RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2716)
070/19  395-06.09.19
068/19  420-06.09.19
066/19  436-06.09.19
065/19  430-06.09.19
024/19  2699-05.09.19
013/19  2103-05.09.19
143/18  3740-05.09.19
132/18  6981-05.09.19
113/18  11994-05.09.19
094/18  8445-05.09.19
 1 af 272   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 029/02  - Örfirisey RE-4
  Örfirisey RE-4, skipverji slasast við að taka trollið   
 Heimsóknir: 23496 Uppfært: 23.09.04 

  Örfirisey RE-4
Skipaskr.nr.: 2170
Smíðaður: Kristiansund Noregi, 1988 Stál
Stærð: 940,00 brl; 1.845,00 bt
Lengd: 65,47 m Breidd: 12,80 m Dýpt: 8,00 m
Vél: Wichmann 3.000,00 kW Árgerð: 1988
Annað: 
Fjöldi skipverja: 27 

 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 25. febrúar 2002 var bv. Örfirisey RE-4 að togveiðum á Eldeyjarbanka.  Veður:  A - 20 m/sek

 

Verið var að taka trollið og átti að fara að lása úr bakstroffunni.  Einn skipverji beygði sig yfir skutrennulunninguna eftir bakstroffunni “skottið” og hafði náð taki á henni.  Féll hann yfir lunninguna og niður í skutrennuna og lenti á bakinu.  Hinn slasaði sleppti ekki bakstroffunni fyrr en félagar hans höfðu náð honum upp.

 

Búið var um hinn slasaða á sjúkrabörum og settur á hann hálskragi.  Siglt var til lands eftir að skipstjóri hafði ráðfært sig við lækni. 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að skipverjinn féll 2 til 3 metra;
  • að skipverjinn var ekki í líflínu;
  • að sögn skipstjórans voru skipverjar með líflínu í vondu veðri;
  • að hinn slasaði var með “Jofa” hjálm sem að hans sögn gerði það að verkum að ekki fór verr;
  • að hinn slasaði féll þegar óvænt hreyfing kom á skipið;
  • að hinn slasaði var vanur togarasjómaður;                              
  • að þegar hinum slasaða hafði verið náð upp var stýrimaður kominn í flotbúning.
 
 

 Nefndarálit
  Nefndin ályktar ekki í málinu en bendir á gildi líflína þar sem notkun á þeim verður við komið.    

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [35.173.47.43] miðvikudagur 18. september 2019 07:06 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis