RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2716)
070/19  4988-06.09.19
068/19  4930-06.09.19
066/19  4953-06.09.19
065/19  4968-06.09.19
024/19  7686-05.09.19
013/19  6981-05.09.19
143/18  8550-05.09.19
132/18  12175-05.09.19
113/18  17755-05.09.19
094/18  13842-05.09.19
 1 af 272   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 007/04  - Hoffell SU 80
  Hoffell SU 80, skipverji slasast við fall á togveiðum   
 Heimsóknir: 47653 Uppfært: 23.09.04 

  Hoffell SU 80
Skipaskr.nr.: 2345
Smíðaður: Hollandi 1981 stál
Stærð: 673,60 brl; 1.293,00 bt
Lengd: 61,14 m Breidd: 9,50 m Dýpt: 7,00 m
Vél: MaK 2.940,00 kW Árgerð: 1993
Annað: 
Fjöldi skipverja: 13 

Hoffell©Þorgeir Baldursson 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 16. nóvember 2003 var Hoffell SU 80 á kolmunaveiðum á Færeyjadjúpi.  Veður: NA 15 m/s og kvika.

 

Skipverjar voru að láta trollið fara og við það slitnuðu endar í því og það ókláraðist lítillega.  Skipverji ætlaði að hjálpa öðrum skipverjum við að greiða úr því og hraðaði sér í átt til þeirra.  Á leiðinni rann hann til og féll á þilfarið, og fékk þungt högg aftan á vinstri öxlina.

 

Trollið var látið fara en híft fljótlega aftur þar sem ráðlagt þótti að sigla með hinn slasaða til Þórshafnar í Færeyjum.  Í ljós kom að herðarblaðið hafði brotnað. 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að hinn slasaði var vanur sjómaður en var í annarri ferð á þessu skipi;
  • að þilfarið var mjög hált vegna grúts frá afla;
  • að slasaði var í nýjum grófmynstruðum stígvélum og að hans mati of léttum.  Fram kom hjá honum að flestir í áhöfninni voru á þyngri skófatnaði sem var stamari á þilfarinu;
  • að stígvél með mýkri botni eru stamari en þau sem eru með harðan botn;
  • að fram kom að þilfarið var oft hált vegna spilolíu og fitu.  Það kom einnig fram að nokkuð algengt væri að menn hrösuðu;
  • að hinn slasaði var með JOFA öryggishjálm.
 
 

 Nefndarálit
 

Orsök óhappsins er að þilfarið, sem var ekki hálkuvarið, var mjög hált vegna mikillar fitu sem kom úr aflanum.  Þá bendir nefndin á að samkvæmt framburði skipverja voru menn oft að detta á þessu svæði og því var það skylda skipstjóra að sjá til þess að gerðar væru viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir síendurtekin óhöpp.

 

 

Sérstakar ábendingar:

 

Í ljósi tíðra slysa af svipuðum toga beinir nefndin þeim tilmælum til aðila að hálkuverja þilför þar sem hætta er á að hálka ógni öryggi skipverja.

 

Nefndin beinir því til skipstjórnarmanna að setja leiðbeinandi reglur um fótabúnað um borð í sínum skipum. 
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [34.231.21.123] miðvikudagur 13. nóvember 2019 00:18 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis