RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2745)
087/19  1820-13.11.19
067/19  6322-13.11.19
062/19  6314-13.11.19
057/19  8923-13.11.19
056/19  8860-13.11.19
053/19  10395-13.11.19
052/19  10490-13.11.19
048/19  6342-13.11.19
039/19  3416-13.11.19
038/19  3765-13.11.19
 1 af 275   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 101/01  - Dröfn RE-35  - Narfa SU-68
  Dröfn RE-35 og Narfa SU-68 í árekstri út af Breiðdalsvík   
 Heimsóknir: 23581 Uppfært: 23.09.04 

  Dröfn RE-35
Skipaskr.nr.: 1574
Smíðaður: Seyðisfirði 1981 Stál
Stærð: 155,00 brl; 185,00 bt
Lengd: 25,92 m Breidd: 6,60 m Dýpt: 3,45 m
Vél: Caterpillar 421,00 kW Árgerð: 1981
Annað: 
Fjöldi skipverja:  

 
 
 
 
Narfa SU-68
Skipaskr.nr.: 2373
Smíðaður: Hveragerði 1999 Plast
Stærð: 7,00 brl; 6,00 bt
Lengd: 9,46 m Breidd: 3,02 m Dýpt: 1,21 m
Vél: Yanmar 257,00 kW Árgerð:  1999
Annað: 
Fjöldi skipverja: 2 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 22. nóvember 2001 var r/s Dröfn RE-35 á siglingu frá Fáskrúðsfirði til Djúpavogs og m/b Narfi SU-68 að veiðum með línu út af Breiðdalsvík.  Veður: SV 4m/sek., skyggni gott.

 

Skipverjar á M/b Narfa höfðu lagt fiskilínu austur af Lárungum á Breiðdalsvík og voru  að draga hana.  Skipverjar urðu varir við að r/s Dröfn var að nálgast úr norðri og fylgdust með siglingu hennar.  Línan lá yfir siglingaleið Drafnar og voru  þeir að draga  hana til vesturs á litlum hraða.  Þegar skipverjum Narfa sýndist að árekstur yrði  ekki umflúinn bökkuðu þeir Narfa og forðuðu því að Dröfnin lenti á miðjum bátnum.  Lenti Dröfniná bógi m/b Narfa.

 

R/s Dröfn lagði úr höfn á Fáskrúðsfirði og var ferðinni heitið suður á Djúpavog.  Siglt var eins og leið lá utan skerja.  Þegar komið var út af Breiðdalsvík varð vakthafandi stýrimaður skipsins var við að smábátur kom undan bógnum bakborðsmeginn.  Hann setti stýrið hart í stjórnborða og á fullan skurð afturábak en það dugði ekki til að forða árekstri og lenti bógur Drafnar á Narfa, sem skrúbbaðist aftur með síðunni.

 

Skipverjar á Dröfn höfðu samband við skipverja á Narfa og voru skemmdir kannaðar en síðan haldið áfram til Djúpavogs.  Narfi fór inn til Stöðvarfjarðar eftir að  lokið var við línudrátt.  
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að siglingahraði r/s Drafnar var 9,2 til 9,3 hnútar;
  • að straumur var NA fall;
  • að úr brú Drafnar var slæmt útsýni úr skipstjórnarstólnum út yfir bakborðsbóg;
  • að skipverjar á Narfa voru að draga línuna og andæfðu til vesturs;
  • að skipverji á Narfa kveðst hafa séð mann í brúnni á Dröfn töluvert áður en áreksturinn varð;
  • að veiðiljós eða veiðidagmerki voru ekki höfð uppi á Narfa.
 
 

 Nefndarálit
 

Nefndin telur að slæm varðstaða á r/s Dröfn sé orsök óhappsins.

 

Nefndin bendir á mikilvægi þess að tæki og annar búnaður í brú séu þannig staðsett að þau hindri ekki eðlilegt útsýni stjórnenda skips.

 

Nefndin minnir á að skip á veiðum skulu hafa uppi lögboðnar merkingar þar um. 
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [18.207.132.114] miðvikudagur 20. nóvember 2019 08:21 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis