Þann 16. febrúar 2004 var Vigri RE 71 á togveiðum í Skerjadýpi.Veður: Hægviðri.
Verið var að taka trollið og einn skipverji ætlaði að “vippa” sér yfir inn um hlið á lunningu og inn á trollþilfarið þegar hann rann í slori á þilfarinu með þeim afleiðingum að hann féll á lunninguna og síðan niður á þilfarið.
Hinn slasaði kenndi mikils sársauka í vinstri öxl og í baki.Hlúð var að skipverjanum eftir fyrirmælum læknis og haldið með hann til Reykjavíkur þar sem honum var komið á sjúkrahús.
Nefndarálit
Málið hefur verið skráð en gefur ekki tilefni til frekari rannsóknar.