RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2790)
106/19  5223-04.05.20
105/19  5222-04.05.20
104/19  5098-04.05.20
103/19  4083-04.05.20
093/19  8343-04.05.20
090/19  6544-04.05.20
074/19  10106-04.05.20
077/19  4022-20.04.20
081/19  4512-20.04.20
084/19  4493-20.04.20
 1 af 279   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 096/02  - Brettingur NS 50
  Brettingur NS 50, skipverji slasast í vinnslusal   
 Heimsóknir: 23357 Uppfært: 23.09.04 

  Brettingur NS 50
Skipaskr.nr.: 1279
Smíðaður: Niigata Japan 1973 Stál
Stærð: 582,00 brl; 901,00 bt
Lengd: 57,46 m Breidd: 9,50 m Dýpt: 6,50 m
Vél: Niigata 1.691,00 kW Árgerð: 1988
Annað: 
Fjöldi skipverja: 17 

 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 24. júlí 2002 var Brettingur NS 50 á veiðum nyrst í Rósagarðinum. Veður: Gott og sjólaust.

Tveir skipverjar voru að hreinsa lúðuhausa á vinnsluþilfari. Þegar því var lokið var færibandið sett á fulla ferð afturábak í þeim tilgangi að spúla það og þrífa. Annar skipverjinn fór að sprauta vatni í fiskikarið en sá þá að einn lúðuhaus hafði farið á efra færibandið og lent á færibandinu sem hann stóð við og festist í stálplötu við enda þess. Hann ætlaði að grípa í hausinn og henda honum frá en þá reif færibandið í vísifingur hægri handar og hann festist í því og síðan á milli þess og plötunnar. Skipverjinn náði ekki til öryggisrofans og kippti að sér hendinni. Við það varð vettlingurinn eftir ásamt fremsta hluta vísifingurs.

Siglt var með skipverjann til Neskaupsstaðar þar sem hann gekkst undir læknisaðgerð.

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að færibandið er úr rústfríu stáli með 2,3 cm möskvastærð;
  • að bilið á milli enda færibandsins og plötu sem er við endann var 0,9 cm;
  • að fjarlægðin frá hinum slasaða að öryggisrofanum voru 3 m.
 
 

 Nefndarálit
 

Nefndin telur ástæðu slyssins vera aðgæsluleysi hins slasaða, að stöðva ekki færibandið áður en hann freistaðist til þess að ,,redda" málum.

 
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [18.207.254.88] sunnudagur 31. maí 2020 21:16 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis