RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2810)
083/19  6988-09.06.20
059/19  19102-09.06.20
058/19  17115-09.06.20
049/19  13690-09.06.20
141/18  16037-09.06.20
043/19  12335-09.06.20
026/20  4470-09.06.20
025/20  4546-09.06.20
020/20  5303-09.06.20
017/20  6735-09.06.20
 1 af 281   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 134/02  - Narfi SU 680
  Narfi SU 680, strandar í Stöðvarfirði   
 Heimsóknir: 39836 Uppfært: 23.09.04 

  Narfi SU 680
Skipaskr.nr.: 2485
Smíðaður: Hafnarfirði 2001 plast
Stærð: 7,09 brl; 5,92 bt
Lengd: 9,49 m Breidd: 2,97 m Dýpt: 1,22 m
Vél: Yanmar 276,00 kW Árgerð: 
Annað: 
Fjöldi skipverja: 2 

 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 8. nóvember 2002 var Narfi SU 680 á leið inn á Stöðvarfjörð til að leggja línu.  Veður:  Logn, rigning.

 

Narfi hafði farið til veiða frá Stöðvarfirði um kl. 03:30-04:00 um morguninn.  Skipverjar höfðu lokið við að leggja 24 balar út af Kambanesi og ætluðu að leggja afganginn, sem voru 8 balar inn í firðinum.  Á siglingunni inn á fjörðinn voru báðir skipverjar í stýrishúsi og var hásetinn í stól bakborðsmegin og dottandi.  Skipstjórinn var við stjórn bátsins og man eftir því að hann var kominn í mynni Stöðvarfjarðar og var að beygja bátnum áleiðis inn fjörðinn.  Skipstjórinn man síðan ekki eftir sér fyrr en hann vaknaði við mikla skruðninga og var þá báturinn strandaður sunnanmegin í firðinum.  Var klukkan þá um 06:00.  Strax var athugað hvort leki hefði komið að bátnum og reyndist svo ekki vera. 

 

Kallað var eftir aðstoð í gegnum Nesradíó og var Álftafellið, sem var við bryggju á Stöðvarfirði, fengið til að fara á staðinn.  Skipverjar á Álftafelli skutu úr línubyssu til Narfa og taug var komið á milli skipanna.  Um kl. 07:00 náðist að draga bátinn af strandstað og að bryggju.  Reyndist Narfi talsvert skemmdur.  
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að báturinn strandaði á stað: 64°49´03N og 13°53´03V, sem er fjörunni um 1,3 sml fyrir innan Kambanes;
  • að ferð bátsins þegar að hann strandaði var um 10-11 hnútar;
  • að skipstjórinn hafði sofið í 4,5 klst. áður en hann vaknaði til ferðarinnar kl. 03:00.  Hann hafði þá ekki farið á sjó í viku vegna brælu;
  • að við stefnubreytingar fór báturinn alltaf meira í það borðið sem beygt var í en tilefni stóð til og þegar hann kom til baka var sjálfstýringin endanlega stillt á valda stefnu.  Skipstjórinn telur sig hafa sofnað áður en hann gat náð að leiðrétta stefnuna með fyrrgreindum hætti;
  • að eftir því sem næst verður komist hefur skipstjórinn verið búinn að gleyma sér í um 6-7 mín.
 
 

 Nefndarálit
  Orsök strandsins er sú að skipstjóri sofnaði við stjórn bátsins.  Nefndin bendir á að svo virðist vera að skipstjóri og raunar báðir skipverjarnir hafi ekki verið nægjanlega vel hvíldir þegar þeir héldu í ferðina ef tekið er tillit til þess að tæpar þrjár klst voru liðnar frá því að þeir vöknuðu þar til þeir sofna út frá stjórnun bátsins.    

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.233.229.90] þriðjudagur 07. júlí 2020 01:39 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis