RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2777)
075/19  1958-06.02.20
054/19  14229-06.02.20
050/19  10686-06.02.20
046/19  8459-06.02.20
044/19  6572-06.02.20
029/19  7998-06.02.20
125/18  14337-06.02.20
098/19  3917-06.02.20
096/19  3173-06.02.20
095/19  5772-06.02.20
 1 af 278   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 021/02  - Barði NK-120
  Barði NK-120, skipverji slasast við að láta trollið fara   
 Heimsóknir: 21096 Uppfært: 23.09.04 

  Barði NK-120
Skipaskr.nr.: 1536
Smíðaður: Flekkefjord Noregi 1979 Stál
Stærð: 508,00 brl; 909,00 bt
Lengd: 53,45 m Breidd: 10,50 m Dýpt: 6,85 m
Vél: Wichmann 1.730,00 kW Árgerð: 1979
Annað: 
Fjöldi skipverja: 25 

 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 3. mars 2002 var bv.. Barði NK-120 að togveiðum SA af landinu.  Veður: VSV 7 til 9 vindstig, mikill sjór og ágjöf á veðurþilfari.

 

Verið var að láta bakborðstrollið fara á miðunum austur af Stokksnesi.  Á þilfarinu voru fjórir skipverjar og bátsmaður stjórnaði spilum í brú.  Upp úr hádegi var trollið sett út og búið að hífa það og bobbingalengjuna aftur með byssuspilinu

 

Þegar gúmmílengjan var nýkomin af stað aftur eftir þilfarinu stöðvaðist útrennsli. Netamaðurinn stóð bakborðsmegin við trollrennuna og sá að yfirnetið var flækt á brotinni trollkúlu þannig að trollið gat rifnað ef það hefði verið látið fara þannig.  Hann taldi víst að spilmaðurinn hefði stöðvað útslökun þess vegna og fór því að greiða úr flækjunni.  Þegar hann steig vinstri fæti út um hlið á lunningunni og var að teygja sig í netið reið alda undir skipið og trollið rykkti í gúmmílengjuna. 

 

Fótur netamannsins rann með netinu aftur og skorðaðist í lensporti en hællinn var fastur í trollnetinu.  Einnig lenti gúmmíhoppari á fætinum og skipverjinn fótbrotnaði.  Hinn slasaði náði að losa fótinn en féll inn fyrir lunninguna þar sem félagar hans hlúðu að honum.  Veiðafæri voru tekin inn og siglt til Neskaupstaðar með slasaða þar sem honum var komið undir læknishendur. 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að notkun byssunnar var lokið og trollið farið að toga gúmmílengjuna aftur þilfarið;
  • að stjórnandi spilanna í brú hafði grandaravindurnar á fríslökun þannig að grandararnir drógust út af tromlunum eftir því sem trollið togaði gúmmílengjuna aftur;
  • að útrennsli gúmmílengjunnar stöðvaðist vegna þess að slaki kom á trollið í öldudal;
  • að netamaður taldi að stjórnandi grandaraspilana hefði einnig séð flækjuna á trollkúlunni og stöðvað útslökun, hann steig því með vinstri fæti inná trollþilfarið;
  • að spilmaður veitti ekki athygli flækjunni sem var á trollkúlunni fyrr en netamaður steig inn á trollþilfarið;
  • að hann teygði sig eldsnöggt til að slá spilunum inn og stöðva útslökun en á sama tíma rykkti trollið í lengjuna þegar skipið fór upp úr öldudalnum;
  • að trollið færðist aftur um einn til tvo metra;
  • að ekki eru bremsur á grandaraspilunum.  Slaki var á gröndurunum eftir síðustu færslu lengjunnar og jafnframt var spilmaður að setja vindurnar inn á sama tíma og þær gáfu eftir;
  • að samskipti milli skipverja og spilmanns fóru fram í gegnum kallkerfi eða með handarbendingum;
  • að nýtt samskiptakerfi var komið í hjálm skipverjans á þilfari, en það var ekki notað í þessu tilfelli.  Hinn slasaði kvaðst ekki vita hvernig það virkaði.
 
 

 Nefndarálit
  Nefndin telur orsök slyssins vera samskiptaleysi netamanns og spilmanns.  Nefndin bendir á að netamaður átti að ganga úr skugga um við spilmann að búið væri að stöðva útslökun og spilmaður að tryggja að enginn slaki væri á gröndurum.   

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.214.224.224] fimmtudagur 20. febrúar 2020 13:07 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis