RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2716)
070/19  396-06.09.19
068/19  420-06.09.19
066/19  436-06.09.19
065/19  430-06.09.19
024/19  2699-05.09.19
013/19  2103-05.09.19
143/18  3740-05.09.19
132/18  6981-05.09.19
113/18  11994-05.09.19
094/18  8446-05.09.19
 1 af 272   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 047/01  - Geir Goði GK 245
  Geir Goði GK 245, skipverji slasast þegar verið var að hífa fiskkar með ís niður í lest   
 Heimsóknir: 20184 Uppfært: 23.09.04 

  Geir Goði GK 245
Skipaskr.nr.: 1115
Smíðaður: Ísafirði 1970 Stál
Stærð: 38,00 brl; 30,00 bt
Lengd: 16,00 m Breidd: 4,40 m Dýpt: 2,80 m
Vél: Mitsubishi 265,00 kW Árgerð: 1986
Annað: 
Fjöldi skipverja: 6 

 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 21. apríl 2001 var netabáturinn Geir Goði GK 245 við bryggju í Þorlákshöfn.  Verið var að taka um borð 650 ltr. kar, sem var fullt  af  ís og koma því fyrir í lest.  Einn skipverji var í lestinni að taka á móti því, annar skipverji á lúgu að segja til og sá þriðji  að stjórna spili. 

 

Til þess að koma karinu fyrir  þurfti það að vera aðeins á lofti í lestinni.  Sá sem var niðri þurfti að ýta því fram og síðan átti að slaka í sveiflunni.  Í stað þess að slaka var híft og við það kom karið á talsverðri ferð til baka og lenti á skipverjanum sem klemmdist upp að afturþilinu í lestinni.  Skipverjinn slasaðist illa. 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  •   skipverjar  í lest og á lúgu gáfu merki um að slaka;
  • að spilmaður stóð öfugu megin við spilið og þá virkuðu stjórntækin öfugt þ.e. hífing virkaði frá stjórnandanum og slökun að honum;
  • að betra þótti að vera öfugu megin við stjórntæki spilsins vegna þrengsla réttu megin;
  • að oftast var sá háttur hafður á að standa öfugu megin, en sá sem var vanur að vera á spilinu var ekki um borð og sá sem var á spilinu hafði verið  sjaldan á því;
  • að karið var um 350 kg að þyngd.
 
 

 Nefndarálit
  Nefndin telur ástæðu slyssins vera röng vinnubrögð.    

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [35.173.47.43] miðvikudagur 18. september 2019 07:15 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis