RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2716)
070/19  395-06.09.19
068/19  420-06.09.19
066/19  436-06.09.19
065/19  430-06.09.19
024/19  2699-05.09.19
013/19  2103-05.09.19
143/18  3740-05.09.19
132/18  6981-05.09.19
113/18  11994-05.09.19
094/18  8445-05.09.19
 1 af 272   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 024/03  - Eldborg RE 13
  Eldborg RE 13, skipverji slasast við trolltöku   
 Heimsóknir: 27463 Uppfært: 23.09.04 

  Eldborg RE 13
Skipaskr.nr.: 1383
Smíðaður: Gdynia Póllandi 1974 stál
Stærð: 912,87 brl; 1.403,00 bt
Lengd: 71,43 m Breidd: 11,30 m Dýpt: 7,30 m
Vél: Sulzer Zgoda 2.208,00 kW Árgerð: 1974
Annað: 
Fjöldi skipverja: 18 

Eldborg©Hafþór Hreiðarsson 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 10. mars 2003 var Eldborg RE 13 á veiðum á Hampiðjutorgi. Veður: NA 5-7 m/s.

Um nóttina hafði verið leiðindaveður og stjórnborðs togvírinn hafði slitnað í sjó. Vegna veðurs var beðið með að taka trollið og lónað þar til að það skánaði. Undir hádegi var veður orðið skaplegt og til að auðvelda tökuna á trollinu var ákveðið að reyna að slæða upp stjórnborðshlerann. Til þess átti að nota kröku og var stjórnborðsvírinn þræddur í gegnum togblökkina á aftugálganum og inn á þilfarið þar sem festa átti krökuna í hann. Eftir að krakan hafði verið fest við vírinn var fest við hana gils sem átti að halda við þegar hún var hífð aftur í skutrennuna. Þegar krakan var komin aftur í rennuna festist hún og slaki kom á gilsinn. Einn skipverji fór þá út á trollþilfarið en um leið losnaði krakan og strekkti á gilsinum með þeim afleiðingum að hann lenti undir höku hans.

Eftir að töku trollsins var siglt með hinn slasaða til Reykjavíkur og honum komið til læknis. Þar kom í ljós að hann var kjálkabrotinn og þurfti að fara í aðgerð.

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að skipverjinn taldi óhætt að fara út á trollþilfarið þar sem hann hélt að krakan væri komin aftur í togblökkina
 
 

 Nefndarálit
 

Nefndin ályktar ekki í þessu máli en hvetur menn til að gæta fyllstu varúðar við allar hífingar.

 
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [35.173.47.43] miðvikudagur 18. september 2019 07:07 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis