RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2756)
132/18  15805-15.01.20
075/16  13435-15.01.20
085/19  2865-17.12.19
080/19  2497-17.12.19
073/19  7999-17.12.19
069/19  8916-17.12.19
063/19  8972-17.12.19
060/19  12508-17.12.19
035/19  8229-17.12.19
028/19  7604-17.12.19
 1 af 276   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 123/04  - Guðmundur í Nesi RE 13
  Guðmundur í Nesi RE 13, skipverji slasast í færibandi við störf í lest   
 Heimsóknir: 17638 Uppfært: 15.03.05 

  Guðmundur í Nesi RE 13
Skipaskr.nr.: 2626
Smíðaður: Tomrefjord Noregi 2000 Stál
Stærð: 1.315,00 brl; 2.464,40 bt
Lengd: 66,00 m Breidd: 14,00 m Dýpt: 8,67 m
Vél: Wärtsilä 5.520,00 kW Árgerð: 2000
Annað: 
Fjöldi skipverja:  

Guðmundur í Nesi©Hilmar Snorrason 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 18. maí 2004 var Guðmundur í Nesi RE 13 á grálúðuveiðum djúpt VNV af Snæfellsnesi.  Veður:  NA 10 - 15 m/sek.

 

Skipverji var að störfum í frystilest við að stafla fiskikössum sem bárust til hans á tveimur færiböndum og stóð hann á mótum þeirra.  Skipverjinn hafði lokið við að taka af fremra bandinu en átti von á fleiri fiskikössum með því og setti aftara færibandið af stað.  Vegna þunga á því fór það að snuða á mótorkeflum og ætlaði skipverjinn að hjálpa því með því að leggja lófanna ofan á það og ýta því áfram.  Það gekk í fyrstu en færibandið var hált og þegar skipverjinn ýtti í eitt skipti rann vinstri hendi hans til og lenti hún niður á milli bandanna og festist þar.

 

Skipverjinn náði ekki til neyðarrofa sem var í um 1,5-2 m fjarlægð og eftir að hafa verið fastur um stund áttaði hann sig á að hann gat stöðvað færiböndin með því að bera hægri hendina fyrir kassaskynjara við hliðina á honum.  Hann hafði reynt að kalla til félaga sinna en þeir heyrðu ekki til hans fyrr en færiböndin höfðu stöðvast.  Þeir létu færiböndin snúast öndvert til að losa hendi skipverjans.

 

Þegar var haft samband við lækni og var þyrla LHG kölluð út og kom hún að skipinu kl. 18:00.  Var farið með slasaða á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans.  Skipverjinn reyndist óbrotinn en með mikla áverka. 

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að skipið hafði nýlega verið keypt til landsins og var í sinni þriðju veiðiferð en þetta var önnur ferð hins slasaða.  Að hans sögn var strax séð að aftara færibandið snuðaði við einhvern þunga.  Þeir hefðu látið vita um þennan galla og lagfæring á þessu verið hafin.  Strax eftir óhappið var skipt um kefli á færibandinu og virkaði það vel eftir það;
  • að vegna stöðunnar í lestinni voru færiböndin látin snúast hvort á móti öðru;
  • að bilið á milli færibandanna var ca. 1 cm.  Eftir slysið var þetta bil aukið (ca 10 sm) þannig að hendi gat ekki orðið föst á milli;
  • að skipverjinn var einn í lestinni og hafði árangurslaust reynt að kalla á félaga sína.  En vegna hávaða og heyrnahlífa þeirra heyrðu þeir ekki til hans.  Þeir urðu varir við slysið eftir að slasaða tókst að stöðva færiböndin.  Að sögn skipverjans var það venja að einn maður væri við þessi störf í frystilestinni;
  • að skipverjinn taldi sig hafa verið með hendina á milli færibandanna í gangi í um það bil 2 mín þegar að hann áttaði sig á að setja hægri höndina fyrir kassaskynjarann.  Hann taldi einnig ljóst að ef að hann hefði ekki náð að stöðva böndin hefði höndin farið mjög illa.
 
 

 Nefndarálit
 

Orsök óhappsins var sú að kefli á færibandinu voru ekki í lagi og of stutt bil var á milli þeirra. 

 

Nefndin telur óviðunandi að vélar og tæki séu í þannig ástandi að hafa þurfi hendur á þeim og fagnar því að þetta hafi verið lagfært. 

 

 

Sérstök ábending:

 

Nefndin hvetur til þess að skipstjórnarmenn hugi að öryggi í rýmum þar sem einn maður er oft við störf.  Nefndin telur að eftirlitsmyndavélar gætu verið góður kostur í tilfellum sem þessum. 
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.233.219.101] laugardagur 25. janúar 2020 09:06 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis