RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2830)
056/20  1998-22.10.20
055/20  1997-22.10.20
051/20  7540-22.10.20
039/20  9784-22.10.20
031/20  9770-22.10.20
053/20  5236-16.10.20
046/20  8075-16.10.20
028/20  7732-16.10.20
022/20  9740-16.10.20
010/20  10045-16.10.20
 1 af 283   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 066/04  - Sigurbjörg KE 16
  Sigurbjörg KE 16, leki í vélarúmi og sekkur   
 Heimsóknir: 19009 Uppfært: 16.12.04 

  Sigurbjörg KE 16
Skipaskr.nr.: 1129
Smíðaður: Fáskrúðsfirði 1970 eik
Stærð: 17,00 brl; 23,70 bt
Lengd: 14,30 m Breidd: 4,07 m Dýpt: 1,59 m
Vél: Volvo Penta 220,00 kW Árgerð: 1974
Annað: 
Fjöldi skipverja: 2 

Sigurbjörg©Hafþór Hreiðarsson 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 13. maí 2004 var Sigurbjörg KE 16 á netaveiðum í Reykjanesröst.  Veður:  NA 3-5 m/s, lítill sjór og skyggni gott.

 

Skipverjar höfðu nýlokið við að leggja netatrossu og voru að sigla að þeirri næstu.  Annar skipverjinn hafði á siglingunni farið fram í lúkar til að halla sér og var skipstjórinn einn í brú. 

 

Um kl. 18:30 tók skipstjórinn eftir því að mikill leki var kominn að skipinu á stað rétt fyrir norðan Reykjanesröstina.  Við athugun kom í ljós að töluverður sjór var kominn í vélarúm og einnig um 60 sm aftast í lest. 

 

Skipstjórinn kallaði til skipverjans og bað hann að koma með björgunarbúninga upp á þilfar.  Skömmu seinna náði sjórinn að reimum á vélinni og fór að ausast yfir rafmagnstöfluna með þeim afleiðingum að rafmagn fór af skipinu og dælan í vél stöðvaðist.  Sjór komst síðan að túrbínu og við það dró niður í vélinni.  Kom þá mikill svartur reykur kom úr skorsteini.  Skipstjórinn stöðvaði aðalvélina og skipverjar skutu upp neyðarblysum til að vekja athygli á sér.

 

Björgunarferli:

 

Mummi GK 121 var nærstaddur og tóku skipverjar eftir að mikinn reyk lagði frá Sigurbjörgu KE og héldu strax áleiðis í átt til hennar.  Einnig sáu þeir að neyðarblysi var skotið upp og settu þeir þá á fulla ferð á staðinn.  Kl. 19:15 lét skipstjórinn á Mumma GK Tilkynningaskylduna vita að Sigurbjörg KE væri að sökkva á stað 63°47´N og 22°46´V.  Kl. 19:18 hvarf Sigubjörg KE af skjá STK.

 

Um kl. 19:27 tókst skipverjum á Mumma GK að bjarga skipverjunum og fara með þá til Grindavíkur. 

 

Björgunarbátur Bsv. Þorbjörns í Grindavík, Árni í Tungu, kom einnig á staðinn með dieselknúna dælu og fóru tveir björgunarsveitarmenn með hana um borð í Sigurbjörgu KE.  Báturinn var þá með nokkra stjórnborðsslagsíðu en ekki mikill sjór á þilfari nema á kvikunni.  Mannop niður í lest var þá opið ásamt dyrum á stýrishúsi. 

 

Þeim tókst ekki að koma dælunni í gang auk þess sem fylla kom inn á þilfarið og slagsíðan jókst.  Mönnunum tókst að koma sér frá borði áður en báturinn valt og sökk kl. 20:46 á stað 63°46’44N og 22°44’98.

 

Dæla björgunarsveitarinnar fór niður með bátnum auk þess sem b/b Árni í Tungu skaddaðist þegar fiskkar rakst utan í hann.  Björgunarskipið Oddur V Gíslason kom einnig á staðinn skömmu eftir að Sigurbjörg KE sökk.  Björgunarbátarnir tóku með sér nokkur fiskkör og færi frá bátnum, sem flutu á sjónum, til hafnar. 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að skipverjar ræstu ekki neyðarsendi STK kerfisins um borð né létu vita um ástandið í talstöð.  Allt bendir til að frá því lekans varð vart og þar til vitneskja um atburðinn barst í land frá skipstjóra Mumma GK hafi liðið 45 mínútur;
  • að báðir gúmmíbjörgunarbátar Sigurbjörgu KE flutu upp og blésu út eftir að hún sökk;
  • að sögn skipstjóra settu þeir “Jabsco” dælu í vélarúmi í gang og við athugun sá hann að hún dældi ásamt sjálfvirkri dælu í lest, en þær höfðu ekki undan lekanum;
  • að skipverjar gátu ekki staðsett lekann en skipstjórinn gat sér til um að hugsanlega hafi hann verið frá stefnisröri.  Skipstjórinn hafði keypt bátinn fjórum mánuðum áður og hafði einungis skoðað ástand botns í fjöru og ekki séð neitt óeðlilegt við hann.  Ekki hafði orðið vart við neinn leka fram að þessu.  Hann hafði verið með bátinn í viðgerð í um tvo mánuði.  Skipt hafði verið um allar lensilagnir og sett sjálfvirk rafmagnsdæla í lest.  Eftir það hafði báturinn verið í notkun í tæpa tvo mánuði; 
  • að samgangur var á milli rýma þ.e. lestar og vélarrúms með skrúfuöxlinum;
  • að sögn skipverja voru um 250-300 kg af fiski um borð en engin veiðarfæri.
 
 

 Nefndarálit
 

Á grundvelli fyrirliggjandi gagna treystir nefndin sér ekki til að álykta um orsök lekans.

 

Sérstök ábending:

 

Að gefnu tilefni hvetur nefndin þá sem verða varir við óeðlilegan leka að tilkynna það strax til fjarskiptastöðva auk þess að gangsetja neyðarsendingar STK kerfisins.  
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.230.1.126] sunnudagur 25. október 2020 19:54 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis