RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2818)
058/19  26973-09.06.20
049/19  23334-09.06.20
141/18  26918-09.06.20
043/19  21862-09.06.20
026/20  13827-09.06.20
025/20  14022-09.06.20
020/20  14443-09.06.20
017/20  15958-09.06.20
016/20  9992-09.06.20
015/20  10272-09.06.20
 2 af 282   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 062/03  - Örn KE 13
  Örn KE 13, skipverjar hætt komnir vegna súrefnisskorts í lest   
 Heimsóknir: 46075 Uppfært: 23.09.04 

  Örn KE 13
Skipaskr.nr.: 1012
Smíðaður: Florö Noregi 1966 stál
Stærð: 566,00 brl; 949,00 bt
Lengd: 55,51 m Breidd: 10,00 m Dýpt: 5,95 m
Vél: MAN B&W Alpha 2.208,00 kW Árgerð: 1998
Annað: 
Fjöldi skipverja:  

Örn©jpá 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 3. júlí 2003 var Örn KE 13 við bryggju á Djúpavogi við löndun á loðnufarmi.

 

Verið var að ljúka löndun og miðlestin aftast að tæmast.  Einn skipverji hafði það starf að lempa fyrir dælingu loðnunnar með því að vera með “vatns-spúl” og sprauta niður í farminn.  Þegar um það bil 10 tonn voru eftir í rýminu fór skipverjinn niður til að fylgja verkefni sínu eftir og spúla til loðnunni.  Eftir um það bil 5-10 mín virtist skipverjinn hafa fundið til einhverrar vanlíðunnar því annar skipverji sem var í lúgunni sá hann allt í einu hlaupa að stiganum og fara hratt upp.  Um það bil þegar skipverjinn var að ná lestarbrún missti hann allan mátt, féll aftur niður í lestina ofan á loðnufarminn. 

 

Skipverjinn sem hafði séð hvað fram fór kallaði á hjálp og annar fór strax niður til hjálpar og náði með erfiðismunum að halda höfði skipverjans upp úr loðnuhaugnum.  Skipverjinn sem hafði fallið niður í lestina náði að standa einu sinni upp og ætlaði upp stigann og var kominn upp 2-3 þrep en leið þá út af og féll meðvitundarlaus í loðnuhauginn.  Fljótlega voru fimm skipverjar komnir niður í lestina til hjálpar með björgunarnet til að hífa skipverjann upp í.  Einn af þeim var að bogra við að koma skipverjanum í björgunarnetið og var við það nálægt yfirborði loðnuhaugsins.  Eftir um það bil 2-3 mín leið hann einnig út af.  Skipverjarnir höfðu í fyrstu talið að ástand skipverjans hefði orsakast af kvilla sem hrjáði hann og þeir vissu um en áttuðu sig þegar annar skipverji lá að um súrefnisskort í rýminu væri að ræða.

 

 

Fljótlega náðist að ná báðum skipverjunum upp úr lestinni og hafði skipstjóri kallað til lækni og sjúkrabíl.  Skipverjarnir komust fljótlega til meðvitundar.  Hlúð var að þeim á Heilsugæslunni og kallað eftir sjúkraflugvél frá Egilsstöðum sem flutti þá til Reykjavíkur. 
 

 Við rannsókn kom fram
 
 • að lestin var ein af 9 lestum skipsins og var næst öftust fyrir miðju skipinu.  Þrengst aðkoma er að þessari lest því Vacum kútar eru í rýmum sem ganga inn í hana efst og fremst undir þilfari.  Þegar undir þá er komið liggur lestin fram eftir skipinu;
 • að dýpt lestarinnar er 7 m niður á steingólf og fall skipverjans úr lóðréttum stiganum var um 5,5-6 m og hæð loðnuhaugsins frá lestargólfi var um 1 m og kom í veg fyrir að skipverjinn slasaðist ekki við fallið;
 • að aflinn var orðinn um 4-5 daga gamall í lestinni og orðinn súpukenndur þegar að skipverjinn fór niður;
 • að lúgan á þessari lest hafði verið opinn frá um kl. 08:00 um morgunin en slysið skeði um kl. 13:00;
 • að skipverjinn hefði verið um það bil 20 mín í allt í lestinni.  Skipverjinn  fann skrýtna og sterka myglulykt og átti erfitt með að anda.  Hann hætti að anda með nefinu og andaði með munninum.  Hann fór að finna fyrir máttleysi í útlimum tók þá á rás upp stigann en missti allan mátt og féll niður;
 • að ekki var um borð sérstakur búnaður til mælinga á súrefnisstigi í lestum. Eftir slysið voru keyptir þrír súrefnisskynjarar um borð í skipið sem menn hafa á sér þegar þeir fara niður í lestarnar;
 • að eftir þetta slys hefur útgerð skipsins sett upp á Djúpavogi loftræstibúnað til þess að hægt sé að loftræsta lestar skipsins við löndun;
 • að í aflann hafði verið látin renna Edik-sýra til að tefja rotnun sem skipverjar höfðu ekki séð fyrr en á þessu ári og höfðu ekki fengið neinar leiðbeiningar um notkun hennar;
 • að ekki voru sérstakar varúðarráðstafanir gerðar né tiltækur sérstakur búnaður ef svona slys vildi til;
 • að samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins fara fljótlega eftir að bræðsluhráefni er dælt í lestar skemmdarferli af stað fyrir áhrif örvera, fyrst loftháð ferli og síðan loftóháð.  Við þessi ferli ganga örverurnar á súrefni andrúmslofstins ofan hráefnisins (því hraðar sem hitastig er hærra og loftræsting minni) auk þess sem styrkur koldíoxíðs (koltvísýra) vex.  Með lækkandi súrefnisstyrk fara jafnframt ýmis loftóháð ferli af stað og myndast þá ýmsar eitraðar og lyktsterkar lofttegundir eins og t.d. vetnissúlfíð (sem hefur lykt af rotnandi eggi og hverum).  Atvik þar sem menn hafa beðið heilsutjón eða jafnvel hlotið bana af sökum súrefnisskorts og/eða hás styrks koldíoxíðs eru mörg, ekki einungis í lestum fiskiskipa heldur einnig í hráefnisgeymum á landi, votheysturnum og skolpkerfum svo dæmi séu tekin.  Auk kælingar á hráefni nota menn einnig ýmis rotvarnarefni til að koma í veg fyrir að örverurnar dafni og hráefni skemmist.  Sem dæmi um rotvarnarefni eru ýmsar sýrur eins og t.d. ediksýra, en þá er mikilvægt að rotvarnarefni sé notað í réttum styrk og það blandist vel hráefninu.  Ýmis önnur rotvarnarefni í þessum tilgangi hafa einnig verið notuð;
 • að skipverjar sem höfðu verið lengi á skipinu vissu að þetta gæti gerst og höfðu orðið varir við gasmyndun áður, sérstaklega í þessari lest;
 • að skipverjinn sem fór í lestina fyrstur og missti meðvitund var fyrst skráður á skipið ári áður og búinn að vera á því lögskráður í 180 daga á því tímabili.  Hann hafði heyrt skömmu áður að svona gæti gerst og að maður hefði látist vegna þess en þetta hafði ekki verið aðvarað sérstaklega af yfirmönnum skipsins;
 • að enginn skipulögð nýliðafræðsla var um borð í skipinu.  Ekki hafði verið haldinn björgunaræfing a.m.k. undanfarinn tvö ár;
 • að fyrir hafði komið að þeir hefðu losað tessa af lúgum vegna innri þrýstings frá rotnun;
 • að sögn skipstjóra heyrði hann eftir slysið að ótrúlega víða hefði sambærileg atvik átt sér stað og að menn voru að líða út af í lestum;
 • að Siglingastofnun Íslands er að vinna að breytingum á nýrri reglugerð, nr. 26/2000 varðandi öryggi og heilsu manna um borð í skipum
 
 

 Nefndarálit
 

Orsök óhappsins var súrefnisskortur í lestarrýminu.  Nefndin minnir útgerðar- og skipstjórnarmenn á skyldur þeirra sem koma fram í reglugerð 785/1998 um lágmarkskröfur er varða öryggi, hollustuhætti og heilsu við vinnu um borð í fiskiskipum.og 786/1998 um ráðstafanir er stuðla að bættu öryggi og heilsu manna um borð í skipum.

 

Nefndin bendir á ýmis úrræði við aðstæður sem þessar.  Það má fyrst nefna að mæla súrefnisstyrk andrúmsloftsins í lestinni ef senda þarf menn niður í hana.  Fari súrefnisstyrkurinn undir ákveðin mörk, þá fari menn ekki niður í lestina.  Þurfi engu að síður að fara niður í lest, þá er um hættuför að ræða og þarf þá að koma til mikil loftræsting eða notkun öndunartækja (reykköfunartæki).  Menn séu í línu svo draga megi þá hratt upp ef til þess þarf að koma. 
 

 Tillögur í öryggisátt
 

Nefndin gerir eftirfarandi tillögur í öryggisátt:

 

 1. Að sett verði í reglugerð ákvæði um að í þeim skipum, þar sem hætta er á súrefnisskorti í rýmum sem skipverjar að staðaldri vinna í, verði skylt að hafa súrefnismæla og/eða súrefnisskynjara á sér og góða loftræstingu í skilgreindum hætturýmum.
 2. Að gerð verði leiðbeinandi veggspjöld og bæklingar um hættuleg efni, umgengni við þau og mögulegar efnamyndanir um borð skipum.  Einnig verði öll rými þar sem hætta er á efnabreytingum skilgreind á áberandi hátt og áhöfninni kynnt vel.
 3. Að sérstakar ráðstafanir séu gerðar í viðbragðsáætlun um borð í skipum, verði slys af völdum súrefnisskorts.

 

 
 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [54.237.183.249] fimmtudagur 01. október 2020 14:41 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis