RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2810)
083/19  7309-09.06.20
059/19  19429-09.06.20
058/19  17458-09.06.20
049/19  13992-09.06.20
141/18  16375-09.06.20
043/19  12651-09.06.20
026/20  4816-09.06.20
025/20  4889-09.06.20
020/20  5628-09.06.20
017/20  7055-09.06.20
 1 af 281   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 040/01  - Siggi Pé 
  Siggi Pé, skemmtibátur, strandar á Seyðisfirði   
 Heimsóknir: 54354 Uppfært: 23.09.04 

  Siggi Pé
Skipaskr.nr.: 7276
Smíðaður: Gdansk, Póllandi 1990 Plast
Stærð: 5,96 brl; 6,87 bt
Lengd: 9,08 m Breidd: 2,80 m Dýpt: 1,26 m
Vél: 625 Rekin 70,00 kW Árgerð: 
Annað: 
Fjöldi skipverja:  

 
 

 Atvikalýsing
 

Hinn 19. september 2000 var skemmtibáturinn Siggi Pé á leið frá Loðmundarfirði til Seyðisfjarðar.  Veður:  V-vindur, lítilsháttar ágjöf, dimmt og þokumistur.

 

Báturinn var  að sækja þrjá menn til Loðmundarfjarðar og ferja þá til Seyðisfjarðar.  Að sögn skipstjórans var skyggni ekki gott og hann hafði minnkað ljósbirtuna frá dýptarmælinum til að sjá betur út.  Hann kvaðst hafa fylgt og talið sig halda eftir 40m dýpislínu.  Hann fór út úr stýrishúsi til að líta eftir landi þar sem skyggni var slæmt.  Þegar hann kom aftur inn kom mikið högg undir bátinn.

 

Kl. 21:45 barst lögreglunni á Seyðisfirði tilkynning um að Siggi Pé væri strandaður við kletta fyrir neðan bæinn Sunnuholt í Seyðisfirði.

 

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að báturinn var á 9 hnúta ferð;
  • að báturinn var búinn GPS búnaði staðsetningabúnaði með möguleika á að “plotta” fyrirfram gefnar leiðapunkta, en hann var ekki notaður;
  • að skipstjórinn hafði ekki skipulagt leiðina sem fara átti, þrátt fyrir skyggnið;
  • að á meðan skipstjórinn fór úr stýrishúsi hafði hann ekki gefið skipverjanum á  stýrinu nein fyrirmæli um stjórn bátsins;
  • að eftir að skipstjóri kom inn í stýrishús leit hann ekki  á dýptarmælinn;
  • að þrátt fyrir að hafa siglt þessa leið oft þekkti skipstjóri ekki þessa flúð sem var 60 m frá ströndinni;
  • að kompás hafði ekki verið réttur af frá því að hann var settur í bátinn u.þ.b. ári fyrir strandið.
 
 

 Nefndarálit
 

Nefndin telur ástæðu strandsins vera stórfellt gáleysi við stjórn og siglingu bátsins. 

 

Nefndin telur einnig að öryggi báts og þeirra sem um borð voru hafi verið stefnt í hættu við að nota ekki þau siglingatæki sem tiltæk voru um borð.  
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [34.204.191.145] mánudagur 13. júlí 2020 14:54 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis