RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2756)
132/18  15854-15.01.20
075/16  13458-15.01.20
085/19  2890-17.12.19
080/19  2528-17.12.19
073/19  8042-17.12.19
069/19  8950-17.12.19
063/19  9017-17.12.19
060/19  12557-17.12.19
035/19  8280-17.12.19
028/19  7658-17.12.19
 1 af 276   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 052/03  - Sólberg SH 72
  Sólberg SH 72, leki kemur að bátnum á siglingu   
 Heimsóknir: 27011 Uppfært: 23.09.04 

  Sólberg SH 72
Skipaskr.nr.: 7168
Smíðaður: Sandgerði 1988 Plast
Stærð: 5,20 brl; 5,40 bt
Lengd: 8,85 m Breidd: 2,44 m Dýpt: 1,70 m
Vél: Yanmar 93,40 kW Árgerð: 1995
Annað: 
Fjöldi skipverja: 1 

 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 23. maí 2003 var Sólberg SH 72 á siglingu á miðin vestur af Snæfellsnesi.  Veður: ANA 5 m/sek. og dálítið þungur sjór í austurfalli.

 

Þegar siglt var fyrir Öndverðarnes á u.þ.b. 7,5 til 8 hnútum á lensi virtist koma titringur frá skrúfu en það jafnaði sig aftur.  Skömmu seinna gaf lekaviðvörun merki um að sjór hefði safnast í vélarrúmi.  Þegar að var gætt var sjór kominn upp á vél og sulluðu reimar á vélinni og öxultengi honum upp um allt. 

 

Skipstjóri setti allar dælur af stað en hann hafði grun um að ræsing sjálfvirkrar dælu (mjattlari) hefði staðið á sér. Kallaði hann út hjálparbeiðni fyrst á VHF rásum 11 og 12, sem eru vinnurásir báta á svæðinu en þegar það bar ekki árangur kallaði hann út á rás 9.

 

Við nánari athugun kom í ljós að sjór hafði komist í öll rými bátsins og var farinn að sullast upp um gólf í lúkar.  Skömmu síðar kom Esjar SH til aðstoðar og fylgdi Sólbergi SH áleiðis til hafnar en þá höfðu dælurnar meira en undan lekanum. Björgunarbáturinn Björg fylgdi síðan Sólbergi SH til hafnar í Rifi þar sem hann var tekinn á land.  
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að lekaviðvörun í vélarrúmi er samtengd með brunaaðvörun og sama hljóðmerki er gefið hvort sem um sjó eða bruna er að ræða.   Á sérstöku gaumljósi kemur fram ef um sjó er að ræða;
  • að skömmu áður en farið var af stað hafði skipstjóri athugað smurolíu á vélinni eins og hann kvaðst ávallt gera fyrir brottför úr höfn, en þá var engan austur að sjá í kjalsogi;
  • að um borð voru þrjár rafdrifnar dælur allar tengdar í gegnum sjálfvirkan og handvirkan rofa eftir stillingu hverju sinni.  Tvær þeirra voru í vélarrúminu og dældi önnur úr því og hin úr botninum undan lúkarsgólfi.  Í lest var ein samskonar dæla;
  • að úr þessum rýmum var hægt að handdæla með þremur blöðrudælum;
  • að eftir upptöku var sýnilegur leki aftur úr bátnum með skrúfuöxli.  Báturinn var búinn hefðbundnum skrúfubúnaði með kolaþétti í stefnisröri;
  • að í ljós kom að tenging á kolaþétti við stefnisrörið hafði rofnað þannig að sjór komst í bátinn.  Kolaþétti eru viðkvæm ef aðskotahlutur kemst í skrúfuna.  Grunur leikur á að titringurinn hafi stafað af aðkotahlut í skrúfu en ekki voru sýnileg merki um það við upptöku;
  • að skipt var um kolaþétti á stefnisrörinu eftir þetta atvik.
 
 

 Nefndarálit
 

Orsök lekans er sú að kolaþétti á stefnisrörinu gáfu sig. 

 

Nefndin telur ástæðu til benda skipstjórnendum á mikilvægi þess að halda lekaviðvörunum í lagi svo bregðast megi við óvæntum leka í tíma eins og í þessu tilfelli.

 

Nefndin ítrekar fyrri ályktanir sínar varðandi neyðartíðnina á VHF rás 16.  Skipstjórnamenn eigi að nota þá rás til neyðarkalls og neyðarfjarskipta þannig að nærstödd skip geti komið til aðstoðar sé skip í nauðum statt. 
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [100.26.179.196] mánudagur 27. janúar 2020 23:51 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis