RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2790)
106/19  5106-04.05.20
105/19  5116-04.05.20
104/19  4986-04.05.20
103/19  3967-04.05.20
093/19  8234-04.05.20
090/19  6428-04.05.20
074/19  9995-04.05.20
077/19  3922-20.04.20
081/19  4409-20.04.20
084/19  4401-20.04.20
 1 af 279   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 121/01  - Hólmsteinn GK 20
  Hólmsteinn GK 20, maður fyrir borð og bjargað   
 Heimsóknir: 21627 Uppfært: 23.09.04 

  Hólmsteinn GK 20
Skipaskr.nr.: 0573
Smíðaður: Hafnarfirði 1946 Eik
Stærð: 43,00 brl; 48,00 bt
Lengd: 19,72 m Breidd: 4,93 m Dýpt: 2,30 m
Vél: GM Diesel 1.981,00 kW Árgerð: 5
Annað: 
Fjöldi skipverja:  

 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 20. desember 2001 var Hólmsteinn GK 20 á netaveiðum á Hafnarleirum. Veður: SV 8-11 m/sek. og mikil kvika.

Skipverjar voru að draga netin og var einn þeirra við niðurlagningu á þeim aftast á bátnum. Vegna kvikunar var töluverður veltingur og kastaðist skutur bátsins til með snöggum hreyfingum. Í einni veltunni kastaðist skipverji útbyrðis án þess að snerta lunningu. Engin vitni voru að óhappinu en skipverji sem var að vinna við úrgreiðsluborð heyrði eitthvað falla í sjóinn. Hann hélt að það væri fiskur að falla úr netinu og leit út fyrir borðstokkin en sá ekkert sem útskýrði skvampið í sjónum og hélt áfram störfum. Hann tók svo fljótlega eftir því að ekkert gekk við móttökuna á netinu afturá. Hann áttaði sig á að eitthvað væri að og tengdi það strax skvampinu sem hann hafði heyrt. Hann hljóp afturá og sá engan þar en út í sortanum sá hann gula húfu í sjónum sem fjarlægðist og var að hverfa í myrkrið. Hann kallaði að það væri maður fyrir borð og greip bjarghring og kastaði til skipverjans en hringurinn fór of langt og náði skipverjinn honum ekki.

Skipstjórinn lét skera á netin við rúlluna og bakkaði skipinu en ekki sást strax til skipverjans vegna myrkurs, en fljótlega urðu þeir hans varir og köstuðu til hans kaðli sem hann náði og tókst þeim að ná honum um borð.

Skipverjinn var orðinn mjög þrekaður og kaldur. Skipstjórinn taldi að hann hafi verið í sjónum í u.þ.b. 3-5 mín. Siglt var með skipverjann til hafnar í Sandgerði til aðhlynningar.

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að skipverjinn var ekki í flotklæðnaði;
  • að líflína var ekki fyrir hendi;
  • að mati skipverja var ekki hægt að nota líflínu við störf á skutnum vegna þess svæðis sem menn þyrftu að færa sig um við störf sín þar;
  • að ekkert hald eða annar stuðningur var á skutnum nema lunningin sjálf og að sögn skipverja geta menn átt í erfiðleikum með að fóta sig þar ef eitthvað er að veðri;
  • að lunningin var á þessum tíma um það bil einn meter á hæð;
  • að ef búið var að leggja eitthvað af netum afturá skut versnaði vernd lunningar í samræmi við það;
  • að búið var að setja þrjú net aftur á skut er slysið varð;
  • að eftir slysið var lunningin hækkuð verulega.
 
 

 Nefndarálit
 

Nefndin ályktar ekki í þessu máli en fagnar því að gerð hafi verið bragabót á öryggi manna við störf á skutnum með því að hækka lunningu.

 
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [18.208.132.33] miðvikudagur 27. maí 2020 06:54 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis