RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2810)
083/19  7309-09.06.20
059/19  19429-09.06.20
058/19  17458-09.06.20
049/19  13993-09.06.20
141/18  16375-09.06.20
043/19  12652-09.06.20
026/20  4817-09.06.20
025/20  4889-09.06.20
020/20  5629-09.06.20
017/20  7056-09.06.20
 1 af 281   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 093/03  - Hákon EA 148  - Hoffell SU 80
  Hákon EA 148 / Hoffell SU 80, tveir skipverjar hætt komnir á léttbát, annar slasast   
 Heimsóknir: 43734 Uppfært: 23.09.04 

  Hákon EA 148
Skipaskr.nr.: 2407
Smíðaður: Chile 2001 stál
Stærð: 1.553,00 brl; 3.003,00 bt
Lengd: 76,20 m Breidd: 14,40 m Dýpt: 9,60 m
Vél: Mak 5.400,00 kW Árgerð: 2001
Annað: 
Fjöldi skipverja:  

Hákon©Ögmundur Friðriksson 
 
 
Hoffell©Þorgeir Baldursson 
Hoffell SU 80
Skipaskr.nr.: 2345
Smíðaður: Hollandi 1981 stál
Stærð: 674,00 brl; 1.293,00 bt
Lengd: 61,14 m Breidd: 9,50 m Dýpt: 7,00 m
Vél: MaK 2.940,00 kW Árgerð:  1993
Annað: 
Fjöldi skipverja: 13 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 26. september 2003 voru Hákon EA 148 og Hoffell SU 80 að togveiðum með flottrolli við miðlínuna á milli Íslands og Færeyja.  Veður:  Hægviðri, dálítil alda.

 

Um morguninn missti Hákon EA trollið í botn með þeim afleiðingum að pokinn rifnaði af.  Skipstjóri Hoffells SU ætlaði að lána þeim á Hákoni EA slæðu og í því skyni var sendur léttbátur með tveimur mönnum til að sækja hana yfir í Hoffellið SU.  Þegar léttbáturinn var kominn að Hoffellinu SU bárust upplýsingar um að pokinn sæist á floti skammt frá og ætlaði Hákon EA að freista þess að ná honum. 

 

Skipstjóri Hoffells SU var beðinn um að sjá til þess að taka bátinn og mennina um borð hjá sér sem hann lét gera með nótaniðurleggjaranum.  Nokkru seinna bárust boð frá skipstjóra Hákons EA um að senda slæðuna með bátnum.

 

Eftir að búið var að ganga frá slæðunni í léttbátinn breytti skipstjóri Hoffells SU stefnu þannig að bakborðsvírinn færðist til stjórnborða og dróst fyrir miðju skipi.  Eftir það var bátnum slakað fyrir borð og gangsetning reynd. 

 

Þegar léttbáturinn kom í sjóinn húkkaði bátsverjinn króknum úr sleppikróki hans en ekki hafði tekist að koma mótornum í gang.  Tók bátinn að reka aftur með skipinu vegna togferðar þess og lenti undir bakborðs togvírnum.  Léttbátnum hvolfdi og dróst á kaf niður með vírnum ásamt bátsformanninum en hinn bátsverjinn komst á kjöl eftir að bátnum skaut upp aftur. Bátsformaðurinn dróst niður með vírnum þar til hann náði að losa sig og flaut hann þá upp á yfirborð.

 

Skipverjar á Hoffelli SU mönnuðu strax léttbát og björguðu fyrst bátsformanninum sem þá var flotinn upp og síðan hinum bátsverjanum af kili léttbátsins. Bátsformaðurinn var mikið þjáður og ákváðu björgunarmenn að bíða komu Hákonar EA sem var á leiðinni á slysstað.

 

Á veiðisvæðinu voru fleiri skip m.a. Jón Kjartansson SU 111 sem sendi léttbát til aðstoðar.  Bátsverjar þess báts gátu rétt bát Hákonar EA við og dregið hann að skipshlið þar sem hann var hífður um borð.

 

Báðir bátsverjar voru mjög kaldir og hraktir eftir volkið.  Auk þess fótbrotnaði bátsformaðurinn illa á hægri fæti og var nær rænulaus þegar honum var komið um borð í Hákon EA.  Haldið var strax áleiðis til Eskifjarðar. 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að léttbátur Hákonar EA var harðplastbátur, sérstaklega útbúinn.  Hann var með tvöfaldan byrðing, flottanka og hafði mikið flotmagn.  Upp úr botni hans var staur með sleppikrók fyrir gilsinn til hífinga auk sleppibúnaðar í stefni fyrir fangalínu.  Báturinn var búinn 40 hö utanborðsmótor og gangsettur með rafstarti;
  • að slæðunni hafði verið komið fyrir í botni bátsins og var vel sjóbúin fyrir framan staurinn og bátsverjar bæði fram í og aftur í honum við stjórntæki;
  • að þegar báturinn var hífður fyrir borð var á honum stafnhalli fram; 
  • að sögn skipverja Hoffells SU var engin fangalína (langlína) sett í stefni bátsins, en bátnum var haldið að síðu skipsins í hífingunni niður til að varna því að snúningur kæmi á hann í sjósetningu.  Þeir töldu einnig að mótorinn hefði farið í gang og fengið merki um það, en hann hefði stöðvast þegar báturinn kom í sjóinn og kúplað var að skrúfu;
  • að bátsformaður telur sig hafa beðið um fangalínu áður en híft var og telur að orðið hafi verið við því og sett tvöföld lína.  Félagi hans staðfesti þetta og henni hafi verið sleppt af skipverjum Hoffells SU strax og báturinn kom í sjó;
  • að bátsverjar telja að mótorinn hafi ekki farið í gang þótt bátsformaður hafi ítrekað reynt að starta honum þegar báturinn var hífður fyrir borð og á leið niður;
  • að krókurinn í gilsinum var venjulegur opinn krókur sem húkkaði var úr auganu í staurnum þegar báturinn kom í sjó.  Bátsverjinn kom króknum fyrir borð til að forða því að hann kræktist í hluti á veltunni;
  • að skipverjar á Hoffeli SU voru ekki á einu máli um notkun fangalínu við sjósetningu eða hífingu léttbáts.  Bæði kom fram að hún væri ávallt notuð og að hún væri eingöngu notuð við hífingu bátsins um borð;
  • að sögn skipverja Hákons EA er ávallt notuð fangalína við hífingar fyrir og um borð.
 
 

 Nefndarálit
 

Á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga treystir nefndin sér ekki til að segja til um meginorsök óhappsins, en ljóst er að sambandsleysi og röng vinnubrögð einkenna þetta atvik.

 

 

Sérstakar ábendingar:

 

1.     

Meðhöndlun léttbáta ©Siglingastofnun Íslands

Teikning: Jóhann Jónsson

Í ljósi ítrekaðra óhappa við meðhöndlun léttbáta vill nefndin beina því til sjómanna að hafa alltaf fangalínu, hvort sem er við sjósetningu eða töku báts um borð.  

2.      Einnig bendir nefndin skipstjórnarmönnum á skyldur þeirra að halda æfingar í sjósetningu léttbáta með áhöfn eigi sjaldnar en á þriggja mánaða fresti.  Reglubundnar æfingar í meðhöndlun léttbáta tryggir öryggi við sjósetningu þeirra.

3.      Nefndin bendir á nýlegan margmiðlunardisk Siglingastofnunar Íslands þar sem meðal annars er sýnd sjósetning og önnur meðhöndlun léttbáta.

 

 

 
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [34.204.191.145] mánudagur 13. júlí 2020 15:08 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis