RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2756)
132/18  15707-15.01.20
075/16  13399-15.01.20
085/19  2832-17.12.19
080/19  2467-17.12.19
073/19  7931-17.12.19
069/19  8852-17.12.19
063/19  8918-17.12.19
060/19  12406-17.12.19
035/19  8154-17.12.19
028/19  7552-17.12.19
 1 af 276   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 124/04  - Jón á Hofi ÁR 62
  Jón á Hofi ÁR 62, skipverji slasast við töku snurvoðar   
 Heimsóknir: 19958 Uppfært: 15.03.05 

  Jón á Hofi ÁR 62
Skipaskr.nr.: 1562
Smíðaður: Flekkefjord Noregi 1969 Stál
Stærð: 276,40 brl; 334,00 bt
Lengd: 38,53 m Breidd: 7,60 m Dýpt: 6,20 m
Vél: Wichmann 662,00 kW Árgerð: 1969
Annað: 
Fjöldi skipverja: 8 

Jón á Hofi©Tryggvi Sigurðsson 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 15. október 2004 var Jón á Hofi ÁR 62 á dragnótaveiðum á Langagrunni vestur af Eldey.  Veður:  NA 13 m/sek og veltingur.

 

Skipverjar voru að undirbúa að láta voðina fara, pokinn kominn á síðuna og til stóð að losa hann úr gilsinum.  Einn skipverji ætlaði að vinna það verk og teygði sig út fyrir borðstokkinn með hægri hendi, en hélt um gilsvírinn með vinstri hendi.  Kranabóman lá mjög lágt í átt að byrðinni.  Við þessar aðstæður var híft í gilsvírinn með þeim afleiðingum að hendi skipverjans dróst inn í blökkina á bómuendanum og klemmdist þar.

 

Siglt var með slasaða strax til Þorlákshafnar og honum komið undir læknishendur.  Ferðin tók um 7 klst. 

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að sögn slasaða var gilsinn aðeins of neðarlega og auk þess veltingur sem gerði honum verkið erfitt.  Hann hefði því þurft að teygja sig mikið niður;
  • að slasaði var vanur á skipinu og mjög vanur þessum veiðiskap.  Þetta verkefni var þó ekki vanalega hans, hann hafði verið settur í það vegna mannabreytinga í upphaf ferðar.  Þrír menn voru í fríi og óvanir menn um borð.  Sérstakt lag þurfti til að losa gilsinn úr pokanum;
  • að sögn slasaða var híft í gilsinn óumbeðið;
  • að sögn vitna og kranamanns heyrðu þeir ekki betur en slasaði hefði óskað eftir hífingunni munnlega.  Fram kom einnig að hugsanlega hefði verið  um tungumálaerfiðleika að ræða.
 
 

 Nefndarálit
 

Orsök óhappsins var ótímabær hífing og slæmt verklag.

 

Nefndin ítrekar gildi þess að viðhaft sé verklag við hífingar sem felur í sér staðlaðar bendingar. 
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.214.184.250] þriðjudagur 21. janúar 2020 09:59 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis