RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2830)
056/20  2000-22.10.20
055/20  1999-22.10.20
051/20  7542-22.10.20
039/20  9787-22.10.20
031/20  9770-22.10.20
053/20  5239-16.10.20
046/20  8075-16.10.20
028/20  7735-16.10.20
022/20  9742-16.10.20
010/20  10048-16.10.20
 1 af 283   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 017/04  - Helgafell 
  Helgafell, verður stjórnlaust þegar stýrisblað brotnar af   
 Heimsóknir: 19181 Uppfært: 16.12.04 

  Helgafell
Skipaskr.nr.: IMO 9100243
Smíðaður: Örskov Danmörku 1994 stál
Stærð:  brl; 6.259,00 bt
Lengd: 121,90 m Breidd: 20,10 m Dýpt: 9,20 m
Vél: MaK 8M552 5.400,00 kW Árgerð: 1994
Annað: 7968 DW
Fjöldi skipverja: 11 

Helgafell©Hilmar Snorrason 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 1. febrúar 2004 var Helgafell fullhlaðið af gámum á siglingu frá Moss í Noregi til Reykjavíkur.  Veður:  Breytileg átt 2 m/s.

 

Kl. 07:00 þegar Helgafell var statt á stað 58°54´N og 004°20´V, sem er um 30 sml vestur af Stavanger í Noregi, hætti skipið að láta að stjórn.  Eftir prófun á stýrisbúnaði voru líkur leiddar að því að stýrisás væri brotinn, stýrisblað losnað af ásnum eða jafnvel brotnið.  Ljóst var að skipið var stjórnlaust og í samráði við útgerð og tryggingafélag var samið við norskt dráttabátafyrirtæki um að draga það inn til Tananger (Stavanger) í Noregi til losunar á farmi. 

 

Dráttarbátur kom að Helgafelli kl. 22:30 og tók það um bil 9 klst. að draga það til hafnar.

 

Fenginn var kafari til að skoða stýrisbúnaðinn og kom þá í ljós að um það bil þrír fjórðu hluti stýrisblaðsins var brotinn af fyrir neðan steypta hluta þess sem festir það við ásinn.  Flapsi hékk enn á stýrinu.

 

Eftir losun var skipið dregið til Orskov Yard A/S í Frederikshavn í Danmörku og kom skipið þangað að morgni 7. febrúar.

 

 

Við komu skipsins til Frederikshavn var stýrisás tekinn niður, með stýrisblöðku á, meðan það var á floti og það sent til framleiðanda þess, Barkemeyer Schiffstechnik GmbH.  í Þýskalandi. 

 

Við athugun framleiðanda á stýrishlutunum reyndist stýrisás í lagi og hægt að nota efri hluta stýrisblaðs (steypta hlutann) og flapsa.  Nýtt stýrisblað var smíðað undir eftirliti framleiðanda og flokkunarfélags skipsins.

 

 

Helgafell var rúmar fjórar vikur frá rekstri vegna þessa atviks.

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að um var að ræða hangandi stýri, með flapsa að aftan og sat á “kón” á stýrisás.  Það var fest á stýrisás þannig að efni er þrýst út með vökvaþrýstingi og stýrisblaði þrýst upp eða niður eftir því hvort um uppsetningu eða niðurtekningu er að ræða;
  • að við athugun á stýrishlutum kom í ljós að stýrisblaðið hafði brotnað lárétt af út frá aðgengilokum inn að festiró stýrisáss.  Það kom greinilega í ljós að lokin höfðu ekki verið gegnumrafsoðin.  Þessar athuganir voru bornar undir framleiðanda stýrisins og benti hann á að ofangreind lok væru hluti af byggingarstyrk stýrisblaðsins.  Samkvæmt leiðbeiningum þeirra var áritað á samsetningarteikningu stýrisins að rafsuður á lokunum þyrftu að vera gegnumsoðnar (full penetration welding).  Ljóst var að þessum fyrirmælum hafði ekki verið fylgt síðast þegar lokin voru rafsoðin á stýrisblaðið; 
  • að við smíði nýs stýris voru gerðar efnisbreytingar.  Upphafleg mál byrðings stýrisblaðsins voru:

Efnisþykkt neðstu 3500 mm:      12 mm

Efnisþykkt næstu 1000 mm:       18 mm

Efnisþykkt næstu 1000 mm:       18 mm

Þetta var vel yfir kröfum flokkunarfélags skipsins þegar það var hannað og byggt.  Við endurnýjun á stýrisblaði jók framleiðandi og hönnuður stýrisins efnisþykktir þess þannig:

 

Efnisþykkt neðstu 3500 mm:      14 mm

Efnisþykkt næstu 1000 mm:       20 mm

Efnisþykkt næstu 1000 mm:       18 mm (óbreytt)

 

Þessar breytingar voru gerðar með samþykki flokkunarfélags skipsins.

 

Við athugun á nauðsyn breytinga á efnisþykkt kom í ljós að flest flokkunarfélög höfðu endurskoðað reglur sínar um álag á stýri á þessu tímabili frá því að skipið var smíðað.  Í þeim eru gerðar meiri kröfur um efnisþykktir stýris.  Vegna þessa var óskað eftir að framleiðandi stýrisins og hönnuður skipsins myndu reikna út, hvor fyrir sig, nauðsynlega efnisþykkt stýrisblaðs samkvæmt ströngustu kröfum þeirra IACS flokkunarfélaga sem breytt höfðu þessum reglum.  Þessum útreikningum bar saman og sýndu útreikningar að upphafleg þykkt fullnægði breyttum reglum og var auk þess töluvert yfir nýjum lágmarkskröfum þeirra.  Endurbygging stýrisblaðsins er því vel yfir kröfur flokkunarfélaga;

  • að systurskip Helgafells, Arnarfell sem einnig er í rekstri hjá Samskip var vegna þessa atviks strax tekið í þurrkví til skoðunar á stýrisbúnaði.  Þá kom í ljós að samskonar rafsuðugallar voru á sömu aðgengilokum inn að festiró stýrisássins.  Nokkrar sprungur voru í rafsuðum á lokinu auk þess sem að 50 mm sprungur voru, fram og aftur út  frá efri hornum þess.  Byrðingur stýrisblaðsins á Arnarfelli var endurnýjaður á 1000 mm kafla báðum meginn á svæði lokanna.

 

Ofangreint byggir á skýrslu útgerðar.

 
 

 Nefndarálit
  Orsök óhappsins var rafsuðugalli á aðgengilokum að festiró stýrisáss.  Ljóst er að aðgengilok voru hluti af byggingastyrk stýrisblaðsins og ollu þessir gallar því  veikleika í blaðinu.    

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.230.1.126] sunnudagur 25. október 2020 20:59 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis