RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2777)
075/19  1958-06.02.20
054/19  14229-06.02.20
050/19  10686-06.02.20
046/19  8458-06.02.20
044/19  6572-06.02.20
029/19  7998-06.02.20
125/18  14337-06.02.20
098/19  3916-06.02.20
096/19  3173-06.02.20
095/19  5772-06.02.20
 1 af 278   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 044/03  - Þerney RE 101
  Þerney RE 101, skipverji missir fingur við trolltöku   
 Heimsóknir: 38997 Uppfært: 23.09.04 

  Þerney RE 101
Skipaskr.nr.: 2203
Smíðaður: Noregi 1992 stál
Stærð: 1.199,00 brl; 1.899,00 bt
Lengd: 64,00 m Breidd: 13,00 m Dýpt: 8,85 m
Vél: Wärtsilä 3.342,00 kW Árgerð: 
Annað: 
Fjöldi skipverja: 28 

Þerney©Jón Sigurðsson 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 8. maí 2003 var Þerney RE 101 að togveiðum með flotvörpu á Reykjaneshrygg.  Veður: Óþekkt

 

Kl. 15:40 var verið að taka trollið, hlerarnir komnir upp, festir og verið að hífa í grandara.  Þá flæktist bakstroffa, sem búið var að húkka úr, utan um grandaravírinn. Til að forða því að bakstroffan lenti á milli grandarans og skutlokukeflisins reyndi einn skipverjinn að greiða úr, en við það stakkst gaddur úr grandaranum í gúmmívettling á hægri hendi.  Höndin dróst hratt undir vírinn og klemmdist á milli hans og keflisins á skutrennulokunni.

 

Skipverjinn missti baugfingur, löngutöng, framan af vísifingri og litlifingur skaddaðist verulega.  Siglt var með slasaða til móts við þyrlu sem flutti hann til lands þar sem honum var komið á sjúkrahús. 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að bakstroffurnar voru úr DYNEX 75 “ofurtógi” og þurftu því sérstaka aðgæslu við að þær lentu ekki á milli eða yrðu fyrir óeðlilegum núningi.  Þetta var fyrsti túrinn sem bakstroffurnar voru úr þessu efni í stað vírs, túrinn var nýhafinn en búið var að taka einhver höl;
  • að eftir slysið lenti bakstroffan undir vírnum og skemmdist það mikið að hún varð ónothæf.  Skipt var um báðar bakstroffurnar og settar vírstroffur eins og voru áður, en þær þoldu svona meðferð án þess að skemmast;
  • að bakstroffa úr vír hafði iðulega lent á milli eins og í þessu tilfelli án þess að vandræði hlytust af og grípa þyrfti inn í.
 
 

 Nefndarálit
 

Orsök slyssins eru vírskemmdir og nýtt verklag.

 

Nefndin hvetur skipstjórnendur til að huga vel að nauðsynlegum breytingum á verklagi þegar skipt er um búnað.  Í þessu tilfelli var um viðkvæmari búnað að ræða og meiri hætta var á skaða á honum en á eldri búnaði.  Nefndin hvetur menn til að meta vel kosti og galla þess að skipta um búnað. 
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.214.224.224] fimmtudagur 20. febrúar 2020 12:53 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis