RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2848)
074/20  9574-22.12.20
077/20  9400-16.12.20
069/20  7743-16.12.20
067/20  7934-16.12.20
066/20  7368-16.12.20
062/20  8814-16.12.20
054/20  6531-16.12.20
072/20  8256-07.12.20
068/20  8844-07.12.20
064/20  8438-07.12.20
 1 af 285   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 061/03  - Bryndís SU 288
  Bryndís SU 288, skipverji slasast við gassprengingu   
 Heimsóknir: 60752 Uppfært: 23.09.04 

  Bryndís SU 288
Skipaskr.nr.: 2167
Smíðaður: Hafnarfirði 1992 plast
Stærð: 6,11 brl; 5,95 bt
Lengd: 8,92 m Breidd: 3,08 m Dýpt: 1,42 m
Vél: Cummins 184,00 kW Árgerð: 
Annað: 
Fjöldi skipverja:  

Bryndís©Lögreglan 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 3. júlí 2003 var Bryndís SU 288 í höfninni á Breiðdalsvík.

 

Skipverji kom um borð í bátinn rétt fyrir hádegi til ýmissa skipsstarfa.  Hann var vanur að kveikja upp í miðstöðinni þegar hann kom um borð sem og hann gerði í þetta sinn.  Miðstöðin kveikir með glóðakerti og þegar skipverjinn þrýsti á hnappinn kom smá hvellur og hélt hann þá að miðstöðin væri stífluð.  Eftir að annar smellur kom ákvað skipverjinn að slökkva á miðstöðinni og var að teygja sig til þess þegar mikil sprenging varð.  Skipverjinn fann mikið högg koma undir hægri fótinn ásamt miklum hita og högg á magann.  Hann náði að standa af sér sprenginguna þar sem hann var við stól við stjórnborðið. 

 

Skipverjanum tókst að komast af sjálfsdáðum upp á bryggju.  Hann reyndist með bruna á hendi, baki, hælbrot auk skráma og mikils mars. 

 

Eldur í kjölfar sprengingarinnar náði að fara um rými í botni bátsins og holrúm í síðum hans.  Dýnur voru sviðnar og sótferlar víða.  
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að gaskútur var ofan á stýrishúsi og gasleiðsla frá honum niður með aftanverðu húsinu bakborðsmeginn og inn í stýrishúsið og með síðunni að gashelluborði;
  • að hægt var að loka fyrir gasstreymið í þrýstijafnara á gaskútnum á þakinu;
  • að gashelluborðið var að gerðinni NATIONAL GT-3AL, með tveimur hellum og litlum grillofni og var staðsett í vistarveru fram í bátnum;
  • Gashelluborðið og hnapparnir sem opið var fyriropið var (sjá mynd) fyrir gasstreymi á vinstri hellunni að 2/3 hluta.  Einnig var logastjórnun stillt á fjóra af fimm mögulegum.  Skipverjinn hafði ekki notað gashelluborðið í þrjá daga áður en óhappið varð en daginn áður hafði hann verið að þrífa (þurrka af) og eru líkur til að hann hafi rekið sig í hnappana og sett þá í opnunarstöðu.  Þrýsta þurfti á rofann til að skrúfa frá og við prófun virtist það raunhæfur möguleiki að skipverjinn hefði rekið sig í hann með þeim afleiðingum að hann opnaðist;
  • að skipverjinn fann ekki gaslykt þegar hann kom fyrst í stýrishúsið;
  • að við athugun kom í ljós að allar gaslagnir og samsetningar reyndust í lagi;
  • að gaskúturinn var 5 kg af stærð og var eftir á honum um 1 kg eftir óhappið.  Hann hafði verið um borð um þrjá mánuði og var ekki mikið notaður að sögn skipverjans;
  • að enginn gasskynjari var í bátnum.
 
 

 Nefndarálit
  Orsök óhappsins var sú að neisti frá miðstöð náði til gas sem hafði safnast saman neðan til í bátnum vegna lekans frá gashelluborðinu.   

 Tillögur í öryggisátt
  Nefndin telur ástæðu til með hliðsjón af slysi þessu sem og öðrum alvarlegum slysum vegna gasleka að skylt verði að hafa gasskynjara um borð í bátum sem nota gas.   
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [54.85.57.0] mánudagur 25. janúar 2021 07:18 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis