RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2790)
106/19  5219-04.05.20
105/19  5221-04.05.20
104/19  5096-04.05.20
103/19  4079-04.05.20
093/19  8338-04.05.20
090/19  6543-04.05.20
074/19  10105-04.05.20
077/19  4020-20.04.20
081/19  4512-20.04.20
084/19  4493-20.04.20
 1 af 279   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 092/03  - Steinunn SF 10
  Steinunn SF 10, skipverji slasast við nótaveiðar   
 Heimsóknir: 38922 Uppfært: 23.09.04 

  Steinunn SF 10
Skipaskr.nr.: 1416
Smíðaður: Mandal Noregi 1975 stál
Stærð: 347,00 brl; 475,00 bt
Lengd: 43,57 m Breidd: 8,20 m Dýpt: 6,50 m
Vél: Wichmann 919,00 kW Árgerð: 
Annað: 
Fjöldi skipverja: 12 

Steinunn©Olgeir Sigurðsson 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 23. september 2003 var Steinunn SF 10 á síldveiðum með hringnót í Berufjarðarál.  Veður:  VSV 3-4 m/sek, sjólítið.

 

Búið var að lása hlaupara í hornbandið og byrjað að hífa.  Einn skipverja stóð bakborðsmegin, nokkuð aftan við klussið þar sem hornbandið kom inn um, til að segja til um hífinguna.  Þegar lásar á hlaupara og hornbandi voru komnir inn að spili slitnaði hlauparinn í auganu og slógust lásarnir í báða fætur skipverjans á leiðinni fyrir borð.

 

Slasaði ökklabrotnaði og marðist.  Nótin var strax dregin inn og siglt til Djúpavogs.

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að hlauparinn var úr 24 mm krafttógi og í enda þess var splæst auga með stállás;
  • að ekki sá á hlauparanum en hann slitnaði í auganu við lásinn.  Stýrimaður hafði þann vana að skoða öll tóg og víra reglulega með það fyrir augum að hafa eftirlit með búnaðinum en hann hafði ekki tekið eftir því að augað væri farið að slitna eða skemmdir væru á því;
  • að samsetning á hlaupara og hornbandi var með tveimur G lásum;
  • að við hífingu á hlauparanum er að öllu jöfnu ekki mikil átök, nema í miklum vindi og/eða þegar bakkað er á nótina;
  • að skipverjinn var vanur sjómaður en ekki vanur þessum veiðiskap.  Þetta var annað kastið sem hann tók þátt í;
  • að skipverjinn stóð innan við 2 m fyrir aftan klussið sem er í stefni skipsins, en spilið er um einn metra fyrir framan mastrið miðskips og á milli þess og klussins er fastsetningapolli sem tógið liggur bakborðsmegin utan í þegar híft var.  Vegna stöðu pollans kastaðist tógið til bakborða þegar það slitnaði upp við spilið.  Leiða má líkum að spilmaður geti verið í hættu ef tóg slitnar á milli pollans og kluss þar sem stjórntæki eru bakaborðsmegin við miðlínu;
  • að verið var að bakka mikið til að forða því að hornið kæmi upp undir skipinu og færi í skrúfuna.  Á meðan var híft á fullu því skipverjarnir vissu ekki að verið var að bakka skipinu;
  • að skipt var um og sett 10 mm Dynex (ofurtóg) í hlaupara og hornbandið eftir slysið.  Slitþol 24 mm krafttógs er 8,300 kg og tognun 16% við 75 % átak.  Slitþol 10 mm Dynex 75 er 10.700 kg og er tognun talin það lítil að efnið hefur lítið endurkast við slit og er því hættuminna í notkun.
  • að venjan var að segja nýliðum tilog hafði slasaða verið sagt hvernig ætti að standa að niðurlagningu nótarinnar en hann var aðallega í því starfi en ekki þarna framá.  Honum hafði ekki verið kynnt nægjanlega hvernig standa ætti að vinnu fram á skipinu.
 
 

 Nefndarálit
 

Nefndarálit:

 

Orsök slyssins var sú að hlauparinn þoldi ekki átakið sem kom á hann þegar bakkað og híft var á sama tíma.

 

Nefndin bendir mönnum á að staðsetja sig utan skilgreindra hættusvæða við hífingu, ef því verður mögulega við komið.  Einnig bendir nefndin á nauðsyn þess að gott samband sé á milli brúar og þess sem er við spilið varðandi allar aðgerðir sem hafa einhver áhrif á hífingu.

 

 

Sérstök ábending:

 

Nefndin beinir því til skipsstjórnenda að þeir skilgreini vel hættusvæði við hífingar svo og önnur störf.  Þetta sé gert skriflega og í samvinnu við áhöfn.  
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.230.154.129] laugardagur 30. maí 2020 21:39 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis