RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2756)
132/18  15855-15.01.20
075/16  13459-15.01.20
085/19  2890-17.12.19
080/19  2528-17.12.19
073/19  8042-17.12.19
069/19  8950-17.12.19
063/19  9017-17.12.19
060/19  12557-17.12.19
035/19  8280-17.12.19
028/19  7659-17.12.19
 1 af 276   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 026/04  - Magnús SH 205
  Magnús SH 205, tekur niðri og leki kemur að skipinu   
 Heimsóknir: 49202 Uppfært: 23.09.04 

  Magnús SH 205
Skipaskr.nr.: 1343
Smíðaður: Akureyri 1974 stál
Stærð: 141,90 brl; 226,20 bt
Lengd: 31,45 m Breidd: 6,70 m Dýpt: 5,60 m
Vél: MWM 563,00 kW Árgerð: 1973
Annað: 
Fjöldi skipverja:  

Magnús©Hafþór Hreiðarsson 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 13. febrúar 2004 var Magnús SH 205 á leið í róður frá Rifshöfn.  Veður:  SA 20 m/sek og fór í 25 m/sek í hviðum.

 

Þegar komið var út fyrir Tösku og sett á stefnu fór skyndilega rafmagn af stýrisbúnaði og öðrum tækjum í brú.  Skipstjórinn fór strax í rafmagnstöflu og sló rafmagni inn aftur.  Á meðan hafði stýrið farið hart í stjórnborða og var skipið í hraðri stjórnborðsbeygju.  Hann setti stýrið hart í bakborða og þegar skipið fór að beygja frá tók það niðri nokkrum sinnum stjórnborðsmegin að aftan en stöðvaðist ekki.

 

Skemmdir voru kannaðar og kom í ljós að mikill leki var að vélarúmi.  Var skipinu snúið og sett á fulla ferð til að ná til hafnar.  Skipstjórinn kallaði út hjálparbeiðni á VHF rás 16 og kallaði björgunarsveitina út með dælur.  Í sama mund og verið var að leggja skipinu utan á Faxaborgu SH stöðvaði vélstjóri aðalvél en vindurinn lagði skipið að.

 

Við komu til hafnar voru fyrstu björgunarsveitarmennirnir að koma með dælur og síðan kom slökkvilið Snæfellsbæjar einnig með dælur.  Kafari var síðar fenginn til að þétta botninn.

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að stýrið var innkúplað á sjálfstýringu en skipstjórinn hafði handstýrt frá henni með svokölluðu “follow up” kerfi;
  • að skipið fór um 200 m eftir að rafmagnið fór af og það tók niðri;
  • að stýrisbúnaðurinn var tengdur 220 V riðstraumsneti skipsins í gegnum öryggi í brúartöflu og inn á hleðslutæki sem hlóð 24 V jafnstraum inn á rafgeyma.  Stýrisbúnaðurinn fékk rafmagn frá rafgeymunum;
  • að útsláttur á rafmagni átti sér stað í öryggi á 220 V riðstraumsneti í rafmagnstöflu í brú og hætti því hleðslutæki að fæða jafnstraum inn á rafgeymana sem áttu að halda spennu inn á tækin;
  • að við skoðun og viðgerð á stýrisbúnaðinum kom í ljós að rafgeymar voru ónýtir og héldu ekki uppi spennu nema í nokkrar sekúndur ef hleðslutækja naut ekki við;
  • að þar sem rafgeymarnir voru ónýtir héldu þeir ekki uppi spennu nema að litlu leyti, en þó nóg til að hengja upp snertu á segulspólu og halda loka opnum þannig að stýrisvélin hélt áfram beygju í það borð sem hún var í þegar rafmagnið sló út;
  • að ekki er ljóst hvers vegna öryggið sló út;
  • að kæling aðalvélar var þannig útbúin að kælivatnið fór um utanborðskæli sem festur var utan á botn skipsins.  Þegar skipið tók niðri rifnaði annar flangs kælisins frá botninum og flæddi sjór inn í vélarúmið;
  • að yfirvélstjóri var í vélarúmi þegar skipið tók niðri og sá lekann eftir að hann lyfti upp plitti í gólfinu.  Hann setti strax inn lensidælu, sem dældi um 250 til 300 ltr á mínútu.  Ekki var önnur lensidæla tiltæk en dælan hafði ekki undan lekanum og fór aðalvélin fljótlega að gusa upp austrinum yfir vélina og vélarúmið.  Vélstjórinn hélt rafmagni inni með handafli þar til mótorinn fór í sjó.  Lensidælan gekk þar til útleiðsla sló henni út;
  • að vélstjórinn reyndi að hindra að sjór flæddi inn um loftinntök aðalvélarinnar en þegar slegið var af náði sjórinn upp á neðra loftinntakið og þá varð hann að stöðva hana.
 
 

 Nefndarálit
 

Orsök óhappsins var að rafmagnsöryggi gaf sig og rafgeymar voru ónýtir.

 

Nefndin beinir því til skipstjórnar- og vélstjórnarmanna að hafa ávallt gott og reglulegt eftirlit með svona þýðingarmiklum rafgeymum. 
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [100.26.179.196] þriðjudagur 28. janúar 2020 00:13 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis