RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2790)
106/19  5222-04.05.20
105/19  5222-04.05.20
104/19  5098-04.05.20
103/19  4083-04.05.20
093/19  8343-04.05.20
090/19  6544-04.05.20
074/19  10106-04.05.20
077/19  4022-20.04.20
081/19  4512-20.04.20
084/19  4493-20.04.20
 1 af 279   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 081/01  - Bjartur NK 121
  Bjartur NK 121, eldur um borð, að veiðum austur af landinu   
 Heimsóknir: 24438 Uppfært: 23.09.04 

  Bjartur NK 121
Skipaskr.nr.: 1278
Smíðaður: Niigata Japan 1973 Stál
Stærð: 461,00 brl; 658,00 bt
Lengd: 47,20 m Breidd: 9,50 m Dýpt: 6,50 m
Vél: MaK 1.472,00 kW Árgerð: 22
Annað: 
Fjöldi skipverja:  

 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 20. ágúst 2001 var Bjartur NK 121 að togveiðum austur af landinu.  Veður: SSA 11-14 m/sek. og hægjandi.

 

Um kl. 03:00 var yfirvélstjóri í vaktklefa vélarrúms að rita í vélardagbók.  Um kl. 03:30 fór hann upp í borðsal en var fljótlega kallaður til af stýrimanni á vakt upp í brú vegna þess að höfuðlínustykkið var óvirkt og hann beðinn að athuga öryggi fyrir það.  Við athugun reyndist eitt öryggið farið og við skipti á því sprakk það strax aftur.  Ákveðið var að skipta um mæli og setja þann sem var staðsettur undir brú í hans stað.  Til þess þurfti hann verkfæri og fór því niður í vélarúm til þess að nálgast þau.  Þegar hann kom þangað um kl. 04:00 sá hann að vaktklefinn var fullur af reyk og virtist sem ljósin væru slökkt þar inni.  Einnig var lítilsháttar reykur út í síðunni bakborðsmeginn við klefann.

 

Yfirvélstjórinn tilkynnti þessa stöðu upp í brú og skipstjóri var vakinn ásamt öllum þeim sem voru sofandi í káetum.  Við nánari athugun á milliþilfari, á móts við þar sem lest og vélarúm mætast, sáu menn að málningin var farin að bólgna á þilfarinu vegna hita sem virtist mestur fyrir ofan vaktklefann. Ákveðið var loka öllum leiðum að vélarúminu, stöðva aðalvél auk þess sem tveir skipverjar fóru í reykköfunarbúningum niður í netalest til að loka fyrir eldsneytisrennsli til vélarúms sem var gert með sérstökum þrýstiloftsbúnaði.  Annar skipverjinn kvartaði síðar undan ónotum í maga og taldi sjálfur að lekið hefði með grímunni og hann fengið reyk ofan í sig.

 

Kl. 04:25 var haft samband við Ljósafell SU 70 sem var statt um 15 sml. fyrir sunnan Bjart og óskað eftir aðstoð.  Um kl. 04:40 var haft samband við Nesradíó og látið vita um stöðu mála og óskað eftir að Landhelgisgæslan yrði einnig látin vita.  Þá hafði reykur aukist og kom upp með fisklúgunni á þilfarinu og smá reykur var farinn að koma með lúgum á túðum beggja vegna á skorsteinshúsunum.

 

Upp úr kl. 05:00 var hafist handa við að saga í sundur togvírana en hætt svo við það þar sem trollið lá í botni og kom í veg fyrir rek.  Um kl. 06:10 kom Ljósafellið að skipinu og setti út léttabát sem var notaður til að flytja  skipverja frá Bjarti og fóru 6 skipverjar á milli skipanna.  Léttbáturinn var einnig notaður til að koma dráttartaug á milli skipanna.  Dráttartaugin var höfð tvöföld á Bjarti en var tengd einföldu tógi frá Ljósafellinu, sem slitnaði fljótlega. 

 

Þyrla var sett í viðbragðsstöðu og kallaðir út slökkviliðsmenn frá Reykjavík til aðstoðar en kl. 06:30 var það mat skipstjórans á Bjarti að ekki væri þörf á frekari aðgerðum því ástandið væri orðið stöðugt.

 

Um kl. 08:00, og eftir að sett hafði verið togvír frá Ljósafellinu, var haldið áleiðis til hafnar á Neskaupsstað og var komið að bryggju þar kl. 17:40. 
 

 Við rannsókn kom fram
 
 • að við fyrstu athugun virtist sem rofi fyrir ásrafal bakborðsmeginn hafi orsakað eldinn, en hann var brunninn til ösku;
 • að við nánari skoðun benda allar líkur til þess að eldsupptök hafi verið í skáp að baki rafmagnstaflanna bakborðsmeginn sem innihélt 5 þétta fyrir spilmótora, tveir fyrir minni mótor og þrír fyrir stærri;
 • að allir þéttarnir voru brunnir nema einn.  Einn var með stóru gati á hlið, tveir opnir að ofan og brunnir til botns og síðasti var brunninn til ösku, því aðeins botninn var eftir;
 • að í þéttum af þessari stærð er mikill eldsmatur því í þeim er olía og einangrun sem er eldfim;
 • að einn bræðivarrofi (Minisett 3x63A) var fyrir hvern þéttir;
 • að þessir þéttar áttu það til að fara öðru hverju en einn þeirra var orðinn nokkuð gamall;
 • að ekki hefur þótt ástæða til að vera með sérstakt eftirlit með þessum þéttum;
 • að efst í þessum skáp var loftrist sem að mestu var brunnin burt og opið inn í skápinn þar sem rofinn fyrir rafalinn var.  Mikill hiti hafði farið út um loftrásina og var loftið bakborðsmeginn við töflurnar og leiðarar frá bakb. ásrafal mikið brunnir;
 • að enginn hitamyndun hafði verið í köpplum við rafalann;
 • að mikill hiti hafði farið inn í rofaskápinn (ál) fyrir bakb. ásrafal og hafði læsing á honum bráðnað niður og hann opnast og hiti streymt út og brennt loft framan við töflu bakb. meginn
 • að eldvarnarkerfi fór ekki í gang fyrr en um 20-30 mín. eftir að reykurinn uppgötvaðist;
 • að það var brunaboði í netageymslu sem fór í gang, en ekki í vaktklefa;
 • að ekki er ljóst hvers vegna brunaboði í vaktklefa fór ekki í gang, en hann var staðsettur skammt frá þeim stað sem eldurinn er talinn hafa brotist út;
 • að þegar viðvörunarkerfið fór í gang sýndi það merki um eld í vélarúmi, netalest og verkstæði í vél;
 • að aðvörunarkerfið í skipinu hafði margsinnis sýnt að það var mjög næmt fyrir þeim merkjum sem það átti að nema og fór því í gang við minnstu ertingu s.s. reyk frá tóbaki o.s.fr.v.
 
 

 Nefndarálit
  Nefndin telur allar líkur benda til að eldsupptök hafi orðið vegna yfirálags í þéttum fyrir spilmótora.     

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [18.207.254.88] sunnudagur 31. maí 2020 20:19 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis