn kom fram
að verið var að skipta um grandara þar sem þeir voru orðnir mikið dregnir og allir í göddum.
Nefndarálit
Málið hefur verið skráð en gefur ekki tilefni til frekari rannsóknar.