RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2810)
083/19  7291-09.06.20
059/19  19415-09.06.20
058/19  17442-09.06.20
049/19  13978-09.06.20
141/18  16356-09.06.20
043/19  12641-09.06.20
026/20  4799-09.06.20
025/20  4867-09.06.20
020/20  5615-09.06.20
017/20  7043-09.06.20
 1 af 281   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 015/01  - Álaborg ÁR 25
  Álaborg ÁR 25, skipverji slasast þegar verið var að leggja netatrossu   
 Heimsóknir: 25515 Uppfært: 23.09.04 

  Álaborg ÁR 25
Skipaskr.nr.: 1359
Smíðaður: Ísafirði 1974 Stál
Stærð: 138,00 brl; 211,00 bt
Lengd: 31,00 m Breidd: 6,70 m Dýpt: 5,50 m
Vél: Caterpillar 552,00 kW Árgerð: 1974
Annað: 
Fjöldi skipverja: 7 

 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 8. febrúar 2001 var Álaborg ÁR 25 á netaveiðum um 11 sml. suðvestur af Selvogsvita.  Veður: Hæg norðaustan átt og sléttur sjór.

 

Verið var að leggja trossu númer tvö og voru þrír skipverjar við þá aðgerð.  Skipverji stóð fyrir framan netakassann og þegar tveir hnútar voru eftir kastaði hann þeim og seinni drekanum upp á lúguna og keðjunni ofan á hann til að auðveldara væri að henda honum útbyrðis.  Annar skipverji sem var í námunda við hann hafði komið með bauju og var að draga til sín færið sem lá á milli fiskkara og bakborðssíðu. 

 

Skipverjinn lét seinni drekann fara, en skyndilega tókst hann á loft og lenti á uppstillingu fyrir netakassann.  Skipstjórinn sá þetta gerast í gegnum sjónvarpsskjá og setti strax á fulla ferð afturá.  Siglt var með hinn slasaða til Þorlákshafnar og honum komið undir læknishendur.  Þar kom í ljós að hann var tví ökklabrotinn. 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að skv. mati skipverjans var eðlilega staðið að verki við lagningu trossunnar;
  • að hinn slasaði sagði að hann hefði lent í bugt á færinu sem verið var að leggja sem lá á þilfarinu;
  • að hinn slasaði gerði sér ekki grein fyrir með hvaða hætti að fóturinn losnaði;
  • að hinn slasaði hafði verið yfir tuttugu ár til sjós.
 
 

 Nefndarálit
  Nefndin áréttar mikilvægi þess að menn gæti ávallt vel að sér og öðrum við störf sem þessi.   

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.226.97.214] sunnudagur 12. júlí 2020 23:34 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis