RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2790)
106/19  5230-04.05.20
105/19  5227-04.05.20
104/19  5099-04.05.20
103/19  4087-04.05.20
093/19  8350-04.05.20
090/19  6547-04.05.20
074/19  10110-04.05.20
077/19  4029-20.04.20
081/19  4520-20.04.20
084/19  4496-20.04.20
 1 af 279   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 149/02  - Ice Bear LGXT3
  Ice Bear LGXT3, norskt flutningaskip sekkur austur af landinu   
 Heimsóknir: 33256 Uppfært: 23.09.04 

  Ice Bear LGXT3
Skipaskr.nr.: 
Smíðaður: 1969 Stál
Stærð:  brl; 1.305,00 bt
Lengd: 60,35 m Breidd: 12,00 m Dýpt:  m
Vél: MaK 1.600,00 kW Árgerð: 
Annað: 391 nt,. 5,05 Dr: 5,05 m
Fjöldi skipverja: 6 

 
 

 Atvikalýsing
 

Aðfararnótt 31. desember 2002 var norska flutningaskipið M.v. Ice Bear statt um það bil 70 sml austur af landinu á leið sinni frá Neskaupsstað til Naantali í Finnlandi. Veður: Logn og suðaustan undiralda.

M.v. Ice Bear hafði látið úr höfn um kl. 13:20 deginum áður og var með síldarfarm. Farmurinn var 6.100 tunnur af síld eða ca. 880 tonn. Upp úr miðnætti fór skipstjórinn (sem var á vakt til kl. 02:00) að finna að skipið var orðið eitthvað stífara en það hafði verið án þess að gefa því einhvern sérstakan gaum. Um kl. 01:00 um nóttina fékk skipið skyndilega á sig um 10°-15° 15-20° bakborðshalla og mjög fljótlega eftir það, jókst hann hratt í um 25°-30° 30-40° halla. Við athugun kom í ljós að tölverður sjór var kominn í lestina, sjáanlegur leki var með síðuporti. Í lest 6 höfðu tunnur farið af stað eftir því sem hásetinn segir en ekki var vitað um ástand farms í öðrum lestarrýmum.

Skipverjar hófust strax handa við að dæla frá brunninum undir hliðaropinu með lausri dælu en sogbarki frá henni var settur niður í brunninn. . Með þessu náðist að hreinsa upp allan sjóinn sem kominn var í brunninn og eftir það var dælan látin ganga á hálfum afköstum til að halda í við það sem lak inn með síðuportinu. Ekki var dælt með föstum dælum skipsins þar sem þær voru notaðar til að dæla sjó inn í skipið en ekki var hægt að dæla í tanka og lensa samtímis. Skipstjórinn sagði vélstjóranum að dæla í stb. 1,2,3,4 tanka á móti hallanum. Þessir tankar taka um 120 tonn samtals. Í framhaldi af þessu fór skipið að rétta sig af og var slagsíðan kominn í um 20°. Þá var stefnan sett í áttina til lands og var siglt á um 7-8 hnúta ferð. Eftir um 2-3 klst jókst hallinn aftur og bensíndrifna dælan bilaði við að soga upp í sig lausa járnhluti. Þegar vélstjórinn hafði lokið við dælingu í kjölfestugeyma og ætlaði að reyna að dæla frá brunninum við hliðaropið og frá lest númer 2 en dælurnar drógu að hans sögn bara loft.

Skipstjórinn hafði haft samband við Noreg í gegnum gerfitunglasíma, tilkynnti ástandið, óskaði eftir aðstoð og dælum. Hann skipaði mönnum í björgunarbúninga auk þess sem settir voru út gúmmíbjörgunarbátar. Yfirgáfu þeir skipið enda var mikil slagsíða þá á skipinu.

Áhöfnin var búinn að vera um það bil 20 mín. í bátunum þegar að þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF kom á staðinn. Þyrlan hafði lagt af stað til skipsins um kl. 02:00 og haft viðkomu á Hornafirði til eldsneytistöku. Um kl. 07:00 var öll áhöfnin kominn um borð í þyrluna heilu og höldnu og fór hún með skipbrotsmennina til Reykjavíkur.

Björgunarskipið Hafbjörg fór frá Neskaupsstað með dælur til skipsins en ekki kom til að þeirra nyti við vegna annara ráðstafanna sem útgerð skipsins gerði. MV Ice Bear sökk tæpum sólarhring síðar á stað 64°35’N og 11°10’V.

 
 


 Nefndarálit
 

Um var að ræða erlent skip með erlendri áhöfn utan íslensks skipstjóra. Sjópróf vegna málsins fór fram í Noregi. Nefndin skoðaði málið en með vísan til þessa telur hún ekki ástæður til að rannsaka málið nánar og ályktar ekki í því . Rannsókn málsins er vísað til viðeigandi rannsóknaraðila í Noregi.

 
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [18.204.227.117] þriðjudagur 02. júní 2020 08:11 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis