RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2790)
106/19  5219-04.05.20
105/19  5221-04.05.20
104/19  5096-04.05.20
103/19  4079-04.05.20
093/19  8338-04.05.20
090/19  6543-04.05.20
074/19  10105-04.05.20
077/19  4020-20.04.20
081/19  4512-20.04.20
084/19  4493-20.04.20
 1 af 279   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 003/05  - Beitir NK 123
  Beitir NK 123, skipverji slasast þegar hann fær leiðara í sig   
 Heimsóknir: 22989 Uppfært: 10.05.05 

  Beitir NK 123
Skipaskr.nr.: 226
Smíðaður: Þýskalandi 1958 stál
Stærð: 756,00 brl; 1.031,00 bt
Lengd: 66,24 m Breidd: 10,00 m Dýpt: 7,58 m
Vél: Wärtsilä 1.943,00 kW Árgerð: 1979
Annað: 
Fjöldi skipverja: 12 

Beitir©Hilmar Snorrason 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 10. september 2004 var Beitir NK 123 að kolmunaveiðum með flotvörpu á stað 63°16’N og 12°05V.  Veður:  Hægviðri

 

Verið var að taka trollið og átti að fara að hífa pokann fram á síðu með leiðurum í stertinn og rússann.  Tveir skipverjar höfðu komið leiðurunum út fyrir borðstokkinn og  fylgdust með þeim, en þegar rússanum sló ekki frá skipinu leit annar þeirra út fyrir lunningu til að sjá hverju sætti.  Leiðarinn skaust þá upp með síðunni og lenti á höfði skipverjans sem rotaðist og kastaðist í þilfarið.

 

Nærstaddur skipverji hlúði að slasaða þar til hann rankaði við sér og var honum þá komið inn.  Veiðarfærin voru tekin inn strax og haldið til hafnar og slasaða komið til læknis.

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
 • að slasaði var með hjálm og virtist leiðarinn hafa lent á honum miðað við ummerki sem sáust á honum;
 • að sögn slasaða var hann minnislaus frá því byrjað var að hífa í togvíra til að taka holið og þar til hann kom í land um morguninn. Slasaði telur að hann hafi verið að gæta að því hvers vegna leiðaranum sló ekki frá skipinu eftir að gefið var merki með flautunni;
 • að slasaði hafði margra ára reynslu til sjós og á veiðum með flotvörpu;
 • að sögn slasaða voru margir afleysingamenn með litla reynslu um borð;
 • að pokinn er leystur alveg frá belgnum og hífður, með stertinum, fram í fremri snurpugálga og þar er fiskidælan sett í pokann til að dæla aflanum. Einnig er hann hífður með rússanum upp í aftari snurpugálga;
 • að tveir sleppikrókar eru fyrir leiðarana, annar er “geymslu” sleppikrókur á síðunni til að hindra að leiðararnir geti slegið undir skipið og í skrúfuna. Hinn er afturá skut og heldur í stroffu í fremri enda pokans á meðan pokinn er leystur frá belgnum og þar til skipinu hefur verið hagrætt, svo óhætt sé að sleppa honum og hífa fram eftir. Rússaleiðarinn er lásaður í þessa stroffu;
 • að þegar undirbúningi við að hífa pokann fram á síðuna er lokið og skipstjóri hefur hagrætt skipinu gefur hann merki með skipsflautunni um að sleppa úr sleppikrókunum og byrja má að hífa í leiðarana;
 • að sleppikrókurinn, sem var afturá og hélt í pokann, stóð á sér og hélt því pokanum og rússaleiðaranum föstum. Leiðarinn lá  því enn með síðunni og aftur á skut þegar híft var í hann en sló ekki frá síðunni þegar skipinu var snúið til stjórnboða.
 • að sögn slasaða hafði ekki borið á því að þessi sleppikrókur ætti til að opnast ekki;
 • að afli í pokanum var 110 tonn;
 • að eftir slysið var þessi þáttur starfanna áhættugreindur og í framhaldi af því var verklagsreglum breytt í þá veru að nú má ekki hífa í leiðarana fyrr en séð er að þeir hafi slegið frá skipinu.
  
 

 Nefndarálit
 

Orsök slyssins er að sleppikrókur stóð á sér og slasaði stakk höfðinu út fyrir borðstokkinn þegar híft var í leiðarann.

 

Nefndin fagnar því að breytt hefur verið verklagi og bendir skipstjórnendum jafnframt á að þeim sé skylt að framkvæma áhættugreiningu á störfum um borð samkvæmt reglugerð um öryggi og hollustuhætti, sbr. reglugerð nr. 786/1998. 
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.230.154.129] laugardagur 30. maí 2020 22:04 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis