RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2777)
075/19  1957-06.02.20
054/19  14229-06.02.20
050/19  10685-06.02.20
046/19  8458-06.02.20
044/19  6572-06.02.20
029/19  7998-06.02.20
125/18  14337-06.02.20
098/19  3914-06.02.20
096/19  3172-06.02.20
095/19  5771-06.02.20
 1 af 278   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 060/01  - Múlaberg SI-22
  Múlaberg SI-22, skipverji slasast við togveiðar   
 Heimsóknir: 22468 Uppfært: 23.09.04 

  Múlaberg SI-22
Skipaskr.nr.: 1281
Smíðaður: Niigata Japan 1973 Stál
Stærð: 550,00 brl; 808,00 bt
Lengd: 53,87 m Breidd: 9,50 m Dýpt: 6,50 m
Vél: Niigata 1.691,00 kW Árgerð: 1973
Annað: 
Fjöldi skipverja: 7 

 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 15. júlí 2001 var Múlaberg SI-22, að rækjuveiðum norðvestur af Grímsey.  Veður: Beytileg átt 5 m/sek., ládauður sjór.

 

Eftir kl 08:00 um morguninn var verið að hífa trollið. Þegar verið var að hífa í grandarannn kom í ljós að upphalarakeðjan og bakstroffuskottið var óklár stjórnborðsmeginn.  Hífing var stöðvuð meðan skipverjar lásuðu upphalarann frá til að laga snúninginn.  Grandarinn lá þá yfir skutrennulokuna, sem var ekki alveg niðri.  Einn skipverja brá hendinni undir grandarann til að ná í upphalarann og taka snúninginn af honum.  Los kom á grandarann og skall hann niður á skutrennulokuna þar sem skipverjinn var með höndina og festist höndin  á milli lokunnar og grandarans.  Slasaðist skipverjinn á fingrum.  Aðrir skipverjar komu  og hífðu grandarann af hendi þess slasaða.  
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að við að taka trollið kom í ljós að upphalarakeðjan lá öfugu megin við  grandarann;
  • að sögn eins skipverja var slakað á upphalaranum.
 
 

 Nefndarálit
  Nefndin telur orsök slyssins vera að hinn slasaði hugði ekki að sér þegar hann brá hendi undir vír sem var á lofti.  Telur nefndin að um óvarleg vinnubrögð hafi verið að ræða.   

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.214.224.224] fimmtudagur 20. febrúar 2020 11:40 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis