RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2777)
075/19  1958-06.02.20
054/19  14229-06.02.20
050/19  10686-06.02.20
046/19  8458-06.02.20
044/19  6572-06.02.20
029/19  7998-06.02.20
125/18  14337-06.02.20
098/19  3914-06.02.20
096/19  3172-06.02.20
095/19  5772-06.02.20
 1 af 278   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 109/03  - Sléttbakur EA 4  - Sigurborg SH 12
  Sléttbakur EA 4 / Sigurbjörg SH 12, hér um bil árekstur á miðunum   
 Heimsóknir: 39936 Uppfært: 23.09.04 

  Sléttbakur EA 4
Skipaskr.nr.: 2550
Smíðaður: Örskov Danmörku 1998 stál
Stærð: 1.094,00 brl; 2.003,00 bt
Lengd: 57,80 m Breidd: 13,50 m Dýpt: 8,10 m
Vél: MAN B&W 4.000,00 kW Árgerð: 
Annað: 
Fjöldi skipverja: 26 

Sléttbakur©Hafþór Hreiðarsson 
 
 
Sigurborg©Hafþór Hreiðarsson 
Sigurborg SH 12
Skipaskr.nr.: 1019
Smíðaður: Hommelvik Noregi 1966 stál
Stærð: 200,00 brl; 317,00 bt
Lengd: 34,00 m Breidd: 7,20 m Dýpt: 6,10 m
Vél: Caterpillar 1.000,00 kW Árgerð: 
Annað: 
Fjöldi skipverja: 9 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 9. nóvember 2003 var Sléttbakur EA 4 á siglingu til veiða á Hampiðjutorgi og Sigurborg SH 12 á togveiðum á Látragrunni, 35 sml. SV af Bjargi.  Veður: SA 10-15 m/s og skyggni ágætt, 2-3 sml.

 

Kl. 14:10 varð skipstjóri Sigurborgar SH var við Sléttbak EA þvert á bakborða og á fullri ferð.  Skipstjóri Sigurborgar SH reyndi að vekja á sér athygli með hljóðmerki en fékk engin viðbrögð um breytingu á siglingu Sléttbaks EA.  Hann setti á fulla ferð afturábak og gaf áfram hljóðmerki.

 

Vakthafandi skipstjórnarmaður Sléttbaks EA hafði ekki orðið var við Sigurborgu SH fyrr en í tveggja til þriggja skipslengdar fjarlægð.  Skipin fóru mjög nálægt framhjá hvort öðru og ljóst að minnstu munaði að þarna hefði orðið árekstur og mögulega stórtjón. 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að Sigurborg SH var á togveiðum og þurfti að bakka sem orsakaði mikla hættu á að hún fengi togvír í skrúfuna;
  • að sögn skipstjóra Sigurborgar SH varð hann ekki var við viðbrögð á Sléttbaki EA fyrr en skipið var um það bil að sleppa fram fyrir stefnið hjá honum í 2-4 metra fjarlægð.  Fram í skipinu voru tveir skipverjar sofandi;
  • að Sigurborg SH hafði verið á togi um það bil í 20 mín og hafði skipstjóri ekki hugað að umhverfi skipsins um tíma;
  • að Sigurborg SH var ekki með dagmerki uppi en var með togljós logandi;
  • að vakthafandi stýrimaður Sléttbaks EA hafði ekki orðið var við Sigurborgu SH fyrr en að um 100-200 m voru á milli skipanna.  Hann hafði haft tvær ratsjár í gangi, aðra stillta á 12 sml kvarða og hina á 3ja sml kvarða.  Að eigin sögn sagðist hann hafa verið að líta í þá öðru hverju, sérstaklega þann síðarnefnda, án þess að verða var við endurvarp;
  • að hann hafði setið í skipstjórnarstólnum og hafði brugðið sér aftur í brúnna til að athuga hvort ekki væri allt í lagi á afturþilfari.  Þegar hann kom að stólnum aftur varð hann fyrst var við Sigurborgu SH um 30° um stjórnborða í áðurnefndri fjarlægð.  Hann kvaðst aldrei hafa heyrt hljóðmerki né kall í talstöð, en opið hafði verið fyrir VHF rásir 11, 16, 17, og á stuttbylgju 2311;
  • að sögn skipstjóra á Sléttbak EA var einn háseti alltaf á siglingavakt með stýrimanni í eina og hálfa klst í senn.  Þegar atvikið átti sér stað hafði vakthafandi háseti farið að vekja þann sem átti að taka við vaktinni af honum;
  • að við rannsókn á þessu atviki kom í ljós að töluvert er um sambærileg atvik á miðunum.
 
 

 Nefndarálit
 

Orsök atviksins var ófullnægjandi varðstaða á Sléttbak EA.  Nefndin telur að atvik þetta sýni vel hvað góð varðstaða er mikilvæg. 

 

Nefndin undirstrikar mikilvægi þess að “nærri því slys” af ýmsum toga séu tekin jafn alvarlega og slys.  Allar upplýsingar og umræða um þau hafa ekki síður gildi til lærdóms en þar sem óhapp veldur tjóni.  Eru sjómenn hvattir til að upplýsa nefndina um slík atvik. 
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.214.224.224] fimmtudagur 20. febrúar 2020 12:39 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis