RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2777)
075/19  1958-06.02.20
054/19  14229-06.02.20
050/19  10686-06.02.20
046/19  8460-06.02.20
044/19  6572-06.02.20
029/19  7998-06.02.20
125/18  14338-06.02.20
098/19  3917-06.02.20
096/19  3173-06.02.20
095/19  5772-06.02.20
 1 af 278   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 125/03  - Hólmarinn SH 114
  Hólmarinn SH 114, farmur kastast til og báturinn sekkur   
 Heimsóknir: 58587 Uppfært: 23.09.04 

  Hólmarinn SH 114
Skipaskr.nr.: 6851
Smíðaður: Hafnarfirði 1987 plast
Stærð: 5,90 brl; 5,00 bt
Lengd: 8,31 m Breidd: 2,58 m Dýpt: 1,53 m
Vél: Volvo Penta 119,00 kW Árgerð: 1998
Annað: 
Fjöldi skipverja: 1 

 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 14. desember 2003 var Hólmarinn SH 114 á landstími úr veiðferð til Stykkishólms.  Veður:  ASA 10 m/s og vindbára.

 

Einn skipverji var um borð og hafði hann verið á línuveiðum austur af Skipaboða sem er vestur af Flatey.  Hann hafði farið á sjó um kl. 07:00 – 08:00 um morguninn en hætti veiðum seinnipart dagsins og lagði af stað í land.

 

Um kl. 18:00 þegar Hólmarinn SH var rétt kominn suður fyrir Stagley kom högg á hann með þeim afleiðingum að fiskikörin og veiðarfæri köstuðust yfir til stjórnborða og töluverð slagsíða kom á bátinn.  Skipstjórinn reyndi að keyra bátinn upp í vindbáruna en áttaði sig ekki á stefnu hennar og fékk þá annað ólag á bátinn.  Við það fór aflinn að flæða upp úr körunum, sjór að renna inn í bátinn yfir borðstokk og báturinn lagðist á hliðina

 

Þegar körin runnu til fór eitt þeirra fyrir hurðina á stýrishúsinu og lokaði skipverjann inni.   Skipverjinn náði að þrýsta á STK hnappinn og komst síðan út um neyðarlúgu fram á bátnum.  Skipverjinn þurfti að beita afli til að opna hana þar sem hún hafði verið kíttuð aftur til einangrunar.

 

Skipverjinn átti í vandræðum með að losa gúmmibjörgunarbátinn sem var ofan á stýrishúsinu því að hann áttaði sig ekki strax á að handvirk losunarsylgja væri undir sjósleppiloka bátsins.  Þegar hann var búinn að losa bátinn átti hann í erfiðleikum með að opna hann þar sem fangalínan var stíf, sérstaklega í fyrstu.  Þurfti hann að spyrna við með hnjánum til að draga hana út.  Þetta tókst og komst hann í gúmmíbjörgunarbátinn og skaut þaðan upp neyðarflugeldum.

 

Tilkynningarskyldan nam strax STK neyðarmerki frá Hólmaranum SH og hafði Reykjavíkradíó samband við Ársæl SH 88 sem var á leið til lands auk þess sem björgunarsveit var kölluð út.  Ársæll SH setti stefnuna á stað 65°12´280N og 22°52´000V sem honum hafði verið gefin upp og einnig sáu skipverjar neyðarflugeldana.

 

Um kl. 18:45 kom Ársæll SH að gúmmíbjörgunarbátnum og bjargaði skipverjanum blautum og þjökuðum.  Hann hresstist þó fljótlega.  
 

 Við rannsókn kom fram
 

·         að skipstjórinn kvaðst hafa verið á um 8 hnúta ferð;

·         að körin voru ósjóbúin og staðsett bakborðsmegin á þilfanu gengt spilinu.  Um borð voru 3 kör af fiski í lest og 2,5 kar af fiski á þilfari.

·         að skv. upplýsingum skipverjans var eftirfarandi þungi um borð:

 

Einingar

Tegund

Þungi pr. ein.

Þungi 

8

Bjóð með 450 króka línu

30 kg

240 kg

3

310 ltr. kör í lest

25 kg

75 kg

3

600 ltr. kör á þilfari

25 kg

75 kg

100

Ltr. olía

0,85 kg

85 kg

0

Ltr. vatn

 

0 kg

 

Afli í lest og á þilfari

 

1500 kg

1

Skipverjar

100 kg

100 kg

1

Línuspil og búnaður

 

150 kg

 

Annar búnaður

 

50 kg

 

Samtals ca:

 

2275 kg

 

·         að um 2.275 kg var um borð í bátnum (sjá töflu).  Skipstjóri þekkti ekki til burðargetu bátsins en sagði að hann hefði lestað hann allt að 5.000 kg;

·         að fram kom að töluvert er um það að menn eru að lokast inni í bátum þegar laus kör fara af stað og lenda fyrir útgöngudyrum.  Skipstjórinn kvaðst hafa lent í því áður og eitthvað er um að menn eru að fara á milli báta til að aðstoða hver annan þegar þetta gerist;

·         að skipverjinn var einungis íklæddur gallabuxum og peysu;

·         að skipverjinn sá bátinn ekki sökkva en missti sjónar á honum þegar ljós bátsins slökknuðu;

·         að í gúmmíbjörgunarbátnum átti skipverjinn í erfiðleikum með að opna umbúðir neyðarblysa, ára og loftdælu.  Hann áttaði sig ekki strax á að nota hnífinn í bátnum.  Einnig kom fram að vasaljós var lélegt, að skipverjinn hafði ekki lesgleraugu sín og átti því í erfiðleikum með að lesa á leiðbeiningar á neyðarsendi.

 
 

 Nefndarálit
 

Orsök óhappsins er sú að farmur var ekki sjóbúinn á þilfari, sem náði að kastast til og mynda nægjanlegan halla til að sjór náði að flæða inn yfir borðstokkinn.

 

 

Sérstakar ábendingar:

 

  1. Nefndin hvetur skipstjórnarmenn til að sjóbúa allan farm vel.
  2. Nefndin bendir skipstjórnarmönnum á að kynna sér vel allan björgunarbúnað skipa sinna og frágang hans.
 
 

 Tillögur í öryggisátt
 

Í ljósi þeirra upplýsinga að menn séu að lokast inni í bátum sínum þegar kör fara fyrir hurðir vill nefndin benda á hversu alvarlegar afleiðingar það getur haft.

 

Nefndin leggur til að Siglingastofnun Íslands beiti sér fyrir því að skylt verði á skipum, þar sem hætta er á slíku, séu tvískiptar hurðir. 
 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.214.224.224] fimmtudagur 20. febrúar 2020 13:14 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis