RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2777)
075/19  1957-06.02.20
054/19  14229-06.02.20
050/19  10685-06.02.20
046/19  8458-06.02.20
044/19  6572-06.02.20
029/19  7998-06.02.20
125/18  14337-06.02.20
098/19  3914-06.02.20
096/19  3172-06.02.20
095/19  5771-06.02.20
 1 af 278   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 132/03  - Sævík GK 257
  Sævík GK 257, skipverji slasast vegna brotsjávar   
 Heimsóknir: 42108 Uppfært: 23.09.04 

  Sævík GK 257
Skipaskr.nr.: 971
Smíðaður: Boizenburg Þýskalandi 1965 stál
Stærð: 211,40 brl; 303,00 bt
Lengd: 34,50 m Breidd: 7,20 m Dýpt: 6,10 m
Vél: Mirrelees Blackstone 530,00 kW Árgerð: 1983
Annað: 
Fjöldi skipverja:  

Sævík©Jón P Ásgeirsson 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 16. desember 2003 var Sævík GK 257 að línuveiðum á Brjálaðahrygg.  Veður: NA 14 til 24 m/s.

 

Skipverjar voru að draga línuna um kvöldið þegar skyndilega kom brotsjór yfir framskipið, fór aftur eftir stjórnborðs síðunni og inn um dráttarlúguna.  Skipverji sem var á goggnum í lúgunni varð fyrir sjónum sem kastaði honum aftur á blóðgunarkar.  Hann lenti á bakinu á horni þess og féll í þilfarið auk þess sem höfuðið rakst utan í og hann rotaðist. 

 

Vakthafandi skipstjórnandi í brú sá í eftirlitsmyndavél hvar skipverjinn lá í þilfarinu eftir að sjórinn minnkaði þar.  Lokið var við línudráttinn og siglt til Ólafsvíkur þaðan sem skipverjinn var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að myrkur var þegar slysið átti sér stað;
  • að skipverjinn var með öryggisbelti.
 
 

 Nefndarálit
  Nefndin ályktar ekki í málinu en hvetur skipstjórnarmenn að sýna fyllstu aðgát þegar veður og sjólag er viðsjárvert.      

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.214.224.224] fimmtudagur 20. febrúar 2020 11:44 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis