RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2818)
038/20  8569-07.09.20
102/19  10051-02.09.20
036/20  8487-01.09.20
006/20  7297-01.09.20
040/20  3370-01.09.20
024/20  6509-01.09.20
018/20  7158-01.09.20
004/20  7787-01.09.20
083/19  15778-09.06.20
059/19  28899-09.06.20
 1 af 282   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 050/03  - Þangskurðarprammi 
  Þangskurðarprammi, mannslát af óljósum ástæðum   
 Heimsóknir: 37740 Uppfært: 23.09.04 

  Þangskurðarprammi
Skipaskr.nr.: 9847
Smíðaður: Akranesi stál
Stærð: 4,22 brl; 4,99 bt
Lengd: 7,40 m Breidd: 3,02 m Dýpt: 0,67 m
Vél: Dautz 30,00 kW Árgerð: 
Annað: 
Fjöldi skipverja: 1 

Þangskurðarpramminn eftir slysið@SÍ 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 30. maí 2003 voru tveir menn að skera þang á tveimur þar til gerðum þangskurðarprömmum undan Skarði á Skarðsströnd.  Veður: A-kaldi.

Mennirnir höfðu byrjað þangskurð aftur um kl. 16:25 eftir að hafa slegið um morguninn á milli 06:00 og 09:00 og síðan afgreitt þangflutningaskipið Karlsey og lagt sig í framhaldi af því.  Upp úr kl. 17:00 var farið að hvessa af austan og erfiðara að slá og í samskiptum á VHF-10 á milli þeirra var ákveðið að slá í einn poka og ganga síðan frá þeim í dreka.  Eftir að annar mannana hafði lokið því varð honum litið til hins prammans og fannst hann þá vera kominn eitthvað frá trossum sem hann var að ganga frá pokum í en ekki svo að óeðlilegt gæti talist.

Skömmu seinna varð honum aftur litið til félaga síns og sá þá að hann var kominn óeðlilega úr leið.  Hann reyndi að kalla til hans í gegnum talstöð en fékk ekki svar og sigldi þá að pramma hans.  Á leiðinni hafði hann samband við Neyðarlínuna vegna stöðunnar.  Hann fann félaga sinn á grúfu í sjónum og náði honum um borð með færibandi á framenda prammans.  Hann reyndi strax lífgunartilraunir en án árangurs  
 

 Við rannsókn kom fram
 

Stutt lýsing á Þangskurðarpramma:

Prammarnir (5) eru fylltir að innan með frauðplasti (uretan) þannig að ekki á að komast í þá austur þó svo að gat komi á þá, austurdælur er því ekki um borð.  L=7,30 m,  er mæld á dekki prammans, B=3,02 m, H= 0,67 m.  Utan á prammana til viðbótar á breiddina kemur gangpallur beggja megin.  Hjól prammans og hlíf yfir þau er um 90 cm út fyrir  sem gerir heildar breidd 3,92 m.  Fremst á prömmunum eru flottankar (sem ekki eru fylltir uretan)  b=0,6 m og lengdin 2,45 m.  Stjórnklefi stendur á upphækkun sem er 58 cm og  er L=1,32 m, b=1,19 m, h=1,86 m.  Framúr prömmunum er gálgi með færibandi sem tengist sláttuvélinni og svo færibandi sem gengur eftir dekki prammans endilöngu.  Gálginn er á glussa tjökkum og nær um 4 m fram fyrir prammann þegar hann er í lengstri stöðu.

  • að fimm þangskurðarprammar eru notaðir við þangskurð á svæðinu.  Þeir eru smíðaðir eftir teikningu frá 1984 en réttur aldur þeirra er óljós;
  • að þangskurðarprammarnir hafa ekki verið skráðir og búnaður þeirra hafði því ekki verið skoðaðir af Siglingastofnun Íslands né Siglingamálastofnun ríkisins á sínum tíma;
  • að öryggisbúnaður var í lágmarki um borð.  Eftir óhappið er lagt til að þangskurðarprammarnir verði skráðir og verulegar endurbætur verði gerðar til að auka öryggi starfsmanna;
  • að á þangskurðarprömmunum er aðeins einn maður um borð í um það bil 6 klst og mest 8 klst í einu.  Tekur það mið af að hálffallið er að eftir fjöru, yfir flóðið og þar til um það bil hálffallið er út aftur;
  • að hinn látni hafði verið við vinnu sína u.þ.b. eina klst og þrjátíu til fjörtíu mín þegar hann féll útbyrðis.  Ekki er ljóst hvernig það vildi til en krufning leiddi í ljós drukknun;
  • að skipverjinn var ekki búinn flotbjörgunarvesti né öðrum flotklæðnaði.  Hann var einungis íklæddur gallabuxum, gúmmístígvélum, bol og mittisjakka;
  • að þangskurðarprammann rak upp í land um 3 km fyrir vestan slysstað og var vél hans í gangi og gekk á hálfri ferð afturábak.  VHF-talstöð var í gangi stillt á rás 10 og einnig var NMT sími inni.  Neyðarhnappur aftur á virkaði eðlilega og stjórntök í stjórnhúsi og aftur á virkuðu eðlilega en ekki tókst að stöðva drifhjól bakborðsmegin;
  • að lítið sem ekkert þang var í prammanum og engir þangpokar áfestir, þangskurðarhnífur var ekki í skurðarstöðu.  Allt virtist vera með eðlilegum frágangi um borð að öðru leyti.
 
 

 Nefndarálit
 

Orsök óhappsins virðist vera sú að skipverjinn hafi fallið útbyrðis og drukknað.  Ekki er vitað hvað olli því að skipverjinn féll útbyrðis. 

 

Nefndin telur að þangskurðarprammarnir eigi að lúta eftirliti Siglingastofnunar eða þar til gerðra skoðunaraðila líkt og krafist er fyrir siglandi för og vera jafnframt búinn eðlilegum öryggisbúnaði siglandi fars. 

 
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [18.232.133.231] föstudagur 18. september 2020 09:16 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis