RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2790)
106/19  5104-04.05.20
105/19  5111-04.05.20
104/19  4984-04.05.20
103/19  3962-04.05.20
093/19  8229-04.05.20
090/19  6425-04.05.20
074/19  9991-04.05.20
077/19  3916-20.04.20
081/19  4404-20.04.20
084/19  4397-20.04.20
 1 af 279   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 022/02  - Kaldbakur EA-1
  Kaldbakur EA-1, skipverji slasast við að fá gilskrók í öxlina   
 Heimsóknir: 21770 Uppfært: 23.09.04 

  Kaldbakur EA-1
Skipaskr.nr.: 1395
Smíðaður: San Juan Spáni 1974 Stál
Stærð: 941,00 brl; 1.330,00 bt
Lengd: 68,66 m Breidd: 11,60 m Dýpt: 7,50 m
Vél: MaK*2 2.088,00 kW Árgerð: 1974
Annað: 
Fjöldi skipverja: 18 

 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 3. mars 2002 var bv. Kaldbakur EA-1 að togveiðum austur af landinu.  Veður:  SV 15-18 m/sek.

 

Verið var að taka trollið og var hífingu fyrri færslu belgsins lokið með stjórnborðsgils. Stóð yfir hífing síðari færslunnar með bakborðsgils.  Einn skipverji var að draga stjórnborðsgilsinn aftur til að ganga frá honum í geymslustöðu.  Spilmaður stjórnaði gilsavindunum úr spilhúsi stjórnborðsmeginn aftarlega á skipinu.  Honum var litið fram eftir skipinu til að gæta að stjórnborðsgilsinum, sem hann var að slaka.  Skipstjóri vissi að pokinn færi að koma og gekk aftur í brú.  Hann rýndi út um miðjan gluggann og teygði sig í rofann til að slaka skutrennulokunni niður.  Á örskotsstund sá hann að eitthvað slitnaði, hann vék sér til hliðar og snéri frá glugganum.  Stroffa sem var utan um belginn slitnaði og bakborðsgilskrókurinn þeyttist með miklu afli fram eftir skipinu og inn um gluggann í afturkanti brúar.  Lenti krókurinn í öxl skipstjórans sem snéri baki í gluggann.  Féll hann í gólfið og lá þar þegar að var komið. 

 

Yfirstýrimaður tók við stjórn skipsins og hélt til Neskaupsstaðar þar sem hinum slasaða var komið undir læknishendur.   
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að pokinn með um 7 tonnum var kominn upp að skutrennulokunni;
  • að stjórnandi í brú stjórnaði skutrennulokunni sem var byrjuð að renna niður;
  • að stroffan fyrir pokagilsinn var í skjóli við skutrennulokuna og var haldið af tveimur skipverjum á meðan belgurinn var hífður inn;
  • að stjórnun gilsspila fer fram í spilhúsi aftarlega á efra þilfari stjórnborðsmegin;
  • að einn skipverji reyndi að vekja athygli spilmanns á að hífingin stefndi í óefni;
  • að báðir gilsar voru úr 28 mm Dynex “ofurtógi” með kósa í auga, reklás og króki og léku í blakkarhjólum yfir afturkanti brúar;
  • að stroffan, sem var úr Dynex ofurtógi, var nokkuð dregin um miðjuna þar sem hún slitnaði.
 
 

 Nefndarálit
 

Nefndin telur orsök slyssins vera þá að stroffan var slitin og pokinn hífður upp í skutrennulokann sem enn var uppi.

 

Nefndin bendir á mikilvægi þess að gengið sé úr skugga um það að allt sé tilbúið áður en híft er. 
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.235.172.213] þriðjudagur 26. maí 2020 08:20 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis