RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2818)
038/20  9697-07.09.20
102/19  10961-02.09.20
036/20  9627-01.09.20
006/20  8211-01.09.20
040/20  4257-01.09.20
024/20  7337-01.09.20
018/20  8011-01.09.20
004/20  8685-01.09.20
083/19  16759-09.06.20
059/19  30393-09.06.20
 1 af 282   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 122/03  - Ásgrímur Halldórsson SF 250
  Ásgrímur Halldórsson SF 250, skipverji slasast þegar að tóg slitnar   
 Heimsóknir: 45418 Uppfært: 23.09.04 

  Ásgrímur Halldórsson SF 250
Skipaskr.nr.: 2412
Smíðaður: Noregi 1996 stál
Stærð: 651,70 brl; 1.094,00 bt
Lengd: 50,72 m Breidd: 12,00 m Dýpt: 7,90 m
Vél: Wichmann 3.000,00 kW Árgerð: 1996
Annað: 
Fjöldi skipverja: 14 

Ásgrímur Halldórsson©Jón P Ásgeirsson 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 9. desember 2003 var Ásgrímur Halldórsson SF 250 á síldveiðum með flottroll NA af landinu.  Veður:  SA kaldi.

 

Skipverjar voru að hífa pokann fram eftir skipinu þegar aftari leiðari slitnaði við spilið með þeim afleiðingum að endinn slóst í andlit eins skipverjans.  Haft var strax samband við Landhelgisgæslu og lækni en síðan siglt inn til Vopnafjarðar.

 

Hinn slasaði var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur, mikið brotinn og slasaður í andliti. 
 

 Við rannsókn kom fram
 

Myndin sýnir 24 mm DYNEX 75, nýtt og það sem notað var um borð í Ásgrími Halldórssyni

 • Myndin sýnir 24 mm DYNEX 75, nýtt og það sem notað var um borð í Ásgrími Halldórssyniað tógið var 24 mm yfirfléttað DYNEX 75 og gefið upp fyrir 57,8 tonna slitþol.  Það var með nylon fléttaða vörn að utan.  Nylon fléttan hafði runnið víða til á tóginu en hún var á þeim stað sem það slitnaði;
 • að tógið var um þriggja ára gamalt og að sögn skipstjórans hefði hann ekki vitað betur en ástand þess væri gott.  Tógið mældist 25-37 mm og var þversnið orðið nokkuð “rétthyrnt”.  Yfirborð var snjáð og hluti einstaka þátta slitinn.  Tógið var mjög frábrugðið nýju tógi eins og sjá má á myndinni;
 • að ekki er alveg ljóst hvað mikill þungi var í pokanum en að mati skipverja var verið var að hífa um það bil 300-350 tn.  Það var seint dregið og síldin dauð sem jók þyngslin.  Töluverður þungi hvíldi um tíma á leiðurunum og eftir að aftari leiðarinn slitnaði gaf stór G-lás sig á fremri leiðaranum, en það tengdist ekki slysinu;
 • að átakið kom ekki jafnt á báða leiðarana.  Ekki var búið að hífa inn að framan þegar átakið kom á aftari leiðarann.  Skipverjar eru búnir að taka á og breyta þessu verklagi;
 • að verið var að hífa leiðarann inn á spil með óvörðum vír að undirlagi.  Spilin hvort um sig voru með afl upp á 52 tn;
 • að við skoðun á endanum sem slitnaði kom í ljós að 37 sm frá ysta slitenda hafði tógið augljóslega kramist og mikið var af slitnum þáttum í kringum það.  Spilmaður sá ekki hvort tógið væri að skerast niður á milli vírana á trommlunni meðan á hífingu stóð en í ljós kom eftir óhappið að það var vel ofan í vírnum.  Þetta undirstrikar skoðun skipstjórans um að leiðarinn hafi klemmst illa á milli víra á trommlunni með þeim afleiðingum að hann gaf sig og slitnaði;
 • að við slitþolsprófun hjá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins á leiðaranum kom í ljós að hann slitnaði við 11,7 tonna álag þar sem það klemmist við annan hnútinn (pelastikk) eða um 20% af uppgefnu slitþoli.  Í gögnum um slitþol tógs á það að missa um 40% af slitþoli ef notaðir eru hnútar til festunnar sem klemma tógið.  Til samanburðar var nýtt 24 mm DYNEX 75 prófað með sama hætti og slitnaði það við 19 tonna átak.  Eins og sjá má á mynd er slitþol þess við að klemmast einungis 33% af slitþoli tógsins en ekki 60% eins og áður var haldið.  Rétt er að geta þess að umrædd slitþolsprófun var ekki gerð með viðurkenndum hætti.  Hann felur í sér sérstaka meðhöndlun fagmanna og viðurkennds búnaðar sem ekki er til staðar hérlendis.  Við þannig prófun er tógið augasplæst og sérstaklega er gætt að ekki komi neinn snúningur á það, auk þess sem teyging er gerð með sérstökum og stöðluðum hætti.  Það var hinsvegar mat RNS að þær aðstæður hefðu ekki frekar gefið rétta mynd af ástandi tógsins, sérstaklega vegna snúningsins.
 • að eftir óhappið voru settar pokamottur yfir víraundirlagið á spilinu til hlífðar leiðurunum;
 • að hinn slasaði var staðsettur 7 m frá þeim stað þar sem tógið slitnaði og kastaðist við höggið 3 m eftir þilfarinu.  Samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda DYNEX 75 á þetta efni að falla dautt niður við slit.  Ekki er ljóst hvort það var vegna nylon fléttunnar eða þungans að það slóst til um þessa 7-10 m.  Eftir að tógið lenti á skipverjanum féll það niður á þilfarið;
 • að hinn slasaði var mjög vanur sjómaður og hafði verið mikið á síldveiðum;
 • að hinn slasaði var með hlífðarhjálm á höfði;
 • að sögn spilmanns kom það honum á óvart að tógið skaust því það væri alltaf sagt að DYNEX myndi detta dautt ef það slitnaði;
 • að þar sem tógið slitnaði var Nylon flétta yfir og hefur hún mögulega valdið því að tógið kastaðist meira en menn gerðu ráð fyrir.
 
 

 Nefndarálit
 

Orsök óhappsins er sú að tógið klemmdist á milli víra á spilinu, marðist og slitnaði.  Einnig lagðist allt átakið á þennan leiðara.  Þá er ljóst að tógið var orðið mjög slitið.

 

Nefndin bendir skipstjórnarmönnum á ábyrgð þeirra að sjá til þess að búnaður skipa þeirra þ.m.t. veiðarfæri sé í fullnægjandi ástandi.

 

Nefndin tekur fram að í ljósi upplýsinga um úrbætur í kjölfar slyssins að rétt hafi verið brugðist við varðandi fyrirkomulag við hlífar á trommlur og breyttu verklagi við þessar hífingar.

 
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.234.143.26] miðvikudagur 30. september 2020 05:06 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis