RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2810)
083/19  6966-09.06.20
059/19  19076-09.06.20
058/19  17103-09.06.20
049/19  13671-09.06.20
141/18  16006-09.06.20
043/19  12305-09.06.20
026/20  4440-09.06.20
025/20  4518-09.06.20
020/20  5278-09.06.20
017/20  6708-09.06.20
 1 af 281   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 059/02  - Áskell EA 48
  Áskell EA 48, skipverji fellur niður um lúgu á fiskmóttöku   
 Heimsóknir: 22052 Uppfært: 23.09.04 

  Áskell EA 48
Skipaskr.nr.: 1807
Smíðaður: Ulsteinvik Noregi 1987 Stál
Stærð: 821,00 brl; 1.236,00 bt
Lengd: 57,45 m Breidd: 12,50 m Dýpt: 7,75 m
Vél: Bergen Diesel 2.208,00 kW Árgerð: 1987
Annað: 
Fjöldi skipverja: 16 

 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 7. maí 2002 var Áskell EA 48 á rækjuveiðum á Dornbanka.  Veður:  Hægviðri, bjart og sjólítið (nánast sléttur sjór).

 

Um morguninn kl. 11 var trollið látið fara.  Um kl. 14 voru hásetar við undirbúning á aðgerðarþilfari.  Var komið að því að gera lausfrystinn klárann og þurfti aðstoð vélstjóra til þess. Leita þurfti að honum og fannst hann síðan ósjálfbjarga niðri í fiskmóttöku á milliþilfarinu.  Hann hafði verið að gera við tjakka sem lyfta upp móttökulúgu og hafði sett planka þvert yfir opið til þess að standa á við verkið. 

 

Fljótlega varð ljóst að skipverjinn þurfti að komast undir læknishendur og var siglt með hann til Ísafjarðar þaðan sem var hann fluttur með flugvél til Reykjavíkur.  
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að enginn annar skipverji vissi um vinnu vélstjórans við tjakkinn;
  • að vélstjórinn hafði oft framkvæmd svona viðgerðir með þessum hætti;
  • að plankinn var  5x2 tommur og hafði verið lagður þvert yfir lúguopið;
  • að sögn vélstjórans náði plankinn vel út fyrir beggja megin opsins, en var laus að öðru leyti;
  • að sögn vélstjórans tók skipið veltu með þeim afleiðingum að plankinn rann til og hann féll niður um lúguna og lenti niðri á milliþilfari.
  • að fallið var um 150-160 cm;
  • að hinn slasaði hafði starfað sem vélstjóri á skipinu  í fjórtán ár;
  • að sögn skipstjórans vissi hann ekki að þetta væri ógert.  Tjakkurinn var til viðgerðar í síðustu inniveru;
  • að skipstjórinn hafði séð að lúgan var opin og hélt að það stæðu yfir þrif á henni vegna viðgerðarinnar;
  • að öryggisbelti var til um borð.
 
 

 Nefndarálit
  Nefndin telur að orsök slyssins séu þær að ekki voru gerðar nægar varúðarráðstafanir við umrætt verk.  Nefndin telur að festa hefði átt plankann tryggilega auk þess að nota viðeigandi öryggisbelti þegar vinna fer fram í mikilli hæð.  Alltaf má gera ráð fyrir óvæntum hreyfingum skips.   

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [35.168.111.204] mánudagur 06. júlí 2020 10:54 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis