RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2777)
075/19  1957-06.02.20
054/19  14229-06.02.20
050/19  10685-06.02.20
046/19  8458-06.02.20
044/19  6572-06.02.20
029/19  7998-06.02.20
125/18  14337-06.02.20
098/19  3914-06.02.20
096/19  3172-06.02.20
095/19  5771-06.02.20
 1 af 278   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 033/03  - Skafti SK 3
  Skafti SK 3, skipverji slasast við að festa hlera   
 Heimsóknir: 26511 Uppfært: 23.09.04 

  Skafti SK 3
Skipaskr.nr.: 1337
Smíðaður: Harstad Noregur 1972 Stál
Stærð: 299,00 brl; 497,00 bt
Lengd: 45,41 m Breidd: 9,20 m Dýpt: 6,50 m
Vél: Crepelle 1.360,00 kW Árgerð: 1986
Annað: 
Fjöldi skipverja: 7 

Skafti©? 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 10. mars 2003 var Skafti SK 3 við rækjuveiðar. Veður: Hægviðri, frost.

Verið var að taka trollið um borð og hlerarnir komnir í gálga. Einn skipverji var búinn að lása hlauparanum í hlerann þegar hlerinn seig óvænt niður. Við það strekktist á hlauparanum og slóst í skipverjann sem féll við og datt niður á þilfarið.

Skipverjinn marðist á bringu og fór til læknis þegar skipið kom í land.

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að fram kom að bremsan gat brugðist, bæði í frosti og vegna bilunar sem hafði átt sér stað þegar olía komst í loftkerfið. 7° frost var þegar að óhappið átti sér stað;
  • að í frosti á raki til að þéttast í loftlögnunum. Öðru hverju þurfti að tappa vatni undan í rakaskiljum og stundum þurfti að setja frostlög inn á lagnirnar og blása þær út við mikinn þrýsting;
  • að til að halda jöfnum þrýstingi á spilkerfinu hafði verið settur loftpúði á hæðartankinn sem er í vélarrúmi. Loftkerfið var notað til stýringar á spilunum m.a. á bremsum þess og var tengt inn á hæðarkútinn loftpúðamegin. Það hafði komið fyrir að loftþrýstingurinn fór af vegna þess að pressurnar stöðvuðust og olía náði að fara inn á loftlagnir því einstefnuloki var bilaður í loftkerfinu. Olían náði þannig að flæða upp í allar stýringar, þar á meðal í lofttjakka á bremsunum á spilinu. Tappað var af loftkerfinu en öðru hvoru komu stakir dropar fram sem enduðu í tjökkunum með þeim afleiðingum að þeir náðu að ganga alveg til baka. Ekki þurfti nema um millimeter skemmri færslu á tjökkunum til að bremsurnar héldu illa;
  • að í þetta skipti voru þeir nýbúnir að hífa og bremsurnar sviku, en ekki er ljóst hvort það var vegna frostsins eða olíusmitsins inn á loftkerfinu;
  • að oft hafði komið fyrir að bremsan var að gefa eftir á toginu eftir að spilolían komst inn á loftkerfið.
 
 

 Nefndarálit
 

Orsök óhappsins er sú að bremsur á spili voru ekki í lagi.

Nefndin hvetur skipstjórnarmenn til að sjá til þess að hafa bremsukerfi spila í fullkomnu lagi eða hafa uppi viðeigandi varúðarráðstafanir þegar búast má við að bremsur svíki þar til viðgerð fer fram.

 
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.214.224.224] fimmtudagur 20. febrúar 2020 12:02 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis