RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2790)
106/19  5106-04.05.20
105/19  5116-04.05.20
104/19  4986-04.05.20
103/19  3967-04.05.20
093/19  8234-04.05.20
090/19  6428-04.05.20
074/19  9995-04.05.20
077/19  3922-20.04.20
081/19  4409-20.04.20
084/19  4401-20.04.20
 1 af 279   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 003/02  - Hafnarberg RE 404
  Hafnarberg RE 404, skipverji slasast við netalögn   
 Heimsóknir: 24483 Uppfært: 23.09.04 

  Hafnarberg RE 404
Skipaskr.nr.: 1855
Smíðaður: Gdansk, Póllandi 1988 Stál
Stærð: 85,50 brl; 113,00 bt
Lengd: 25,94 m Breidd: 6,00 m Dýpt: 3,00 m
Vél: Caterpillar 459,00 kW Árgerð: 1988
Annað: 
Fjöldi skipverja: 6 

 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 10. janúar 2002 var Hafnarberg RE 404 á netaveiðum út af Stafnesi.  Veður: SV 3-5 m/sek.

 

Verið var að leggja netin aftur af skutnum og unnu þrír skipverjar við það verk. Einn skipverjinn var staðsettur á netadekki afturá en aðrir uppi á bátadekki og frammá dekki.  Skipverji stóð fyrir framan netastíuna, sem verið var að leggja úr og var síðasta netið að renna út þegar hann fann skyndilega að það hertist að fætinum og öskraði á stopp.  Skipstjóri var í brú og hafði sjónvarpsmyndavél og hátalarakerfi í gangi hjá sér.  Hann heyrði öskrið og leit á skjáinn og sá þar að skipverjinn á skutnum hafði flækt fót í sjertanum eða einhverju og setti á fulla ferð afturábak.

 

Skipverjinn sá að fóturinn var fastur í brjósti á trossunni.  Áður en skipið stöðvaðist, brotnaði þriðja borð uppstillingarinnar á netastíunni og við það losnaði fótur skipverjans og netabrjóstið ásamt netinu skaust út. 

 

Hugað var að skipverjanum og var hann illa fótbrotinn.  Skorið var á netin og sett á fulla ferð til hafnar í Sandgerði þaðan sem hinn slasaði var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að skipið er með yfirbyggða og lokaða ganga og skut, en opið vinnuþilfar;
  • að þrír skipverjar sáu um lögnina, einn var við að láta drekann fara og sá um að réttur sjerti færi aftur á, annar var upp á bátadekki og sá um færin og baujuna en þriðji var aftur á og sá um að hnýta sjertann í rétt net;
  • að í skutnum var uppstilling, sem afmarkaði tvær stíur sem netin voru niðurlögð í;
  • að á milli borða á uppstillingunni voru kubbar sem voru tæpir 3 cm sem voru til að mynda rifu svo eðlileg lensing gæti átt sér stað;
  • að neðsti endi hverrar trossu var tekinn til geymslu og settur á milli ákveðinna borða í stíunni, þar til viðkomandi sjerti var hnýttur í netið áður en lagning hófst;
  • að sögn skipverja hafi sjertinn verið hnýttur í neðsta net trossunnar, sem ekki átti að leggja;
  • að þegar síðasta net rann út, var sjertinn ekki hnýttur í það en endinn lafði ásamt brjóstinu út á milli uppstillingafjalanna og stóð skipverjinn inn í brjóstinu;
  • að hinn slasaði hefur efasemdir um að rangt hafi verið hnýtt saman en hefur ekki aðra skýringu;
  • að skipverji sem var staddur á bátadekki stökk niður á skut og sá að drekinn hékk í trossunni sem ennþá var um borð og skar á blýtein hennar.  Varð skipið þá laust frá veiðarfærunum.
 
 

 Nefndarálit
  Nefndin telur líklegustu orsök slyssins vera þá að sjertinn hafi verið hnýttur í ranga trossu.    

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [18.208.132.33] miðvikudagur 27. maí 2020 06:52 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis