RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2790)
106/19  5224-04.05.20
105/19  5223-04.05.20
104/19  5098-04.05.20
103/19  4083-04.05.20
093/19  8344-04.05.20
090/19  6544-04.05.20
074/19  10106-04.05.20
077/19  4022-20.04.20
081/19  4512-20.04.20
084/19  4493-20.04.20
 1 af 279   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 124/03  - Hrafn Sveinbjarnarson GK 255
  Hrafn Sveinbjarnarson GK-255, skipverji slasast á togveiðum   
 Heimsóknir: 41863 Uppfært: 23.09.04 

  Hrafn Sveinbjarnarson GK 255
Skipaskr.nr.: 1972
Smíðaður: Flekkefjord Noregi 1988 stál
Stærð: 390,30 brl; 1.028,00 bt
Lengd: 47,90 m Breidd: 11,00 m Dýpt: 7,45 m
Vél: Dautz 1.850,00 kW Árgerð: 1988
Annað: 
Fjöldi skipverja: 25 

Hrafn Sveinbjarnarson©Jón Sigurðsson 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 12. nóvember 2003 var Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 að togveiðum á Seyðisfjarðardýpi.  Veður:  ASA 8-12 m/sek.

 

Tveir skipverjar unnu við stillingu á Baader 185 flökunarvél bakborðsmegin á vinnsluþilfari.  Annar þeirra var við stjórntæki hennar en hinn við stillinguna og hafði hægri hendi inn í vélinni.  Stjórnandi ræsti óvænt vélina um “eitt þrep” með þeim afleiðingum að það sneiddi framan af fingurgómi baugfingurs skipverjans við stillinguna.  Búið var um sárið og siglt til Neskaupsstaðar. 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að báðir skipverjarnir gengdu stöðu Baadermanna um borð og vanir umgengni við vélina;
  • að verið var að koma söðli fyrir á ákveðnum stað til að mæla skurðarhæð;
  • að skipverjinn hélt um bita sem beinstýring lá á þegar stjórnandi pikkaði vélina um eina færslu án þess að setja hana í gang.  Kom þá söðullinn og fingurinn varð á milli;
  • að stjórnandi pikkaði vélina án þess að vita af höndum hins slasaða á bitanum í vélinni;
  • að um 1,5 metrar voru á milli mannanna.
 
 

 Nefndarálit
  Orsök slyssins eru ófullnægjandi boðskipti milli skipverjanna við stillingu vélarinnar.   

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [18.207.254.88] sunnudagur 31. maí 2020 21:58 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis