RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2830)
056/20  2001-22.10.20
055/20  2001-22.10.20
051/20  7542-22.10.20
039/20  9788-22.10.20
031/20  9771-22.10.20
053/20  5240-16.10.20
046/20  8075-16.10.20
028/20  7735-16.10.20
022/20  9743-16.10.20
010/20  10048-16.10.20
 1 af 283   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 059/03  - Björn EA 220
  Björn EA 220, tekur niðri í innsiglingunni í Grímsey   
 Heimsóknir: 20357 Uppfært: 22.12.04 

  Björn EA 220
Skipaskr.nr.: 2544
Smíðaður: Reykjavík 2002 plast
Stærð: 5,95 brl; 9,25 bt
Lengd: 10,00 m Breidd: 2,99 m Dýpt: 1,13 m
Vél: Yanmar 323,00 kW Árgerð: 2002
Annað: 
Fjöldi skipverja: 8 

Björn©Hafþór Hreiðarsson 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 28. júní 2003 var Björn EA 220 að koma til hafnar í Grímsey úr sjóstangaveiði.  Veður:  VNV 2-3 m/s og þoka.

 

Lagt hafði verið úr höfn í Grímsey að morgni ásamt 13 öðrum bátum í sjóstangaveiðimót.  Um borð voru auk tveggja manna áhafnar sex keppendur.  Siglt var um 4 sml frá eyjunni og veitt á þremur blettum en um kl. 13:00 var veiði hætt og haldið til hafnar.  Eftir um 10 mín siglingu í þoku urðu skipverjar varir við sker framundan sem reyndist vera Bakan og er suður af hafnargarðinum en hún kemur upp úr á fjöru.  Skipstjórinn lagði stýrið hart til bakborða og gaf meira afl á vélina til að reyna að sleppa við skerið.  Það tókst ekki og lenti báturinn nokkuð harkalega á því.

 

Skipstjórinn stöðvaði vél og kallaði eftir aðstoð annars báts sem kom og dró Björn EA til hafnar.  Báturinn skemmdist mikið á botni og í vélbúnaði.  Ekki urðu teljandi slys á fólki. 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að siglt var til hafnar á 6 hnúta ferð;
  • að í gangi var dýptarmælir og ratsjá en slökkt á plotter.  Skipstjórinn taldi sig hafa lesið rangt á tækin og hélt sig sunnar en hann var.  Fram kom að hann hafði siglt þessa leið í 28 ár án áfalla;
  • að mati skipstjórans hefði hann lent utan í skerinu með síðuna ef að hann hefði ekki náð að beygja;
  • að við athugun á ratsjánni eftir óhappið reyndist hún í fullkomnu lagi;
  • að um borð var gúmmíbjörgunarbátur fyrir 6 manns.
 
 

 Nefndarálit
 

Orsök óhappsins má rekja til óaðgæslu við stjórn bátsins í slæmu skyggni og hugsanlega hefur fjarlægðarskyn ekki verið sem skyldi vegna þokunnar.

 

Nefndin átelur skipstjóra að halda úr höfn án þess að hafa björgunarbúnað fyrir alla þá er um borð voru.  Bendir nefndin skipstjórnarmönnum á að hafa báta sína ávallt rétt búna þannig að þeir uppfylli ákvæði laga og reglugerða um björgunarbúnað fyrir þann fjölda sem um borð er hverju sinni.

 
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.230.1.126] sunnudagur 25. október 2020 21:28 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis