RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2790)
106/19  5224-04.05.20
105/19  5223-04.05.20
104/19  5098-04.05.20
103/19  4083-04.05.20
093/19  8344-04.05.20
090/19  6544-04.05.20
074/19  10106-04.05.20
077/19  4022-20.04.20
081/19  4512-20.04.20
084/19  4493-20.04.20
 1 af 279   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 126/04  - Hólmatindur SU 1
  Hólmatindur SU 1, skipverji slasast þegar vír slæst til við hífingu   
 Heimsóknir: 21050 Uppfært: 15.03.05 

  Hólmatindur SU 1
Skipaskr.nr.: 2332
Smíðaður: Tomrefjord Noregi 1985 stál
Stærð: 605,40 brl; 1.103,60 bt
Lengd: 51,81 m Breidd: 10,37 m Dýpt: 7,28 m
Vél: Wichmann 1.648,00 kW Árgerð: 1985
Annað: 
Fjöldi skipverja: 15 

Hólmatindur©Alfons Finnsson 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 10. september 2004 var Hólmatindur SU 1 á togveiðum á Bakkaflóa.  Veður:  Hægviðri og sjólítið.

 

Skipverjar voru að taka inn trollið, sjálfvirkri hífingu var lokið og komið að hífingu með stjórnun úr brú.  Tveir skipverjar voru á leið aftur að stjórnborðs- og bakborðsgálgum til að losa úr toghlerunum og einn að hefja hífingu í brú.  Þegar skipverjinn í brúnni ætlaði að hefja hífinguna tók hann óvart í handföng fyrir grandaravindur í stað handfanga fyrir hífingu í toghlerana.  Við þetta strekktist á grandaraleiðurum og vargakjaftarnir húkkuðust fastir bakborðsmegin. Við það slóst leiðarinn með miklu afli í skipverjann sem var í bakborðsrennunni.  Leiðarinn lenti í vinstri síðu og á baki skipverjans sem kastaðist í loft upp og lenti harkalega á þilfarinu. 

 

Haft var samband við lækni og ákveðið að sigla með slasaða til Vopnafjarðar.  Þaðan var hann fluttur á sjúkrahús á Akureyri og í ljós kom að hann var nefbrotinn og illa tognaður.  
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að um var að ræða mjög vana sjómenn.  Skipverjinn sem stjórnaði hífingunni kvaðst hafa verið annars hugar þegar þetta gerðist;
  • að nokkur munur var á staðsetningu handfanganna.  Þau voru ekki í sömu línu í stjórnborði og mislangt til þeirra upp á borðið.
 
 

 Nefndarálit
  Orsök óhappsins er mistök við stjórnun hífingar.   

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [18.207.254.88] sunnudagur 31. maí 2020 21:27 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis